Erlent

Veiðimenn skutu tvo elgi í dýragarði

Samúel Karl Ólason skrifar
Í dýragarðinum má finna elgi, fjallaljón og jafnvel úlfa.
Í dýragarðinum má finna elgi, fjallaljón og jafnvel úlfa. Vísir/Getty
Hópur veiðimanna að veiðum í norðurhluta Noregs skutu óvart tvo elgi í gegnum girðingu dýragarðs. Skömmu eftir á áttuðu þeir sig á því en sögðust ekki hafa vitað um að dýragarð hefði verið að ræða. Stjórnandi Polar Park dýragarðsins segir málið ótrúlegt.

Í dýragarðinum má finna elgi, fjallaljón og jafnvel úlfa. En dýragarðurinn er látinn falla inn í náttúruna, en það virðist hafa virkað einum of vel.

Veiðimennirnir voru með sérþjálfaða hunda, en einn þeirra komst undir girðinguna að búri elgjanna og benti veiðimönnunum á eitt dýr. Dýrið var skotið til bana, en kúlan fór í gegnum það í og maga annars dýrs sem þurfti að aflífa.

Lögreglan segir að um heimamenn hafi verið að ræða og að þeir hafi verið yfirheyrðir vegna málsins. Þeir verða lögsóttir fyrir brot á veiðilögum. Dýragarðurinn ætlar ekki að höfða mál gegn veiðimönnunum, en hefur farið fram að þeir borgi fyrir mistök sín. Einn elgur er talinn vera um 450 þúsund króna virði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×