Erlent

Flutningaskipi hvolfdi undan ströndum Skotlands

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Ekki liggur fyrir hvers vegna skipinu hvolfdi en veður var slæmt á siglingaleið þess.
Ekki liggur fyrir hvers vegna skipinu hvolfdi en veður var slæmt á siglingaleið þess.
Leit hefur nú verið frestað í kringum flutningaskip sem hvolfdi undan ströndum Skotlands. Skipið er skráð á Kýpur en þýskt skipafyrirtæki sér um rekstur þess. Talið er að átta manns séu í áhöfn skipsins og er ekkert vitað enn um afdrif þeirra.

Ekki er nákvæmlega vitað hvenær skipinu hvolfdi eða hvers vegna, en seinast sást til þess klukkan 13 á föstudag. Veður var þá slæmt á siglingaleið skipsins sem var á leið til Runcorn á Norður-Englandi.

Fjórir björgunarbátar, tvær þyrlur og nokkur skip tóku þátt í leitinni sem hófst í dag. Áhafnarmeðlimir fundust ekki og var leit frestað þegar myrkur skall á en henni verður framhaldið á morgun, að því er fram kemur í frétt BBC.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×