Fótbolti

Platini reynir aðra áfrýjun

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Platini er hér til vinstri.
Platini er hér til vinstri. Vísir/Getty
Michel Platini, forseti Knattspyrnusambands Evrópu, hefur staðfest að hann hefur áfrýjað 90 daga banni sínu hjá Alþjóðaknattspyrnusambandinu, FIFA, til áfrýjunardómstóls íþróttamála [e. CAS] í Lausanne.

Platini var dæmdur, ásamt Sepp Blatter, forseta FIFA, í 90 daga bann fyrir að taka við greiðslu frá FIFA árið án fullnægjandi gagna fyrir henni.

Hann fór með mál sitt fyrir áfrýjunarnefnd FIFA í vikunni var hafnað. Platini vill fá banninu hnekkt svo hann geti boðið sig fram sem forseta FIFA.

Talið er að Platini og Blatter muni fara fyrir aganefnd FIFA í næsta mánuði en þess ber að geta að svissnesk yfirvöld hafa nú þegar opnað málaferli gegn Blatter fyrir fjármálamisferli tengd FIFA.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×