Lífið

Kærasti Bobbi Kristinu sakaður um að hafa gefið henni eitraðan kokteil

Atli Ísleifsson skrifar
Skiptastjórinn hefur fram á skaðabætur upp á 10 milljón Bandaríkjadala.
Skiptastjórinn hefur fram á skaðabætur upp á 10 milljón Bandaríkjadala. Vísir/AFP
Skipta­stjóri dán­ar­bús Bobbi Krist­inu Brown hefur höfðað mál gegn Nick Gordon, kær­asta hennar, fyr­ir að hafa verið ábyrgur fyrir dauða hennar.

Er Gordon sakaður um að hafa ráðist á hana á heimili þeirra og síðar gefið henni „eitraðan kokteil“ og dýft höfði hennar ofan í vatn þar til hún missti meðvitund.

Hin 22 ára Bobbi Kristina lést þann 26. júlí síðastliðinn eftir að hafa verið dái síðan 31. janúar þegar hún fannst meðvitundarlaus í baðkari á heimili sínu fyrir utan Atlanta í Georgíu-ríki.

Skiptastjórinn hefur fram á skaðabætur upp á 10 milljón Bandaríkjadala.

Brown var eina barn bandarísku söngkonunnar Whitney Houston og söngvarans Bobby Brown.

Lögfræðingar Gordon segja engan fót fyrir ásökunum um að Gordon beri nokkra ábyrgð á dauða Bobbi Kristinu. Segja þeir Gordon miður sín vegna dauða kærustu sinnar og að það sé skammarlegt að þessar rakalausu ásakanir séu gerðar opinberar.

Í frétt CNN segir að Gordon hafi verið meinað að heimsækja Bobbi Kristinu á sjúkrahúsið og hafi hann ekki sótt útför hennar.

Í kærunni segir að Gordon hafi áður beitt Bobbi Kristinu líkamlegu og andlegu ofbeldi og látið hana flytja háar peningafjárhæðir yfir á reikninga sem hann ætti sjálfur aðgang að. Þá hafi hann komið fyrir eftirlitsmyndavélum á heimili þeirra til að geta fylgst með henni. „Þetta var allt liður í því að stjórna Bobbi Kristinu og hagnast á auði hennar.“

Bobbi Kristina var jörðuð fyrr í vikunni við hlið móður sinnar í New Jersey.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.