Erlent

Listaverkarán í Veróna

Sæunn Gísladóttir skrifar
Bæjarstjóri Veróna segir að listaverkunum hafi verið stolið fyrir einkasafnara.
Bæjarstjóri Veróna segir að listaverkunum hafi verið stolið fyrir einkasafnara. Vísir/Wikipedia
Meistaraverk eftir Rubens og Tintoretto voru á meðal þeirra fimmtán listaverka sem numin voru á brott af grímuklæddum mönnum í listasafni í Veróna, á Ítalíu í dag.

The Guardian greinir frá því að þrír menn, sem klæddir voru svörtum klæðum, löbbuðu inn á Castelvecchio safnið í norður Ítalíu þegar vaktaskipti öryggisvarða áttu sér stað í gær. Þeir bundu öryggisverðina niður áður en þeir tóku málverkin.

Meðal málverkanna sem tekin voru eru Portrett af konu eftir barokk myndlistarmanninn Peter Paul Rubens og karla portrett eftir feneyska málarann Tintoretto. Auk þeirra voru tekin verk eftir Pisanello, Jacopo Bellini, Giovanni Francesco Caroto og Hans de Jode.

Verkin sem tekin voru eru metin á 15 milljónir evra, eða rúmlega tvo milljarða íslenskra króna. Talsmenn safnsins segja að ránið hafi verið skipulagt af einkasafnara. Borgarstjóri Veróna, Flavio Tosi, segir að ræningjarnir hafi vitað nákvæmlega hverju þeir væru að leita að. Þeir tóku ellefu meistaraverk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×