Ásgeir og Pétur teknir inn í Heiðurshöll ÍSÍ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. janúar 2015 20:35 Ásgeir Sigurvinsson og Pétur Guðmundsson. Vísir/Daníel Knattspyrnumaðurinn Ásgeir Sigurvinsson og körfuboltamaðurinn Pétur Guðmundsson voru í kvöld teknir inn í Heiðurshöll ÍSÍ og eru nú alls níu íþróttamenn komnir inn í Heiðurshöll ÍSÍ sem var stofnuð í tilefni hundrað ára afmælis ÍSÍ árið 2012. Pétur er fyrsti körfuboltamaðurinn í Heiðurshöllinni en Ásgeir er annar knattspyrnumaðurinn á eftir Alberti GUðmundssyni sem var tekinn inn í Höllina árið 2013. Ásgeir Sigurvinsson er einn allra fremsti knattspyrnumaður Íslands í sögunni en hann var valinn besti knattspyrnumaður Íslands frá upphafi árið 2008. Ásgeir var á sínum tíma kosinn tvisvar sinnum Íþróttamaður ársins, fyrst 1974 og svo aftur árið 1984. Ásgeir spilaði nær allan sinn feril sem atvinnumaður í Evrópu þar af lengst í Þýskalandi þar sem hann náði hápunktinum árið 1984 þegar hann varð Þýskalandsmeistari með Stuttgart og var í framhaldinu kosinn besti leikmaður deildarinnar. Pétur Guðmundsson er eini Íslendingurinn sem hefur spilað í NBA-deildinni en hann lék með þremur liðum í bestu deild í heimi, fyrst Portland Trail Blazers 1981-82, þá Los Angeles Lakers (1986-87) og loks San Antonio Spurs (1987–1989). Pétur spilaði 53 landsleiki fyrir Ísland frá 1978 til 1992 en hann spilaði hér heima með Val, ÍR og Tindastól. Framkvæmdastjórn ÍSÍ útnefnir einstaklinga í Heiðurshöll ÍSÍ eftir reglugerð þar að lútandi og er Heiðursráð ÍSÍ ráðgefandi aðili varðandi tilnefningar. Þetta er höll afreksíþróttafólks og afreksþjálfara Íslands, í ætt við Hall of Fame á erlendri grundu. Vilhjálmur Einarsson (frjálsar íþróttir, á afmælishátíð ÍSÍ þann 28. janúar 2012) var fyrstur inn í Heiðurshöll ÍSÍ en síðan höfðu þau Bjarni Friðriksson (júdó, 29. desember 2012 á kjöri Íþróttamanns ársins), Vala Flosadóttir (frjálsar íþróttir, 29. desember 2012 á kjöri Íþróttamanns ársins), Jóhannes Jósefsson (glíma, á 71. íþróttaþingi ÍSÍ árið 2013), Sigurjón Pétursson (glíma, á 71. íþróttaþingi ÍSÍ árið 2013), Albert Guðmundsson (fóbolti, á 71. íþróttaþingi ÍSÍ árið 2013) og Kristín Rós Hákonardóttir (sund fatlaðra, 28. desember 2013 á kjöri Íþróttamanns ársins) bæst í hópinn. Meðlimirnir eru síðan orðnir níu eftir inntöku Péturs og Ásgeir á kjöri Íþróttamanns ársins í kvöld. Íslenski boltinn Íslenski körfuboltinn Mest lesið Ernirnir flugu hátt í Super Bowl og rassskelltu meistarana Sport Segja Viktor læra af þeim besta hjá Barcelona og greina frá næsta félaga hans Handbolti Mikil sorg í hnefaleikasamfélaginu eftir óvænt andlát Sport Slot sér ekki eftir því að hafa hvílt stjörnurnar Enski boltinn Lögreglan rannsakar söngva um stunguárás Enski boltinn Hneyksli í Tyrklandi: Fóru heim í fýlu yfir víti Fótbolti Skoraði með fyrstu snertingunni og fékk síðan rautt spjald í sigri Barcelona Fótbolti Unnu Super Bowl á afmælisdaginn Sport Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Íslenskir