Erlent

Sjö ára stúlka komst ein lífs af

Atli Ísleifsson skrifar
Flugvélin var af gerðinni Piper PA-34-200T. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Flugvélin var af gerðinni Piper PA-34-200T. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd/Wikipedia
Sjö ára stúlka lifði ein af flugslys þegar lítil flugvél með fimm manns innanborðs hrapaði í Kentucky-ríki í Bandaríkjunum í gær.

Hinir fjórir um borð létust allir í slysinu sem átti sér stað í Lyon County í vesturhluta Kentucky.

Að sögn talsmanns lögreglu segir að vélin hafi verið á leið frá Key West í Flórída til Mount Vernon í Illinois þegar hún hrapaði.

Flugmaður vélarinnar hafði áður tilkynnt um vélartruflanir og að hann hugðist reyna að lenda á nálægum flugvelli í Kentucky.

Lögregla segir að stúlkan hafi komið sér úr braki vélarinnar og gengið að nálægu húsi þar sem hún bað um aðstoð. Í frétt BBC segir að stúlkan hafi verið berfætt og alblóðug. Í fréttinni segir að foreldrar stúlkunnar, systir og frænka hafi látist í slysinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×