Erlent

Ísrael frystir skattgreiðslur til Palestínu

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Benjamin Netanayhu, forsætisráðherra Ísraels.
Benjamin Netanayhu, forsætisráðherra Ísraels. Vísir/Getty
Ísraelsstjórn hefur fryst skattgreiðslur sem búið er að innheimta fyrir Palestínu.

Er þetta gert vegna þess að Palestína hefur sótt um aðild að Alþjóðaglæpastólnum. Ísraelar segja að 127 milljónir dollara sem innheimtar voru í síðasta mánuði verði ekki greiddar út.

Palestínumenn saka Ísraela um stríðsglæp með því að frysta skattgreiðslurnar en þetta er ekki fyrsta skipti sem Ísrael grípur til slíkra aðgerða gagnvart landinu.

Í frétt BBC kemur fram að bæði Ísrael og Bandaríkin séu andvíg því að Palestína fái aðild að Alþjóðaglæpadómstólnum þar sem það gæti gert Palestínu kleift að sækja Ísrael formlega til saka fyrir stríðsglæpi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×