Enski boltinn

Aston Villa rak Paul Lambert í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Paul Lambert.
Paul Lambert. Vísir/Getty
Paul Lambert stjórnar ekki fleiri leikjum hjá Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta en félagið lét knattspyrnustjórann sinn fara í kvöld.

Síðasti leikur Paul Lambert með liðið var 2-0 tapleikur liðsins á móti Hull í gærkvöldi en eftir hann er Aston Villa komið niður í fallsæti.

Aðalliðsþjálfarinn Scott Marshall og markvarðarþjálfarinn Andy Marshall munu undirbúa liðið fyrir bikarleik á móti Leicester City á Villa Park á sunnudaginn kemur. Aston Villa leitar nú eftirmanns Paul Lambert.

Paul Lambert hefur verið knattspyrnustjóri Aston Villa frá 2012. Hann fékk nýjan samning eftir að liðið náði í tíu stig í fyrstu tólf leikjum tímabilsins og þá var liðið við toppinn.

Síðan þá hefur Aston Villa aðeins náð í samtals tólf stig út úr 21 leik og er fyrir vikið komið í slæm mál í einu af fallsætum deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×