Enski boltinn

Eftirminnilegt kvöld fyrir varmanninn Chris Smalling | Sjáið mörkin í leiknum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Chris Smalling fagnar í kvöld.
Chris Smalling fagnar í kvöld. Vísir/Getty
Chris Smalling skoraði tvö mörk fyrir Manchester United í kvöld þegar liðið vann 3-1 sigur á Burnley í ensku úrvalsdeildinni en sigurinn skilaði liðinu upp í þriðja sæti deildarinnar.

Það merkilega við tvennu Chris Smalling var að hann byrjaði á bekknum og skoraði bæði mörkin sín í fyrri hálfleiknum.

Chris Smalling kom inná fyrir meiddan Phil Jones strax á 6. mínútu leiksins og kom United í 1-0 aðeins nokkrum sekúndum síðar.

Danny Ings jafnaði metin fyrir Burnley en Smalling kom United aftur yfir í uppbótartíma fyrri hálfleiksins.

Robin van Persie innsiglaði síðan sigurinn þegar hann skoraði út vítaspyrnu á 82. mínútu leiksins en vítið fékk Angel Di Maria.





Chris Smalling kemur Manchester United í 1-0. Danny Ings jafnar metin í 1-1. Chris Smalling kemur Manchester United í 2-0. Robin van Persie kom Manchester United í 3-1



Fleiri fréttir

Sjá meira


×