Erlent

Hafa fundið tvo stóra hluti úr vél AirAsia

Atli Ísleifsson skrifar
Indónesísk herskip fundu í gær tvo stóra hluta flugvélarinnar á um þrjátíu metra dýpi.
Indónesísk herskip fundu í gær tvo stóra hluta flugvélarinnar á um þrjátíu metra dýpi. Vísir/AFP
Leitarsveitir hafa fundið tvo stóra hluta farþegaflugvélar AirAsia flugfélagsins í Jövuhafi.

Flugvélin hrapaði í hafið skammt frá eyjunni Borneo fyrir sex dögum síðan. Hún var á leið frá Indónesíu til Singapúr þegar að hún hvarf af ratsjám en 162 voru um borð í vélinni.

Slæmt veður hefur verið á svæðinu og leitarskilyrði því erfið.

Indónesísk herskip fundu í gær tvo stóra hluta flugvélarinnar á um þrjátíu metra dýpi. Vonast er til að fundurinn verði til þess að flugriti vélarinnar finnist og þar með frekari skýringar á flugslysinu.

Talið er að enginn farþeganna hafi komist lífs af.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×