Spánverjar styttu jólafríið til að gefa landsliðinu meiri tíma fyrir EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. desember 2015 22:30 Lionel Messi og sonur hans fengu ekki langt jólafrí saman að þessu sinni. Vísir/Getty Það er óvenjustutt jólafrí í spænska fótboltanum að þessu sinni en Englendingar spila bara einum leik fleira en Spánverjar yfir hátíðirnar. Spánverjar spiluðu ekki á öðrum degi jóla eins og Englendingar en spila bæði í þessari viku sem og um næstu helgi eins og enska úrvalsdeildin gerir líka. Margir erlendir knattspyrnustjórar hafa kallað eftir jólafríi í ensku deildinni nú síðast Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool. Það kemur því flatt upp á suma að sjá Spánverja auka leikjaálagið yfir jól og áramót. Spænska deildin er vanalega í fríi frá síðasta sunnudegi fyrir jól til Þrettándans, 6. janúar. Nú er hinsvegar spilað 29. og 30. desember sem og 2. og 3. janúar. Aðalástæðan fyrir þessari breytingu í ár er Evrópumótið í Frakklandi en einnig þátttaka Barcelona í heimsmeistarakeppni félagsliða. Barcelona lék þar tvo leiki skömmu fyrir jól og tryggði sér fimmta titilinn á árinu 2015. Lokaumferðin átti fyrst að vera 22. maí en EM hefst 10. júní. Vicente del Bosque, landsliðsþjálfari Spánverja, fékk það í gegn að færa lokaumferðina fram til 15. maí. Við því var orðið en þetta er ekki varanleg breyting. Spánverjar eru í riðli með Tékkum, Tyrkjum og Króötum á EM í Frakklandi og spila fyrsta leikinn á móti Tékkum í Toulouse 13. júní. Stöð 2 Sport sýnir tvo leiki á miðvikudaginn, Real Madrid og Real Sociedad mætast fyrst klukkan 15.00 og klukkan 19.30 mætast síðan Barcelona og Real Betis. Spænski boltinn Mest lesið Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Það er óvenjustutt jólafrí í spænska fótboltanum að þessu sinni en Englendingar spila bara einum leik fleira en Spánverjar yfir hátíðirnar. Spánverjar spiluðu ekki á öðrum degi jóla eins og Englendingar en spila bæði í þessari viku sem og um næstu helgi eins og enska úrvalsdeildin gerir líka. Margir erlendir knattspyrnustjórar hafa kallað eftir jólafríi í ensku deildinni nú síðast Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool. Það kemur því flatt upp á suma að sjá Spánverja auka leikjaálagið yfir jól og áramót. Spænska deildin er vanalega í fríi frá síðasta sunnudegi fyrir jól til Þrettándans, 6. janúar. Nú er hinsvegar spilað 29. og 30. desember sem og 2. og 3. janúar. Aðalástæðan fyrir þessari breytingu í ár er Evrópumótið í Frakklandi en einnig þátttaka Barcelona í heimsmeistarakeppni félagsliða. Barcelona lék þar tvo leiki skömmu fyrir jól og tryggði sér fimmta titilinn á árinu 2015. Lokaumferðin átti fyrst að vera 22. maí en EM hefst 10. júní. Vicente del Bosque, landsliðsþjálfari Spánverja, fékk það í gegn að færa lokaumferðina fram til 15. maí. Við því var orðið en þetta er ekki varanleg breyting. Spánverjar eru í riðli með Tékkum, Tyrkjum og Króötum á EM í Frakklandi og spila fyrsta leikinn á móti Tékkum í Toulouse 13. júní. Stöð 2 Sport sýnir tvo leiki á miðvikudaginn, Real Madrid og Real Sociedad mætast fyrst klukkan 15.00 og klukkan 19.30 mætast síðan Barcelona og Real Betis.
Spænski boltinn Mest lesið Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira