Þóknanir á heimsmælikvarða Stjórnarmaðurinn skrifar 11. febrúar 2015 09:00 Stjórnarmaðurinn las af athygli frétt Viðskiptablaðsins í síðustu viku um þóknanir slitastjórna bankanna. Þar sagði að slitastjórnir, skilanefndir og æðstu stjórnendur hefðu frá 2009 greitt sér ríflega fimm milljarða króna í þóknanir, en heildarkostnaður við skiptin hefði numið um 95 milljörðum króna. Stjórnarmaðurinn hnaut í framhaldi um staðhæfingu blaðamanns að „ekki væri um sérstaklega háar fjárhæðir að ræða“, enda næmi rekstrarkostnaður búanna einungis um 3% af heildarvirði eigna þeirra. Vert er að staldra við þessa fullyrðingu. Gjaldþrot Lehman Brothers er það stærsta í sögunni, og varla einfaldara í sniðum en uppgjör íslensku bankanna. Samt lauk formlegum skiptum í mars 2012, þótt enn séu einhverjir lausir endar eins og gengur. Talið er að kostnaður við uppgjör bús Lehman Brothers sé um 2% af heildareignum félagsins. Enron er annað stórt gjaldþrot á heimsmælikvarða. Þar var skiptakostnaður áætlaður ríflega 1% af heildareignum. Því er ekki rétt hjá blaðamanni eða slitastjórnum að rekstrarkostnaður íslensku búanna sé hóflegur. Þvert á móti er hann gríðarlega hár. Skoða má þóknanir sem slitastjórnirnar taka sér gagnrýnum augum. Svo virðist sem þeir einstaklingar sem að baki standa taki erlenda kollega sína í London og New York sér til fyrirmyndar þegar kemur að gjaldskránni. Ofangreindar borgir eru hins vegar viðskiptamiðstöðvar á heimsvísu, og laða að hæfileikafólk, hvort sem er í uppgjöri gjaldþrota fyrirtækja eða öðru. Verðlag er eftir því, og menn geta ímyndað sér þann rekstrarkostnað sem fellst í leigu og rekstri á stórri fasteign á besta stað í London. Sá kostnaður er gríðarlegur, og því nauðsynlegt að tekjur standi undir því og gott betur. Síðan getur fólk auðvitað bætt premíu ofan á fyrir það eitt að vera í fremstu röð. Það ágæta fólk sem stendur að skiptum bankanna, verður hins vegar seint talið í þeim klassa, enda oft einstaklingar sem fyrir tilviljun fengu eilífðargullgæs í kjöltuna. Síðan hafa þau komist upp með að taka sér stórborgarlaun á litla Íslandi, og greiða háar þóknanir til eigin félaga í formi ráðgjafagreiðslna. Er nema eðlilegt að fólk reyni að tefja verkefnið, eins og sú staðreynd að Kaupþing hefur ekki selt eign úr stóru eignasafni sínu í Bretlandi í þrjú ár, ber með sér? Hver drepur annars gullkálfinn?Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Stjórnarmaðurinn las af athygli frétt Viðskiptablaðsins í síðustu viku um þóknanir slitastjórna bankanna. Þar sagði að slitastjórnir, skilanefndir og æðstu stjórnendur hefðu frá 2009 greitt sér ríflega fimm milljarða króna í þóknanir, en heildarkostnaður við skiptin hefði numið um 95 milljörðum króna. Stjórnarmaðurinn hnaut í framhaldi um staðhæfingu blaðamanns að „ekki væri um sérstaklega háar fjárhæðir að ræða“, enda næmi rekstrarkostnaður búanna einungis um 3% af heildarvirði eigna þeirra. Vert er að staldra við þessa fullyrðingu. Gjaldþrot Lehman Brothers er það stærsta í sögunni, og varla einfaldara í sniðum en uppgjör íslensku bankanna. Samt lauk formlegum skiptum í mars 2012, þótt enn séu einhverjir lausir endar eins og gengur. Talið er að kostnaður við uppgjör bús Lehman Brothers sé um 2% af heildareignum félagsins. Enron er annað stórt gjaldþrot á heimsmælikvarða. Þar var skiptakostnaður áætlaður ríflega 1% af heildareignum. Því er ekki rétt hjá blaðamanni eða slitastjórnum að rekstrarkostnaður íslensku búanna sé hóflegur. Þvert á móti er hann gríðarlega hár. Skoða má þóknanir sem slitastjórnirnar taka sér gagnrýnum augum. Svo virðist sem þeir einstaklingar sem að baki standa taki erlenda kollega sína í London og New York sér til fyrirmyndar þegar kemur að gjaldskránni. Ofangreindar borgir eru hins vegar viðskiptamiðstöðvar á heimsvísu, og laða að hæfileikafólk, hvort sem er í uppgjöri gjaldþrota fyrirtækja eða öðru. Verðlag er eftir því, og menn geta ímyndað sér þann rekstrarkostnað sem fellst í leigu og rekstri á stórri fasteign á besta stað í London. Sá kostnaður er gríðarlegur, og því nauðsynlegt að tekjur standi undir því og gott betur. Síðan getur fólk auðvitað bætt premíu ofan á fyrir það eitt að vera í fremstu röð. Það ágæta fólk sem stendur að skiptum bankanna, verður hins vegar seint talið í þeim klassa, enda oft einstaklingar sem fyrir tilviljun fengu eilífðargullgæs í kjöltuna. Síðan hafa þau komist upp með að taka sér stórborgarlaun á litla Íslandi, og greiða háar þóknanir til eigin félaga í formi ráðgjafagreiðslna. Er nema eðlilegt að fólk reyni að tefja verkefnið, eins og sú staðreynd að Kaupþing hefur ekki selt eign úr stóru eignasafni sínu í Bretlandi í þrjú ár, ber með sér? Hver drepur annars gullkálfinn?Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira