Tæknilegt vandamál eða eigum við að gera betur sjálf? Íris Þórarinsdóttir skrifar 27. nóvember 2015 07:00 Fyrir nokkrum dögum þurfti að stöðva dælustöðvar fráveitunnar við Faxaskjól og Skeljanes af því að dælurnar voru fullar af rusli. Blautklútum, dömubindum, bleium, tíðatöppum, fatnaði og jafnvel gæludýrum er sturtað niður um klósett borgarbúa. „Skítur í Skerjafirði“ rataði í fréttirnar. Fráveitukerfið er ekki hugsað til þess að taka á móti svona sendingum. Við höfum sorphirðu til þess. Vandamálin sem það skapar að nota klósettið eins og ruslafötu eru óþörf og snúa ekki bara að auknu sliti í dælum og kostnaði við að endurnýja þær örar. Í hvert skipti sem þarf að taka upp dælur í hreinsistöðvum fráveitunnar minnka afköstin þannig að stöðvarnar geta farið á yfirfall, sem kallað er. Þá rennur skólpið óhreinsað frá þeim í sjó fram við stöðvarnar sjálfar í stað þess að enda í hreinsistöð og fara þaðan hreinsað út í sjó. Af þessu hlýst auðvitað mengun strandsjávar og jafnvel strandarinnar sjálfrar, sem við þurfum ekki að valda ef við göngum betur um fráveitukerfin okkar. Lagnakerfi geta líka stíflast af rusli og höfum við heyrt af leikskólum þar sem heimæðar hafa stíflast af blautþurrkum og íbúðarhúsum þar sem dömubindi hafa stíflað lagnir þannig að rennsli frá húsum stoppast og flæðir jafnvel upp á yfirborð. Fita getur einnig valdið tregðu í lögnum. Í dælu- og hreinsistöðvum fráveitunnar fellur til talsvert af sorpi sem íbúar hafa sturtað niður í klósettin eða látið renna ofan í vaska og niðurföll. Þessu sorpi þarf að farga með talsverðum tilkostnaði. Það er ólíkt hagkvæmara að nota sorphirðuna beint í stað þess að nota skólprör bæjarins eins og sorprennu. Sameiginlega og hvert í sínu lagi erum við þessi misserin að stíga mörg framfaraskref í umhverfismálum. Við hjólum meira, notum strætó meira og flokkum sorpið okkar betur. Við getum gert talsvert betur í umgengni okkar við klósettin heima hjá okkur. Klósettið er ekki ruslafata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 02.11.24 Halldór Baldursson Halldór Hvenær nær Bitcoin $1,000,000? Víkingur Hauksson Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun „Hækkar bara og hækkar“ Hjalti Þórisson Skoðun Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Kveðja, nýútskrifaði kennarinn Hugrún Stefánsdóttir Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Að græða 33.400 fótboltavelli Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvenær nær Bitcoin $1,000,000? Víkingur Hauksson skrifar Skoðun „Hækkar bara og hækkar“ Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Kveðja, nýútskrifaði kennarinn Hugrún Stefánsdóttir skrifar Skoðun Veljum stöðugleika og fyrirsjáanleika Ester Straumberg Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ábending um dagskrárefni til RUV ohf. Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Á að skipta máli hverra manna þú ert? Logi Einarsson skrifar Skoðun Hvers virði er líf kvenna? Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að mæta ástandinu Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera svín 2024 Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Þriðji orkupakkinn: Almannahagsmunir á krossgötum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir í húsnæðismálum strax! Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun xD frelsi til að halda ungu fólki niðri Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Afstöðuleysi Íslands óþolandi – Stöndum með vistkerfum sjávar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar Skoðun Gleðilega töfrandi kosningabaráttu Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Samfylkingin óspjallaða Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Árás á fátækasta fólkið í borginni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Fjármögnum háskólana til jafns við hin Norðurlöndin Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Mennska eða harka í málefnum hælisleitenda Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun „Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Börnin okkar á biðlistunum Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Leiðtogar í grænum umskiptum Nótt Thorberg skrifar Skoðun „Samningana í gildi“ Pjetur St. Arason skrifar Sjá meira
Fyrir nokkrum dögum þurfti að stöðva dælustöðvar fráveitunnar við Faxaskjól og Skeljanes af því að dælurnar voru fullar af rusli. Blautklútum, dömubindum, bleium, tíðatöppum, fatnaði og jafnvel gæludýrum er sturtað niður um klósett borgarbúa. „Skítur í Skerjafirði“ rataði í fréttirnar. Fráveitukerfið er ekki hugsað til þess að taka á móti svona sendingum. Við höfum sorphirðu til þess. Vandamálin sem það skapar að nota klósettið eins og ruslafötu eru óþörf og snúa ekki bara að auknu sliti í dælum og kostnaði við að endurnýja þær örar. Í hvert skipti sem þarf að taka upp dælur í hreinsistöðvum fráveitunnar minnka afköstin þannig að stöðvarnar geta farið á yfirfall, sem kallað er. Þá rennur skólpið óhreinsað frá þeim í sjó fram við stöðvarnar sjálfar í stað þess að enda í hreinsistöð og fara þaðan hreinsað út í sjó. Af þessu hlýst auðvitað mengun strandsjávar og jafnvel strandarinnar sjálfrar, sem við þurfum ekki að valda ef við göngum betur um fráveitukerfin okkar. Lagnakerfi geta líka stíflast af rusli og höfum við heyrt af leikskólum þar sem heimæðar hafa stíflast af blautþurrkum og íbúðarhúsum þar sem dömubindi hafa stíflað lagnir þannig að rennsli frá húsum stoppast og flæðir jafnvel upp á yfirborð. Fita getur einnig valdið tregðu í lögnum. Í dælu- og hreinsistöðvum fráveitunnar fellur til talsvert af sorpi sem íbúar hafa sturtað niður í klósettin eða látið renna ofan í vaska og niðurföll. Þessu sorpi þarf að farga með talsverðum tilkostnaði. Það er ólíkt hagkvæmara að nota sorphirðuna beint í stað þess að nota skólprör bæjarins eins og sorprennu. Sameiginlega og hvert í sínu lagi erum við þessi misserin að stíga mörg framfaraskref í umhverfismálum. Við hjólum meira, notum strætó meira og flokkum sorpið okkar betur. Við getum gert talsvert betur í umgengni okkar við klósettin heima hjá okkur. Klósettið er ekki ruslafata.
Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar
Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar