Erlent

Víetnam leyfir verkföll

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Fríverslunarsamningi Kyrrahafsríkjanna hefur verið harðlega mótmælt víða um heim.
Fríverslunarsamningi Kyrrahafsríkjanna hefur verið harðlega mótmælt víða um heim. Fréttablaðið/EPA
Bandarísk stjórnvöld hafa birt Fríverslunarsamning Kyrrahafsríkjanna (TPP), sem undirritaður var í síðasta mánuði.

Meðal þeirra víðtæku áhrifa, sem samningurinn í aðildarríkjunum tólf hefur, er að kommúnistastjórnin í Víetnam hefur fallist á réttindi verkafólks til að mynda stéttarfélög og efna til verkfalla.

Bandaríska dagblaðið The New York Times skýrir frá þessu.

Samningurinn felur annars í sér niðurfellingu flestra tolla og viðskiptahindrana milli ríkjanna tólf, sem samtals ná yfir 40 prósent af hagkerfi heimsins.

Barack Obama Bandaríkjaforseti stærði sig í gær meðal annars af mikilvægi samningsins fyrir réttindi verkafólks í ríkjunum tólf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×