öldungar röðuðu inn heims- og Íslandsmetum „Fólk má alveg dæma mig“ Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Hneyksli í Tyrklandi: Fóru heim í fýlu yfir víti Segja Viktor læra af þeim besta hjá Barcelona og greina frá næsta félaga hans Mikil sorg í hnefaleikasamfélaginu eftir óvænt andlát Dagskráin í dag: Fjórða umferð FA bikarsins klárast Unnu Super Bowl á afmælisdaginn Ernirnir flugu hátt í Super Bowl og rassskelltu meistarana Lögreglan rannsakar söngva um stunguárás Körfuboltakvöld: Hvaða lið komast í úrslitakeppnina? Skoraði með fyrstu snertingunni og fékk síðan rautt spjald í sigri Barcelona Slot sér ekki eftir því að hafa hvílt stjörnurnar Elvar sló stoðsendingamet grísku úrvalsdeildarinnar Í beinni: Chiefs - Eagles | Barist um Ofurskálina í New Orleans Panathinaikos mætir Víkingum með tvo tapleiki á bakinu Umfjöllun: Slóvakía - Ísland 78-55 | Ekki góður endir á undankeppninni Tvær þrennur í níu marka stórsigri Randy Moss brast í grát eftir kveðjur frá Brady og Belichick KA skellti í lás í seinni hálfleik og fór með sigur úr Skógarselinu Andri Már markahæstur í svekkjandi tapi Aston Villa áfram en vond bikarvika fyrir Spurs Liverpool úr leik eftir tap gegn liði Guðlaugs Victors Martin stoðsendingahæstur í öruggum sigri Glódís bjargaði marki og áfram heldur sigurganga Bayern Erna hlaut silfur en Irma og Aníta brons Úlfarnir áfram eftir öruggan útisigur Bjarki kom inn á fyrir Mikael í eins marks tapi Ásgeir Jónsson vill verða varaformaður HSÍ Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet og tryggði sig inn á EM Sjá meira
Knattspyrnumaðurinn Ásgeir Sigurvinsson og körfuboltamaðurinn Pétur Guðmundsson voru í kvöld teknir inn í Heiðurshöll ÍSÍ og eru nú alls níu íþróttamenn komnir inn í Heiðurshöll ÍSÍ sem var stofnuð í tilefni hundrað ára afmælis ÍSÍ árið 2012. Pétur er fyrsti körfuboltamaðurinn í Heiðurshöllinni en Ásgeir er annar knattspyrnumaðurinn á eftir Alberti GUðmundssyni sem var tekinn inn í Höllina árið 2013. Ásgeir Sigurvinsson er einn allra fremsti knattspyrnumaður Íslands í sögunni en hann var valinn besti knattspyrnumaður Íslands frá upphafi árið 2008. Ásgeir var á sínum tíma kosinn tvisvar sinnum Íþróttamaður ársins, fyrst 1974 og svo aftur árið 1984. Ásgeir spilaði nær allan sinn feril sem atvinnumaður í Evrópu þar af lengst í Þýskalandi þar sem hann náði hápunktinum árið 1984 þegar hann varð Þýskalandsmeistari með Stuttgart og var í framhaldinu kosinn besti leikmaður deildarinnar. Pétur Guðmundsson er eini Íslendingurinn sem hefur spilað í NBA-deildinni en hann lék með þremur liðum í bestu deild í heimi, fyrst Portland Trail Blazers 1981-82, þá Los Angeles Lakers (1986-87) og loks San Antonio Spurs (1987–1989). Pétur spilaði 53 landsleiki fyrir Ísland frá 1978 til 1992 en hann spilaði hér heima með Val, ÍR og Tindastól. Framkvæmdastjórn ÍSÍ útnefnir einstaklinga í Heiðurshöll ÍSÍ eftir reglugerð þar að lútandi og er Heiðursráð ÍSÍ ráðgefandi aðili varðandi tilnefningar. Þetta er