Enski boltinn

Sjáið Smalling skora fyrir United sekúndum eftir að hann kom inná | Myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Chris Smalling fagnar marki sínu.
Chris Smalling fagnar marki sínu. Vísir/Getty
Chris Smalling kom Manchester United í 1-0 á móti Burnley í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld og varð um einn sá varamaður sem hefur verið fljótastur að skora mark.

Smalling kom inn á fyrir meiddan Phil Jones og það fyrsta sem hann gerði var að skalla boltann í marki Burnley manna.

Það er ekki nóg með að þarna var varamaður að skora strax á sjöttu mínútu leiksins þá skoraði hann markið aðeins nokkrum sekúndum eftir að hann kom inná völlinn.

Markið hans kom eftir hornspyrnu sem Burnley-mönnum mistókst að koma frá og skalli Chris Smalling sveif í fjærhornið við mikinn fögnuð stuðningsmanna United.

Það má sjá þetta sögulega mark Chris Smalling hér fyrir neðan en þetta er örugglega ein flottasta skipting Louis van Gaal á þjálfaraferlinum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×