Öryggisdagar Strætó og VÍS Jóhannes Rúnarsson skrifar 19. nóvember 2015 07:00 Öryggisdagar Strætó og VÍS standa nú yfir, en þeir eru nú haldnir í sjöunda sinn. Markmið þeirra er að auka forvarnir í umferðinni með áherslu á fækkun slysa á fólki, minnka tjón, auka öryggi bílstjóra og öryggi í umferðinni almennt. Öryggisdagar hafa skilað góðum árangri síðustu ár og til að mynda fækkaði tjónum og slysum um 40% á milli áranna 2013 og 2014. Strætó og VÍS halda nákvæma skráningu á slysum og tjónum og eru orsakir atvika greind í hverju tilviki fyrir sig, svo megi læra af þeim og bæta öryggið. Öryggisdagar standa yfir í fimm vikur. Fyrst voru strengir stilltir saman innanhúss hjá Strætó, farið var yfir öryggisreglur o.fl. Síðan var átakið gert sýnilegt út á við með skilaboðum til fólks í umferðinni um öryggi utan á vögnunum og góðum ábendingum til farþega okkar innan í vögnunum. Skemmtileg myndbönd sem Steindi Jr. leikur í hafa birst á samskiptamiðlum og slegið í gegn. Í myndböndunum fer Steindi á gamansaman hátt yfir það hversu mikilvægt sé að passa upp á öryggið í vögnunum og hvet ég alla til þess að heimsækja Facebook-síðu Strætó og horfa á myndböndin. Sem dæmi um það hvernig farþegar geta tekið þátt í að bæta öryggi í umferðinni er að nýta eingöngu stoppistöðvarnar, en óska ekki eftir því að vagnstjóri hleypi þeim í og úr vagninum á milli þeirra. Þá getur það skapað hættu ef farþegar sem orðnir eru of seinir hlaupa á eftir vagninum og reyna að stöðva hann. Mun öruggara er að bíða frekar eftir næsta vagni. Öryggismál eru efst í huga okkar hjá Strætó á hverjum degi. Með Öryggisdögum viljum við fá starfsmenn og farþega Strætó, ásamt almenningi öllum, til þess að huga betur að öryggismálum. Með samstilltu átaki, árvekni og varkárni, getum við öll náð enn betri árangri íöryggismálum. Höldum áfram á sömu braut og fækkum slysum og tjónum enn frekar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 02.11.24 Halldór Baldursson Halldór Að græða 33.400 fótboltavelli Jóna Bjarnadóttir Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Hvenær nær Bitcoin $1,000,000? Víkingur Hauksson Skoðun „Hækkar bara og hækkar“ Hjalti Þórisson Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson Skoðun Kveðja, nýútskrifaði kennarinn Hugrún Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að græða 33.400 fótboltavelli Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvenær nær Bitcoin $1,000,000? Víkingur Hauksson skrifar Skoðun „Hækkar bara og hækkar“ Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Kveðja, nýútskrifaði kennarinn Hugrún Stefánsdóttir skrifar Skoðun Veljum stöðugleika og fyrirsjáanleika Ester Straumberg Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ábending um dagskrárefni til RUV ohf. Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Á að skipta máli hverra manna þú ert? Logi Einarsson skrifar Skoðun Hvers virði er líf kvenna? Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að mæta ástandinu Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera svín 2024 Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Þriðji orkupakkinn: Almannahagsmunir á krossgötum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir í húsnæðismálum strax! Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun xD frelsi til að halda ungu fólki niðri Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Afstöðuleysi Íslands óþolandi – Stöndum með vistkerfum sjávar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar Skoðun Gleðilega töfrandi kosningabaráttu Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Samfylkingin óspjallaða Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Árás á fátækasta fólkið í borginni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Fjármögnum háskólana til jafns við hin Norðurlöndin Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Mennska eða harka í málefnum hælisleitenda Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun „Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Börnin okkar á biðlistunum Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Leiðtogar í grænum umskiptum Nótt Thorberg skrifar Skoðun „Samningana í gildi“ Pjetur St. Arason skrifar Sjá meira
Öryggisdagar Strætó og VÍS standa nú yfir, en þeir eru nú haldnir í sjöunda sinn. Markmið þeirra er að auka forvarnir í umferðinni með áherslu á fækkun slysa á fólki, minnka tjón, auka öryggi bílstjóra og öryggi í umferðinni almennt. Öryggisdagar hafa skilað góðum árangri síðustu ár og til að mynda fækkaði tjónum og slysum um 40% á milli áranna 2013 og 2014. Strætó og VÍS halda nákvæma skráningu á slysum og tjónum og eru orsakir atvika greind í hverju tilviki fyrir sig, svo megi læra af þeim og bæta öryggið. Öryggisdagar standa yfir í fimm vikur. Fyrst voru strengir stilltir saman innanhúss hjá Strætó, farið var yfir öryggisreglur o.fl. Síðan var átakið gert sýnilegt út á við með skilaboðum til fólks í umferðinni um öryggi utan á vögnunum og góðum ábendingum til farþega okkar innan í vögnunum. Skemmtileg myndbönd sem Steindi Jr. leikur í hafa birst á samskiptamiðlum og slegið í gegn. Í myndböndunum fer Steindi á gamansaman hátt yfir það hversu mikilvægt sé að passa upp á öryggið í vögnunum og hvet ég alla til þess að heimsækja Facebook-síðu Strætó og horfa á myndböndin. Sem dæmi um það hvernig farþegar geta tekið þátt í að bæta öryggi í umferðinni er að nýta eingöngu stoppistöðvarnar, en óska ekki eftir því að vagnstjóri hleypi þeim í og úr vagninum á milli þeirra. Þá getur það skapað hættu ef farþegar sem orðnir eru of seinir hlaupa á eftir vagninum og reyna að stöðva hann. Mun öruggara er að bíða frekar eftir næsta vagni. Öryggismál eru efst í huga okkar hjá Strætó á hverjum degi. Með Öryggisdögum viljum við fá starfsmenn og farþega Strætó, ásamt almenningi öllum, til þess að huga betur að öryggismálum. Með samstilltu átaki, árvekni og varkárni, getum við öll náð enn betri árangri íöryggismálum. Höldum áfram á sömu braut og fækkum slysum og tjónum enn frekar.
Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar
Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar