"Útivistarreglur“ barna og unglinga á netinu Bergþóra Þórhallsdóttir skrifar 7. febrúar 2015 07:00 Umræðan um örugga tölvu- og netnotkun barna og unglinga snýst gjarnan um hvað beri að varast. Einnig er rætt um hvernig sótt er að börnum og unglingum sem netnotendum bæði af markaðsaðilum og aðilum sem hafa þar misjafnan ásetning. Umræða og fræðsla hér að lútandi er af hinu góða og vekur foreldra og þá sem umgangast börn og unglinga til umhugsunar. Fólk lýsir gjarnan yfir áhyggjum af þróuninni og veltir fyrir sér hvert við stefnum. Sannleikurinn er sá að tæknin er ekkert að fara og netið er ekki bóla. Tæknin er komin til að vera og er hluti af samfélaginu sem við lifum í. Mikilvægt er að heimili þar sem börn og unglingar eru notendur netsins kynni sér og nýti lausnir sem eru í boði hjá símafyrirtækjum og netþjónustuaðilum sem veita jafnframt upplýsingar um netöryggi á heimilum. Það eitt og sér dugar þó ekki til, því foreldrar þurfa sífellt að fylgjast með notkuninni og gera ráðstafanir ef þörf krefur.Viðmið um hæfilega notkun Tölvur sem tengjast alnetinu gera börnum og unglingum kleift að „ferðast um allan heiminn“, kynnast ólíku fólki, skoða mismunandi staði og eiga samskipti við fólk í ólíkum aðstæðum. Mikilvægt er því að setja viðmið um tölvunotkun eftir aldri barna og ekki síst á hvaða tíma notkunin fer fram. Það væri eftirsóknarvert að foreldrasamfélagið á hverjum stað kæmi sér saman um hæfileg grunnviðmið sem hægt væri að styðjast við í uppeldinu. Aðalatriðið er að einhver eigi frumkvæðið að því að viðmiðin verði sett og að þau fái lýðræðislega umfjöllun í undirbúningsvinnunni. Foreldrasáttmálar samtakanna Heimili og skóli eru dæmi um frumkvæði sem hægt er að nýta sem grunn að samræðunni. Gott er að rifja upp góðan árangur og samstöðu sem náðist með reglum um útivist barna og unglinga á almannafæri sem var á sínum tíma fylgt eftir með foreldrarölti og umræðu í foreldrasamfélaginu. Í dag hefur samræða foreldra færst í auknum mæli yfir á samfélagsmiðlana sem lýsir vel samfélaginu eins og það er í dag. Samtakamáttur um að virða útivistarreglur barna og unglinga á almannafæri bar ríkulegan árangur á sínum tíma og það velkist enginn í vafa um forvarnargildi þeirra. Það er því ekki úr vegi að byggja á reynslunni og hefja „foreldrarölt“ á þeim vettvangi sem börn fara sem mest um í dag. Það er hægt að gera með því að koma sér saman um viðmið sem mótuð eru á lýðræðislegan hátt og að sjónarmið allra þeirra sem málið varðar fái að koma fram. Rafrænt foreldrarölt og ábendingahnappar á vefsíðum eru dæmi um leiðir til að veita aðhald og eftirfylgni. Þessi skrif eru hvatning til foreldrasamfélagsins um að taka höndum saman og móta sáttmála og viðmið um notkunina, foreldrasamfélaginu, börnum og unglingum til heilla. Nokkur dæmi um hvað er hægt að gera strax með örugga tölvu og netnotkun barna og unglinga í huga. -Virða aldurstakmarkanir á tölvutengdu efni. -Setja skýr viðmið um tíma og fara eftir þeim. -Setja skýr sameiginleg viðmið með foreldrum þeirra barna sem barnið umgengst mest. -Sýna því sem barnið/unglingurinn er að fást við í tölvunni raunverulegan áhuga og ræða saman um það. -Sinna eftirliti – „Foreldrarölti“ á netinu/í tölvunni. -Styðja við og ræða um uppbyggilega tölvunotkun s.s. í námi og við forritun. -Taka þátt í fræðslu, kynningum og málstofum um málefnið. -Læra á tæknina með barninu. Þann 10. febrúar er alþjóða netöryggisdagurinn sem minnir okkur á mikilvægi málefnisins. Efni með fræðslu fyrir foreldra, nemendur og starfsfólk skóla um örugga netnotkun má finna á www.saft.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar Skoðun HSU réttir upp hönd í aðdraganda Alþingiskosninga Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Skoðun Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir skrifar Skoðun Fimm forgangsatriði í málefnum fatlaðs fólks Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Sjá meira
Umræðan um örugga tölvu- og netnotkun barna og unglinga snýst gjarnan um hvað beri að varast. Einnig er rætt um hvernig sótt er að börnum og unglingum sem netnotendum bæði af markaðsaðilum og aðilum sem hafa þar misjafnan ásetning. Umræða og fræðsla hér að lútandi er af hinu góða og vekur foreldra og þá sem umgangast börn og unglinga til umhugsunar. Fólk lýsir gjarnan yfir áhyggjum af þróuninni og veltir fyrir sér hvert við stefnum. Sannleikurinn er sá að tæknin er ekkert að fara og netið er ekki bóla. Tæknin er komin til að vera og er hluti af samfélaginu sem við lifum í. Mikilvægt er að heimili þar sem börn og unglingar eru notendur netsins kynni sér og nýti lausnir sem eru í boði hjá símafyrirtækjum og netþjónustuaðilum sem veita jafnframt upplýsingar um netöryggi á heimilum. Það eitt og sér dugar þó ekki til, því foreldrar þurfa sífellt að fylgjast með notkuninni og gera ráðstafanir ef þörf krefur.Viðmið um hæfilega notkun Tölvur sem tengjast alnetinu gera börnum og unglingum kleift að „ferðast um allan heiminn“, kynnast ólíku fólki, skoða mismunandi staði og eiga samskipti við fólk í ólíkum aðstæðum. Mikilvægt er því að setja viðmið um tölvunotkun eftir aldri barna og ekki síst á hvaða tíma notkunin fer fram. Það væri eftirsóknarvert að foreldrasamfélagið á hverjum stað kæmi sér saman um hæfileg grunnviðmið sem hægt væri að styðjast við í uppeldinu. Aðalatriðið er að einhver eigi frumkvæðið að því að viðmiðin verði sett og að þau fái lýðræðislega umfjöllun í undirbúningsvinnunni. Foreldrasáttmálar samtakanna Heimili og skóli eru dæmi um frumkvæði sem hægt er að nýta sem grunn að samræðunni. Gott er að rifja upp góðan árangur og samstöðu sem náðist með reglum um útivist barna og unglinga á almannafæri sem var á sínum tíma fylgt eftir með foreldrarölti og umræðu í foreldrasamfélaginu. Í dag hefur samræða foreldra færst í auknum mæli yfir á samfélagsmiðlana sem lýsir vel samfélaginu eins og það er í dag. Samtakamáttur um að virða útivistarreglur barna og unglinga á almannafæri bar ríkulegan árangur á sínum tíma og það velkist enginn í vafa um forvarnargildi þeirra. Það er því ekki úr vegi að byggja á reynslunni og hefja „foreldrarölt“ á þeim vettvangi sem börn fara sem mest um í dag. Það er hægt að gera með því að koma sér saman um viðmið sem mótuð eru á lýðræðislegan hátt og að sjónarmið allra þeirra sem málið varðar fái að koma fram. Rafrænt foreldrarölt og ábendingahnappar á vefsíðum eru dæmi um leiðir til að veita aðhald og eftirfylgni. Þessi skrif eru hvatning til foreldrasamfélagsins um að taka höndum saman og móta sáttmála og viðmið um notkunina, foreldrasamfélaginu, börnum og unglingum til heilla. Nokkur dæmi um hvað er hægt að gera strax með örugga tölvu og netnotkun barna og unglinga í huga. -Virða aldurstakmarkanir á tölvutengdu efni. -Setja skýr viðmið um tíma og fara eftir þeim. -Setja skýr sameiginleg viðmið með foreldrum þeirra barna sem barnið umgengst mest. -Sýna því sem barnið/unglingurinn er að fást við í tölvunni raunverulegan áhuga og ræða saman um það. -Sinna eftirliti – „Foreldrarölti“ á netinu/í tölvunni. -Styðja við og ræða um uppbyggilega tölvunotkun s.s. í námi og við forritun. -Taka þátt í fræðslu, kynningum og málstofum um málefnið. -Læra á tæknina með barninu. Þann 10. febrúar er alþjóða netöryggisdagurinn sem minnir okkur á mikilvægi málefnisins. Efni með fræðslu fyrir foreldra, nemendur og starfsfólk skóla um örugga netnotkun má finna á www.saft.is.
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun