Erlent

Koppu hefur dregið 54 til dauða á Filippseyjum

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Fellibylurinn náði landi síðastliðinn sunnudag og er nú að mestu genginn niður.
Fellibylurinn náði landi síðastliðinn sunnudag og er nú að mestu genginn niður. Vísir/EPA
Nú er ljóst að fellibylurinn Koppu á Filippseyjum hefur dregið að minnsta kosti fimmtíu og fjóra til dauða og tugþúsundir hafa þurft að yfirgefa heimili sín.

Óveðrinu hafa fylgt gríðarlegar rigningar í fjallahéruðum og hefur flætt í ám þannig að á láglendinu er vatnshæðin 
sums staðar  slík að þorp eru á kafi í vatni, allt að þriggja metra djúpu.

Fellibylurinn náði landi síðastliðinn sunnudag og er nú að mestu genginn niður en þrátt fyrir það er búist við flóðum áfram næstu daga. 





Fleiri fréttir

Sjá meira


×