Hefndin Gunnlaugur Stefánsson skrifar 27. nóvember 2015 07:00 Ég hef ferðast um Víetnam, Kambódíu og Laos og dáist að æðruleysi fólksins og gestrisni. Verðskulda ég það? Þessar þjóðir sem reynt hafa meiri hörmungar af hryðjuverkum vestrænna landa en hægt er að lýsa með orðum. Fjöldamorðin á saklausu fólki í My Lai í Víetnam 16. mars 1968 eru greypt í vitund til vitnis um það. Að baki hryðjuverkum í Indókína stóð okkar heimshluti; ríki sem í tímans rás hafa beitt drottnunarvaldi víða um veröld og eru ekki ókunnug heilögu stríði. Hvað hafa mörg börn látið lífið vegna hryðjuverkaárása vestrænna ríkja í Afganistan, Írak, Sýrlandi, Líbíu og víðar? Gætu ástvinir barnanna átt harma að hefna, beitt hefndinni í viðbrögðum sínum og látið bitna á saklausu fólki mitt á meðal okkar, vestrænna þjóða? Hvað leyfist vestrænu ógnarvaldi að ganga langt í hryðjuverkum í fjarlægum löndum í nafni hefndar eða ásælni, án þess að bitni á okkar eigin lífsháttum, öryggi, frelsi og lífi? Er lífið dýrmætara á Íslandi en í Sýrlandi? Í Suður-Afríku sameinaðist svarti meirihlutinn um að láta hefndina ekki ráða för í uppgjörinu við hvíta minnihlutann eftir viðvarandi hryðjuverk og kúgun árum saman. Mótuð var vegferð sátta og friðar. Margir höfðu misst ástvini sína, liðið kvalir, þolað pyntingar og ofsóknir; og töldu sig eiga harma að hefna og fannst óyfirstíganlegt að umbera eða fyrirgefa kúgurum sínum. En framtíð þjóðar stóð og féll með því að sættir tækjust. Sú vegferð var farin, máttugt ákall um frið í samskiptum fólks og ríkja. Í Víetnam sameinaðist heimafólk um vegferð sátta og friðar eftir að Frakkar höfðu verið hraktir frá nýlendu sinni, og Bandaríkin í kjölfarið reynt sína mestu niðurlægingu eftir hryðjuverkaárásir á örsnautt fólk árum saman. Þar hafði öllum tiltækum mannafla verið beitt með háþróuðum vopnum, og efnavopnin ekki undanskilin. Talið er a.m.k. hundrað þúsund börn hafi látið lífið í þeim hryðjuverkum. Með friði eftir að innrásarherinn var á braut sameinaðist heimafólkið um að horfa fram á veg og syrgja látna ástvini úr hamförunum með því að elska lífið, minnast og byggja upp. Þess njótum við svo innilega og finnum á ferðum okkar um þessi lönd. Enn berast stórveldin á banaspjótum um heimsbyggðina, þar sem saklaust fólk deyr eða særist, leggur á flótta frá heimkynnum sínum, líður þjáningar og kvöl, og skiptir þúsundum á hverjum einasta degi. En ekki við sem eigum frelsið og mannréttindin, auðinn og valdið. Hjá okkur gilda önnur lögmál. Lífið er heilagt og allt sem því tilheyrir og við viljum verja það af mætti. Er þá allt leyfilegt, ef það bitnar á öðrum en okkur sjálfum? Er saklaust líf í Írak eða Sýrlandi þá léttvægt fundið, ef tilgangurinn helgar meðalið með hefndinni? Hefndin getur verið dýrkeypt. Og leysir engar deilur og græðir ekki sár. Það hefur reynslan kennt. Sæmdin og hatrið, sem hefndin nærir, virðist þó geta orðið allri skynsemi máttugri. En gæti það orðið að lyktum hin mesta ógn? Að hefndin reynist í einfeldni skálkaskjól? Það er næsta auðvelt að sýnast vitur í vellystingum sínum fjarri átakasvæðum. Þess fremur opnast augu með kynnum af fólki á vettvangi sem reynt hefur sárin af hryðjuverkum. Og mikið má læra og þroskast af þeirri reynslu, þegar upplýkst æðruleysið, þar sem kærleikurinn hefur sigrað hatrið. Í því sambandi eru mér ofarlega í huga orð aldraðrar konu, sem ég hitti í Víetnam. Hún missti eiginmann sinn og fimm börn í hryðjuverkum Bandaríkjanna í landi sínu: „Ég ákvað að reyna að elska í stað þess að hata. Það var erfitt, en bjargaði lífi mínu og ég get því borið minningu fjölskyldu minnar vitni.“ Margir leiðtogar heimsins mættu gjarnan setjast á skólabekk í þeim lífsins skóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 02.11.24 Halldór Baldursson Halldór Að græða 33.400 fótboltavelli Jóna Bjarnadóttir Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Hvenær nær Bitcoin $1,000,000? Víkingur Hauksson Skoðun „Hækkar bara og hækkar“ Hjalti Þórisson Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson Skoðun Kveðja, nýútskrifaði kennarinn Hugrún Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að græða 33.400 fótboltavelli Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvenær nær Bitcoin $1,000,000? Víkingur Hauksson skrifar Skoðun „Hækkar bara og hækkar“ Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Kveðja, nýútskrifaði kennarinn Hugrún Stefánsdóttir skrifar Skoðun Veljum stöðugleika og fyrirsjáanleika Ester Straumberg Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ábending um dagskrárefni til RUV ohf. Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Á að skipta máli hverra manna þú ert? Logi Einarsson skrifar Skoðun Hvers virði er líf kvenna? Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að mæta ástandinu Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera svín 2024 Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Þriðji orkupakkinn: Almannahagsmunir á krossgötum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir í húsnæðismálum strax! Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun xD frelsi til að halda ungu fólki niðri Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Afstöðuleysi Íslands óþolandi – Stöndum með vistkerfum sjávar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar Skoðun Gleðilega töfrandi kosningabaráttu Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Samfylkingin óspjallaða Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Árás á fátækasta fólkið í borginni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Fjármögnum háskólana til jafns við hin Norðurlöndin Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Mennska eða harka í málefnum hælisleitenda Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun „Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Börnin okkar á biðlistunum Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Leiðtogar í grænum umskiptum Nótt Thorberg skrifar Skoðun „Samningana í gildi“ Pjetur St. Arason skrifar Sjá meira
Ég hef ferðast um Víetnam, Kambódíu og Laos og dáist að æðruleysi fólksins og gestrisni. Verðskulda ég það? Þessar þjóðir sem reynt hafa meiri hörmungar af hryðjuverkum vestrænna landa en hægt er að lýsa með orðum. Fjöldamorðin á saklausu fólki í My Lai í Víetnam 16. mars 1968 eru greypt í vitund til vitnis um það. Að baki hryðjuverkum í Indókína stóð okkar heimshluti; ríki sem í tímans rás hafa beitt drottnunarvaldi víða um veröld og eru ekki ókunnug heilögu stríði. Hvað hafa mörg börn látið lífið vegna hryðjuverkaárása vestrænna ríkja í Afganistan, Írak, Sýrlandi, Líbíu og víðar? Gætu ástvinir barnanna átt harma að hefna, beitt hefndinni í viðbrögðum sínum og látið bitna á saklausu fólki mitt á meðal okkar, vestrænna þjóða? Hvað leyfist vestrænu ógnarvaldi að ganga langt í hryðjuverkum í fjarlægum löndum í nafni hefndar eða ásælni, án þess að bitni á okkar eigin lífsháttum, öryggi, frelsi og lífi? Er lífið dýrmætara á Íslandi en í Sýrlandi? Í Suður-Afríku sameinaðist svarti meirihlutinn um að láta hefndina ekki ráða för í uppgjörinu við hvíta minnihlutann eftir viðvarandi hryðjuverk og kúgun árum saman. Mótuð var vegferð sátta og friðar. Margir höfðu misst ástvini sína, liðið kvalir, þolað pyntingar og ofsóknir; og töldu sig eiga harma að hefna og fannst óyfirstíganlegt að umbera eða fyrirgefa kúgurum sínum. En framtíð þjóðar stóð og féll með því að sættir tækjust. Sú vegferð var farin, máttugt ákall um frið í samskiptum fólks og ríkja. Í Víetnam sameinaðist heimafólk um vegferð sátta og friðar eftir að Frakkar höfðu verið hraktir frá nýlendu sinni, og Bandaríkin í kjölfarið reynt sína mestu niðurlægingu eftir hryðjuverkaárásir á örsnautt fólk árum saman. Þar hafði öllum tiltækum mannafla verið beitt með háþróuðum vopnum, og efnavopnin ekki undanskilin. Talið er a.m.k. hundrað þúsund börn hafi látið lífið í þeim hryðjuverkum. Með friði eftir að innrásarherinn var á braut sameinaðist heimafólkið um að horfa fram á veg og syrgja látna ástvini úr hamförunum með því að elska lífið, minnast og byggja upp. Þess njótum við svo innilega og finnum á ferðum okkar um þessi lönd. Enn berast stórveldin á banaspjótum um heimsbyggðina, þar sem saklaust fólk deyr eða særist, leggur á flótta frá heimkynnum sínum, líður þjáningar og kvöl, og skiptir þúsundum á hverjum einasta degi. En ekki við sem eigum frelsið og mannréttindin, auðinn og valdið. Hjá okkur gilda önnur lögmál. Lífið er heilagt og allt sem því tilheyrir og við viljum verja það af mætti. Er þá allt leyfilegt, ef það bitnar á öðrum en okkur sjálfum? Er saklaust líf í Írak eða Sýrlandi þá léttvægt fundið, ef tilgangurinn helgar meðalið með hefndinni? Hefndin getur verið dýrkeypt. Og leysir engar deilur og græðir ekki sár. Það hefur reynslan kennt. Sæmdin og hatrið, sem hefndin nærir, virðist þó geta orðið allri skynsemi máttugri. En gæti það orðið að lyktum hin mesta ógn? Að hefndin reynist í einfeldni skálkaskjól? Það er næsta auðvelt að sýnast vitur í vellystingum sínum fjarri átakasvæðum. Þess fremur opnast augu með kynnum af fólki á vettvangi sem reynt hefur sárin af hryðjuverkum. Og mikið má læra og þroskast af þeirri reynslu, þegar upplýkst æðruleysið, þar sem kærleikurinn hefur sigrað hatrið. Í því sambandi eru mér ofarlega í huga orð aldraðrar konu, sem ég hitti í Víetnam. Hún missti eiginmann sinn og fimm börn í hryðjuverkum Bandaríkjanna í landi sínu: „Ég ákvað að reyna að elska í stað þess að hata. Það var erfitt, en bjargaði lífi mínu og ég get því borið minningu fjölskyldu minnar vitni.“ Margir leiðtogar heimsins mættu gjarnan setjast á skólabekk í þeim lífsins skóla.
Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar
Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar