Minnast Farkhunda í Ráðhúsi Reykjavíkur Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. mars 2015 22:26 Frá minningarathöfn um Farkhunda í Kabúl í gær. Vísir/Getty Minningarstund verður í Ráðhúsi Reykjavíkur klukkan 16 á morgun, sunnudaginn 29. mars, til að minnast Farkhunda, 27 ára gamals kennaranema, sem var myrt af stórum hópi manna í Kabúl þann 19. mars síðastliðinn. Aðstandendur minningarathafnarinnar hvetja gesti til að taka með sér útprentaðar myndir af Farkhunda en í fréttatilkynningu um minningarstundina segir:Morðið á Farkhundu er rekið til þess að múlla nokkur laug því upp á hana að hún hafi brennt Kóraninn. Múllann laug þessu vegna þess að Farkhunda, sem nam trúarleg fræði í íslömskum skóla, hafði ásakað hann um að brjóta lög íslam með því að selja lítil bréfsnifsi með trúarlegum textum ("tawiz") undir þeim formerkjum að textarnir væru kraftmiklir galdraseiðir. Hópur manna safnaðist í kringum Farkhundu við hróp múllans og barði hana til dauða með spýtum og steinum, drógu síðan lík hennar að árbakka, brenndu það og hentu síðar í Kabúl-ána.Morðið á Farkhundu hefur vakið sterk viðbrögð í Afganistan og um allan heim. Í Kabúl brugðu konur á það ráð að bera kistu Farkhundu til grafar og neita karlmönnum um að snerta hana þvert á hefðir Afgana sem leyfa konum að jafnaði ekki að taka þátt í jarðarförum. Á þriðjudaginn var gengu þúsundir saman í Kabúl til þess að krefjast réttlætis fyrir Farkhundu. Minningarathafnir og kröfugöngur hafa einnig verið farnar víðs vegar annars staðar í heiminum undir yfirskriftinni Justice for Farkhunda.Notendur Facebook og Twitter hafa birt greinar og myndir og skipulagt viðburði henni til heiðurs undir kassamerkinu #JusticeForFarkhunda.Minningarathöfnin í Ráðhúsinu er liður í þessari alþjóðlegu hreyfingu. Þar mun Fatima Hussaini lesa ljóð til minningar Farkhundu og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir mun einnig segja nokkur orð. Undirskriftarlisti verður á staðnum sem gestir geta undirritað til þess að hvetja afgönsk stjórnvöld til þess að taka harðar á ofbeldi gegn konum í Afganistan og tryggja réttlæti fyrir Farkhundu. Einnig er ætlunin að fleyta kertum í minningu Farkhundu í lok athafnarinnar, skipuleggjendur munu koma með kerti en gestir mega gjarnan taka kerti með sér.Skipuleggjendur vilja hvetja sem flesta til þess að mæta á morgun til þess að minnast Farkhundu og taka skýra afstöðu gegn ofbeldi gegn konum. Þá er fólki bent á Facebook-síðu viðburðarins sem má nálgast hér. Tengdar fréttir Afganskar konur á Íslandi efna til friðarstundar Hópur afganskra kvenna á Íslandi efna til friðarstundar í dag til stuðnings Farkhunda, afganskri konu sem í síðustu viku var ranglega sökuð um að hafa brennt Kóraninn og í kjölfarið myrt á hrottafenginn hátt. 24. mars 2015 13:50 Fordæmdu glæpaverk í Afganistan Afganskar konur á Íslandi efndu til friðarstundar í gær vegna morðsins á Farkhunda. 25. mars 2015 07:30 Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Sjá meira
Minningarstund verður í Ráðhúsi Reykjavíkur klukkan 16 á morgun, sunnudaginn 29. mars, til að minnast Farkhunda, 27 ára gamals kennaranema, sem var myrt af stórum hópi manna í Kabúl þann 19. mars síðastliðinn. Aðstandendur minningarathafnarinnar hvetja gesti til að taka með sér útprentaðar myndir af Farkhunda en í fréttatilkynningu um minningarstundina segir:Morðið á Farkhundu er rekið til þess að múlla nokkur laug því upp á hana að hún hafi brennt Kóraninn. Múllann laug þessu vegna þess að Farkhunda, sem nam trúarleg fræði í íslömskum skóla, hafði ásakað hann um að brjóta lög íslam með því að selja lítil bréfsnifsi með trúarlegum textum ("tawiz") undir þeim formerkjum að textarnir væru kraftmiklir galdraseiðir. Hópur manna safnaðist í kringum Farkhundu við hróp múllans og barði hana til dauða með spýtum og steinum, drógu síðan lík hennar að árbakka, brenndu það og hentu síðar í Kabúl-ána.Morðið á Farkhundu hefur vakið sterk viðbrögð í Afganistan og um allan heim. Í Kabúl brugðu konur á það ráð að bera kistu Farkhundu til grafar og neita karlmönnum um að snerta hana þvert á hefðir Afgana sem leyfa konum að jafnaði ekki að taka þátt í jarðarförum. Á þriðjudaginn var gengu þúsundir saman í Kabúl til þess að krefjast réttlætis fyrir Farkhundu. Minningarathafnir og kröfugöngur hafa einnig verið farnar víðs vegar annars staðar í heiminum undir yfirskriftinni Justice for Farkhunda.Notendur Facebook og Twitter hafa birt greinar og myndir og skipulagt viðburði henni til heiðurs undir kassamerkinu #JusticeForFarkhunda.Minningarathöfnin í Ráðhúsinu er liður í þessari alþjóðlegu hreyfingu. Þar mun Fatima Hussaini lesa ljóð til minningar Farkhundu og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir mun einnig segja nokkur orð. Undirskriftarlisti verður á staðnum sem gestir geta undirritað til þess að hvetja afgönsk stjórnvöld til þess að taka harðar á ofbeldi gegn konum í Afganistan og tryggja réttlæti fyrir Farkhundu. Einnig er ætlunin að fleyta kertum í minningu Farkhundu í lok athafnarinnar, skipuleggjendur munu koma með kerti en gestir mega gjarnan taka kerti með sér.Skipuleggjendur vilja hvetja sem flesta til þess að mæta á morgun til þess að minnast Farkhundu og taka skýra afstöðu gegn ofbeldi gegn konum. Þá er fólki bent á Facebook-síðu viðburðarins sem má nálgast hér.
Tengdar fréttir Afganskar konur á Íslandi efna til friðarstundar Hópur afganskra kvenna á Íslandi efna til friðarstundar í dag til stuðnings Farkhunda, afganskri konu sem í síðustu viku var ranglega sökuð um að hafa brennt Kóraninn og í kjölfarið myrt á hrottafenginn hátt. 24. mars 2015 13:50 Fordæmdu glæpaverk í Afganistan Afganskar konur á Íslandi efndu til friðarstundar í gær vegna morðsins á Farkhunda. 25. mars 2015 07:30 Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Sjá meira
Afganskar konur á Íslandi efna til friðarstundar Hópur afganskra kvenna á Íslandi efna til friðarstundar í dag til stuðnings Farkhunda, afganskri konu sem í síðustu viku var ranglega sökuð um að hafa brennt Kóraninn og í kjölfarið myrt á hrottafenginn hátt. 24. mars 2015 13:50
Fordæmdu glæpaverk í Afganistan Afganskar konur á Íslandi efndu til friðarstundar í gær vegna morðsins á Farkhunda. 25. mars 2015 07:30