Fær þrjár milljónir í bætur frá ríkinu þrátt fyrir að hafa brotið lög Jóhann Óli Eiðsson skrifar 1. október 2015 17:24 Maðurinn starfaði hjá Seðlabanka Íslands. vísir/arnþór Íslenska ríkið þarf að greiða fyrrverandi starfsmanni Seðlabanka Íslands þrjár milljónir króna í skaðabætur vegna ólögmætrar uppsagnar. Þetta er niðurstaða Hæstaréttar en með því sneri dómurinn niðurstöðu héraðsdóms. Einn dómari skilaði sératkvæði í málinu og vildi sýkna ríkið. Var þetta niðurstaða dómsins þrátt fyrir að maðurinn hafi brotið lög í starfi sínu. Maðurinn, Hallgrímur Ólafsson, er viðskiptafræðingur og löggiltur verðbréfamiðlari. Átti hann í félagi sem stóð í miklum fjárfestingum með hlutabréf, framvirka samninga og gjaldmiðla á árunum fyrir hrun. Á meðan starfaði hann í Seðlabankanum og hafði aðgang að ýmsum trúnaðarupplýsingum þar innanhúss. Er upp komst um málið sumarið 2013 var Hallgrími sagt upp störfum. Höfðaði hann mál á hendur Seðlabankanum vegna uppsagnarinnar. Starfsmenn bankans báru fyrir dómi að hann hefði gróflega brotið trúnað, lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Dómurinn féllst á það með Seðlabankanum að framangreind gjaldeyrisviðskipti og fyrirsvar áfrýjanda fyrir félagið hafi verið nýjar upplýsingar, sem honum hafi ekki mátt vera að fullu kunnar á árinu 2012, og að þessi atriði hafi falið í sér brot áfrýjanda á starfsskyldum hans. Taldi dómurinn að í háttalaginu fælist lögbrot en veittu bankanum ekki heimild til að segja honum upp störfum án undangenginnar áminningar. Var því fallist á það með áfrýjanda að uppsögnin hefði verið ólögmæt. Hallgrímur fór fram á tæpar tuttugu milljónir króna í bætur en dómurinn taldi þá upphæð of háa enda sætti starfsöryggi starfsmanna bankans takmörkunum líkt og annarra starfsmanna ríkisins. Þá hafði hann brotið af sér í starfinu. Voru bætur því dæmdar að álitum, þrjár milljónir króna. Einn dómari málsins, Ólafur Börkur Þorvaldsson, skilaði sératkvæði í málinu og taldi að háttsemi starfsmannsins hefði verið slík að rétt hefði verið að segja honum upp án þess að veita honum áminningu á undan. Taldi hann að sýkna ætti ríkið af kröfu mannsins. Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Skora á RÚV að beita sér fyrir því að Ísrael verði vikið úr keppni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Fleiri fréttir Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Skora á RÚV að beita sér fyrir því að Ísrael verði vikið úr keppni „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Sjá meira
Íslenska ríkið þarf að greiða fyrrverandi starfsmanni Seðlabanka Íslands þrjár milljónir króna í skaðabætur vegna ólögmætrar uppsagnar. Þetta er niðurstaða Hæstaréttar en með því sneri dómurinn niðurstöðu héraðsdóms. Einn dómari skilaði sératkvæði í málinu og vildi sýkna ríkið. Var þetta niðurstaða dómsins þrátt fyrir að maðurinn hafi brotið lög í starfi sínu. Maðurinn, Hallgrímur Ólafsson, er viðskiptafræðingur og löggiltur verðbréfamiðlari. Átti hann í félagi sem stóð í miklum fjárfestingum með hlutabréf, framvirka samninga og gjaldmiðla á árunum fyrir hrun. Á meðan starfaði hann í Seðlabankanum og hafði aðgang að ýmsum trúnaðarupplýsingum þar innanhúss. Er upp komst um málið sumarið 2013 var Hallgrími sagt upp störfum. Höfðaði hann mál á hendur Seðlabankanum vegna uppsagnarinnar. Starfsmenn bankans báru fyrir dómi að hann hefði gróflega brotið trúnað, lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Dómurinn féllst á það með Seðlabankanum að framangreind gjaldeyrisviðskipti og fyrirsvar áfrýjanda fyrir félagið hafi verið nýjar upplýsingar, sem honum hafi ekki mátt vera að fullu kunnar á árinu 2012, og að þessi atriði hafi falið í sér brot áfrýjanda á starfsskyldum hans. Taldi dómurinn að í háttalaginu fælist lögbrot en veittu bankanum ekki heimild til að segja honum upp störfum án undangenginnar áminningar. Var því fallist á það með áfrýjanda að uppsögnin hefði verið ólögmæt. Hallgrímur fór fram á tæpar tuttugu milljónir króna í bætur en dómurinn taldi þá upphæð of háa enda sætti starfsöryggi starfsmanna bankans takmörkunum líkt og annarra starfsmanna ríkisins. Þá hafði hann brotið af sér í starfinu. Voru bætur því dæmdar að álitum, þrjár milljónir króna. Einn dómari málsins, Ólafur Börkur Þorvaldsson, skilaði sératkvæði í málinu og taldi að háttsemi starfsmannsins hefði verið slík að rétt hefði verið að segja honum upp án þess að veita honum áminningu á undan. Taldi hann að sýkna ætti ríkið af kröfu mannsins.
Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Skora á RÚV að beita sér fyrir því að Ísrael verði vikið úr keppni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Fleiri fréttir Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Skora á RÚV að beita sér fyrir því að Ísrael verði vikið úr keppni „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Sjá meira