Enski boltinn

Agüero með tvö mörk í sigri City á Britannia

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
City-menn fögnuðu loksins sigri í kvöld.
City-menn fögnuðu loksins sigri í kvöld. Vísir/Getty
Manchester City var ekki búið að vinna í síðustu fimm deildar- og bikarleikjum en Englandsmeistararnir hrukku í gang í kvöld og unnu 4-1 útisigur á Stoke City.

Argentínumaðurinn Sergio Agüero er kominn aftur eftir meiðsli og hann skoraði tvö mörk á Britannia-leikvanginum í kvöld.

Sergio Agüero kom City í 1-0 á 33. mínútu eftir sendingu James Milner og James Milner sjálfur kom síðan City í 2-1 á 55. mínútu eftir að Peter Crouch hafði jafnað á 37. mínútu.

Sergio Agüero skoraði þriðja mark City úr vítaspyrnu sem David Silva fiskaði á 70. mínútu og sex mínútum síðar afgreiddi Samir Nasri leikinn með því að skora fjórða markið eftir sendingu frá Aleksandar Kolarov.

Manchester City var aðeins búið að ná í þrjú stig út úr fjórum síðustu deildarleikjum sínum og leikmenn liðsins gengu því kátir af velli eftir flottan sigur í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×