höll afreksíþróttafólks og afreksþjálfara Íslands, í ætt við Hall of Fame á erlendri grundu. Vilhjálmur Einarsson (frjálsar íþróttir, á afmælishátíð ÍSÍ þann 28. janúar 2012) var fyrstur inn í Heiðurshöll ÍSÍ en síðan höfðu þau Bjarni Friðriksson (júdó, 29. desember 2012 á kjöri Íþróttamanns ársins), Vala Flosadóttir (frjálsar íþróttir, 29. desember 2012 á kjöri Íþróttamanns ársins), Jóhannes Jósefsson (glíma, á 71. íþróttaþingi ÍSÍ árið 2013), Sigurjón Pétursson (glíma, á 71. íþróttaþingi ÍSÍ árið 2013), Albert Guðmundsson (fóbolti, á 71. íþróttaþingi ÍSÍ árið 2013) og Kristín Rós Hákonardóttir (sund fatlaðra, 28. desember 2013 á kjöri Íþróttamanns ársins) bæst í hópinn. Meðlimirnir eru síðan orðnir níu eftir inntöku Péturs og Ásgeir á kjöri Íþróttamanns ársins í kvöld.
Íslenski boltinn Íslenski körfuboltinn Mest lesið Ernirnir flugu hátt í Super Bowl og rassskelltu meistarana Sport Segja Viktor læra af þeim besta hjá Barcelona og greina frá næsta félaga hans Handbolti Mikil sorg í hnefaleikasamfélaginu eftir óvænt andlát Sport Slot sér ekki eftir því að hafa hvílt stjörnurnar Enski boltinn Lögreglan rannsakar söngva um stunguárás Enski boltinn Hneyksli í Tyrklandi: Fóru heim í fýlu yfir víti Fótbolti Skoraði með fyrstu snertingunni og fékk síðan rautt spjald í sigri Barcelona Fótbolti Unnu Super Bowl á afmælisdaginn Sport Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Íslenskir öldungar röðuðu inn heims- og Íslandsmetum „Fólk má alveg dæma mig“ Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Hneyksli í Tyrklandi: Fóru heim í fýlu yfir víti Segja Viktor læra af þeim besta hjá Barcelona og greina frá næsta félaga hans Mikil sorg í hnefaleikasamfélaginu eftir óvænt andlát Dagskráin í dag: Fjórða umferð FA bikarsins klárast Unnu Super Bowl á afmælisdaginn Ernirnir flugu hátt í Super Bowl og rassskelltu meistarana Lögreglan rannsakar söngva um stunguárás Körfuboltakvöld: Hvaða lið komast í úrslitakeppnina? Skoraði með fyrstu snertingunni og fékk síðan rautt spjald í sigri Barcelona Slot sér ekki eftir því að hafa hvílt stjörnurnar Elvar sló stoðsendingamet grísku úrvalsdeildarinnar Í beinni: Chiefs - Eagles | Barist um Ofurskálina í New Orleans Panathinaikos mætir Víkingum með tvo tapleiki á bakinu Umfjöllun: Slóvakía - Ísland 78-55 | Ekki góður endir á undankeppninni Tvær þrennur í níu marka stórsigri Randy Moss brast í grát eftir kveðjur frá Brady og Belichick KA skellti í lás í seinni hálfleik og fór með sigur úr Skógarselinu Andri Már markahæstur í svekkjandi tapi Aston Villa áfram en vond bikarvika fyrir Spurs Liverpool úr leik eftir tap gegn liði Guðlaugs Victors Martin stoðsendingahæstur í öruggum sigri Glódís bjargaði marki og áfram heldur sigurganga Bayern Erna hlaut silfur en Irma og Aníta brons Úlfarnir áfram eftir öruggan útisigur Bjarki kom inn á fyrir Mikael í eins marks tapi Ásgeir Jónsson vill verða varaformaður HSÍ Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet og tryggði sig inn á EM Sjá meira