Erlent

Lögregla í Svíþjóð leitar grunaðs liðsmanns ISIS

Atli ísleifsson skrifar
Sænska öryggislögreglan hækkaði viðbúnaðarstig vegna hættu á hryðjuverkum í gær.
Sænska öryggislögreglan hækkaði viðbúnaðarstig vegna hættu á hryðjuverkum í gær.
Sænska lögreglan leitar nú 25 ára manns frá Írak sem grunaður er um að hafa komið til Svíþjóðar með það í hyggju að fremja hryðjuverk í Evrópu. Talsmaður lögreglunnar segir að maðurinn hafi áður verið í Sýrlandi og barist með liðsmönnum ISIS.

Sænska öryggislögreglan hækkaði viðbúnaðarstig vegna hættu á hryðjuverkum í gær úr „þremur“ í „fjóra“ – næsthæsta stig viðbúnaðar – og hefur aldrei verið svo hátt í landinu. Að sögn sænskra fjölmiðla var viðbúnaðarstig hækkað eftir að upplýsingar bárust um að maðurinn væri í landinu.

Öryggislögreglan Säpo hefur dreift mynd af manninum til allra lögregluembætta í landinu og hefur verið gefin út handtökuskipun á hendur honum. Aftonbladet og Expressen nafngreina bæði manninn og birta af honum mynd úr öryggismyndavél.

Aftonbladet greinir frá því að maðurinn hafi nú þegar einhverja tengingu við Svíþjóð og hafi komið þangað nýlega, um Þýskaland.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×