Erlent

Rússar hvetja til friðarviðræðna

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Börn í Aleppo flýja hverfið Bab al-Hadid eftir loftárásir í fyrrinótt.
Börn í Aleppo flýja hverfið Bab al-Hadid eftir loftárásir í fyrrinótt. Nordicphotos/AFP
Í gær hófust í Beirút þriggja daga fundir Sýrlenska þjóðarbandalagsins, stærstu samtaka sýrlenskra stjórnarandstæðinga, þar sem meðal annars á að ræða hugmyndir Rússa um friðarviðræður.

Rússnesk stjórnvöld hafa undanfarið reynt að þrýsta á um að friðarviðræður stríðandi aðila í Sýrlandi verði haldnar í Moskvu einhvern tíma eftir 20. janúar.

Rússar hafa staðið við bakið á Bashar al Assad Sýrlandsforseta í borgarastyrjöldinni, sem geisað hefur í Sýrlandi síðustu árin og kostað meira en 200 þúsund manns lífið.

Þjóðarbandalagið hefur ekki útilokað þátttöku í þessum væntanlegu viðræðum, en hefur staðið fast á því að ekkert samkomulag geti tekist nema á grundvelli þess að ný lýðræðisleg bráðabirgðastjórn taki við völdum í landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×