Gleðst yfir vilja þjóðarinnar til að hjálpa flóttamönnum Nadine Guðrún Yaghi skrifar 1. september 2015 07:00 Bryndís Björgvinsdóttir „Maður getur ekki gert neitt nema gleðjast yfir því að yfir tíu þúsund Íslendingar hafa boðið fram aðstoð sína á Facebook,“ segir Eygló Harðardóttir velferðarráðherra um viðbrögð Íslendinga við flóttamannavandanum. Fréttir af flóttamönnunum frá Sýrlandi hafa undanfarið snert hjörtu margra, ekki síst hræðilegar myndirnar sem hafa birst af látnum börnum og fullorðnum á flótta undan stríðsátökum. Yfir tíu þúsund Íslendingar hafa tekið sig saman og boðið fram aðstoð sína til flóttamanna frá Sýrlandi undir yfirskriftinni „Kæra Eygló Harðar – Sýrland kallar“ á Facebook.Eygló Harðardóttir„Ég man bara ekki eftir öðru eins. Ég get ekki sagt að ég hafi búist við þessu en þetta kemur mér þó ekki á óvart því undanfarið hafa margir fundið fyrir miklum vanmætti,“ segir Bryndís Björgvinsdóttir, stofnandi umræddrar Facebook-síðu. „Við höfum beðið alltof lengi eftir að heyra frá stjórnvöldum og sveitarfélögum og ekki fengið nein svör um það hve margir megi koma hingað, hvenær og hvernig. Nú er fólk búið að fá nóg og vill gera eitthvað.“ Eygló segir umræður síðustu daga hafa haft áhrif, ekki síst umrædda Facebook-síðu. „Engin spurning, þetta hefur haft áhrif.“ Eygló átti fund með Rauða krossinum og formanni flóttamannanefndar í gær þar sem farið var yfir málin. „Umsóknir um að starfa sem sjálfboðaliðar hafa streymt inn hjá Rauða krossinum og ég hef fengið fjölda tilboða frá fólki sem vill hjálpa á Facebook-síðunni, í skilaboðum beint til mín og svo hafa símtöl og tölvupóstar borist ráðuneytinu,“ segir Eygló og bætir við að á fundinum hafi verið farið vel yfir stöðu mála. 746 nýjir sjálfboðaliðar höfðu skráð sig hjá Rauða Kross Íslands í gærkvöld „Við fórum yfir það hvað nákvæmlega væri hægt að gera, bæði hér heima og svo hvað væri hægt að gera til þess að hjálpa erlendis. Við erum nú þegar búin að hafa samband við flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna en það tekur ákveðinn tíma fyrir stofnunina að bregðast við og undirbúa flutning fólks til landsins.“ Eygló segir að eitt fyrsta verkefnið verði að hafa samband við sveitarfélög landsins og kanna hvað þau eru tilbúin að gera. „Eina sveitarfélagið sem hefur sent okkur formlegt erindi er Akureyrarbær. Næsta skref er því að hafa samband við öll hin sveitarfélögin.“ Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
„Maður getur ekki gert neitt nema gleðjast yfir því að yfir tíu þúsund Íslendingar hafa boðið fram aðstoð sína á Facebook,“ segir Eygló Harðardóttir velferðarráðherra um viðbrögð Íslendinga við flóttamannavandanum. Fréttir af flóttamönnunum frá Sýrlandi hafa undanfarið snert hjörtu margra, ekki síst hræðilegar myndirnar sem hafa birst af látnum börnum og fullorðnum á flótta undan stríðsátökum. Yfir tíu þúsund Íslendingar hafa tekið sig saman og boðið fram aðstoð sína til flóttamanna frá Sýrlandi undir yfirskriftinni „Kæra Eygló Harðar – Sýrland kallar“ á Facebook.Eygló Harðardóttir„Ég man bara ekki eftir öðru eins. Ég get ekki sagt að ég hafi búist við þessu en þetta kemur mér þó ekki á óvart því undanfarið hafa margir fundið fyrir miklum vanmætti,“ segir Bryndís Björgvinsdóttir, stofnandi umræddrar Facebook-síðu. „Við höfum beðið alltof lengi eftir að heyra frá stjórnvöldum og sveitarfélögum og ekki fengið nein svör um það hve margir megi koma hingað, hvenær og hvernig. Nú er fólk búið að fá nóg og vill gera eitthvað.“ Eygló segir umræður síðustu daga hafa haft áhrif, ekki síst umrædda Facebook-síðu. „Engin spurning, þetta hefur haft áhrif.“ Eygló átti fund með Rauða krossinum og formanni flóttamannanefndar í gær þar sem farið var yfir málin. „Umsóknir um að starfa sem sjálfboðaliðar hafa streymt inn hjá Rauða krossinum og ég hef fengið fjölda tilboða frá fólki sem vill hjálpa á Facebook-síðunni, í skilaboðum beint til mín og svo hafa símtöl og tölvupóstar borist ráðuneytinu,“ segir Eygló og bætir við að á fundinum hafi verið farið vel yfir stöðu mála. 746 nýjir sjálfboðaliðar höfðu skráð sig hjá Rauða Kross Íslands í gærkvöld „Við fórum yfir það hvað nákvæmlega væri hægt að gera, bæði hér heima og svo hvað væri hægt að gera til þess að hjálpa erlendis. Við erum nú þegar búin að hafa samband við flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna en það tekur ákveðinn tíma fyrir stofnunina að bregðast við og undirbúa flutning fólks til landsins.“ Eygló segir að eitt fyrsta verkefnið verði að hafa samband við sveitarfélög landsins og kanna hvað þau eru tilbúin að gera. „Eina sveitarfélagið sem hefur sent okkur formlegt erindi er Akureyrarbær. Næsta skref er því að hafa samband við öll hin sveitarfélögin.“
Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira