Tugir á kynningarfundi um myglusvepp: „Ómetanlegt að finna stuðning" Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 2. júní 2015 23:42 Sylgja Dögg er sveppum kunnug en hún hefur hjálpað fjölmörgum í sveppavandræðum. Vísir/GVA/Nanna Íbúar húsa sem veikjast af völdum myglusvepps teljast ekki hagsmunaðilar gagnvart stjórnvöldum. Þess vegna er stofnun GRÓ hagsmunasamtaka um tengsl heilsu við raka og myglu svo mikilvæg. Með þeim orðum setti Jón Þór Ólafsson, pírati, fyrsta opna kynningarfund samtakanna nú í kvöld. Samtökin voru stofnuð nýverið af hópi einstaklinga sem lent hefur í veikindum af völdum myglusvepps; hvort sem er í heimahúsi, á starfstöð eða annars staðar. Einstaklingar sem búa við myglusvepp og raka geta orðið ákaflega veikir en einkennin eru fjölmörg. Þau byrja oft eins og flensueinkenni, stíflað nef, kinn- og ennisholubólgur, hæsi, þreyta og slen. Einkennin geta síðan þróast út í fæðuóþol, útbrot, þurrkur á húð, sjóntruflanir, höfuðþoka, einbeitingarleysi, tíð þvaglát og svo mætti lengi telja.Jón Þór Ólafsson, pírati, setti fundinn og kynnti mælendur til leiks.Vísir/NannaTæplega hundrað á fundinum í kvöld Vitundarvakning hefur verið um skaðleg áhrif myglusvepps síðastliðin ár. Fréttaflutningur um veikindi starfsmanna Landspítalans vakti mikla athygli eftir að Tómas Guðbjartsson steig fram. Hann var einn mælenda á kynningarfundinum í kvöld. Auk hans fluttu erindi Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir, líffræðingur, en ítarlega er fjallað um hennar innlegg varðandi myglusvepp í húsnæði neðst í fréttinni. Sjá einnig: Svartur myglusveppur étur upp heimilið Þá ógnaði myglusveppur velferð starfsmanna velferðarráðuneytisins seint á árinu 2013 og sama ár skrifaði tólf ára stúlka bréf til heilbrigðisráðherra þar sem hún lýsti þeim áhrifum sem myglusveppur hafði á líf og fjölskyldu hennar. Fundurinn í kvöld var haldinn í hringsal Barnaspítala Hringsins og ljóst er að margir hafa þurft að kljást við myglusvepp eða vilja fræðast um málið því tæplega hundrað manns mættu.Gífurlegt áfall að lenda í myglusvepp Jón Þór hefur sjálfur reynslu af því að búa í myglumenguðu húsnæði og hann starfaði þar að auki í húsi sem í fannst myglusveppur. Hann hyggst aðstoða samtökin við að koma sér á fót. „Ég mæti ekki í kaffiboð eða á vöfflukaffi. Mér þykir það ömurlega leiðinlegt,” sagði Jón Þór á fundinum nú í kvöld en bauðst til að koma að framkvæmdaáætlun samtakanna, vekja athygli á þeim og fleira. Sjá einnig: Myglusveppur í ráðuneyti velferðarmála Sveinlaug Sigurðardóttir, leikskólakennari, er ein af stofnendum GRÓ. Hún steig í pontu á fundinum til að kynna samtökin og tilgang þeirra. Sveinlaug bjó í húsnæði sem reyndist mengað af myglusvepp, hún flutti úr því húsi en hefur flutt í tvígang eftir það. Hún hefur þurft að skipta um vinnu af völdum myglusvepps og losa sig við mikið af eigum sínum. „Þeir sem hafa lent í þessu vita hversu mikið áfall það er að fótunum sé kippt undan manni,” sagði Sveinlaug. Hún fann stuðningshóp á Facebook fyrir fólk sem hefur veikst vegna myglusvepps. „Það var ómetanlegt að finna stuðning á Facebook.” Lítill en öflugur hópur af síðunni ákvað að hittast á kaffihúsi og upp frá því voru samtökin stofnuð. „Tilgangur samtakanna er að standa vörð um hagsmuni og réttindi þeirra sem hafa búið við eða starfað við raka og myglu í húsnæði og orðið fyrir heilsutjóni vegna þess,” sagði Sveinlaug. Samtökin vinna nú að því að koma á fót heimasíðu þar sem til stendur að opna gagnabanka með upplýsingum um myglusvepp; orsakir, viðbrögð, einkenni og margt fleira.Sylgja veit gífurlega mikið um myglusvepp og áhrif hans.Vísir/Nanna„Við þurfum að læra að búa í samlífi við myglusveppinn” Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir, líffræðingur, er þeim góðkunnug sem hafa þurft aðstoð við að greina myglusvepp enda þekkti hún marga í salnum í kvöld og hafði orð á því við upphaf erindis síns í kvöld. „Mér líður eins og ég sé mætt á ættarmót,” sagði hún glaðbeitt. „Maður þekkir svo mörg andlit en kann ekki endilega nöfnin á öllum.” Sylgja er sá Íslendingur sem er hvað best að sér í myglusveppafræðunum ef svo má kalla. Hún segir málin flókin af ýmsum ástæðum og alltof lítið rannsökuð. Sjá einnig: Myglusveppur skildi fjölskylduna eftir eignalausa „Við erum háð byggingum. Allar þessar byggingar veita okkur skjól. Við erum alltaf að fara á milli staða til þess að vera inni. En inniloft getur stundum verið margfalt mengaðra en útiloft í stórborgum,” sagði Sylgja. Hún benti á að maðurinn hafi lifað með myglunni í mörg þúsund ár og þannig yrði það áfram. „Við þurfum að læra að búa í samlífi við myglusveppinn. Það er enginn að tala um að útrýma honum alveg enda er hann nauðsynlegur náttúrunni.” En af hverju er myglusveppur í húsnæði? Gró eru það sem myglusveppur framleiðir til að fjölga sér. Þau lifa í loftinu, ferðast með mannfólki og hlutum og eru alls staðar. „Þið getið rétt ímyndað ykkur hvað við bárum mikið af gróum með okkur hingað í kvöld,” sagði Sylgja við salinn sem hló. Gróin eru ekki hættuleg ein og sér en þegar þau komast í kjöraðstæður – raka og hita – þá spíra þau og mynda myglu. „Gróin eru alls staðar, myglan er það sem við viljum ekki fá inn til okkar.” Hönnun húsa, aðferðir við framkvæmdir, val á byggingarefnum, tjón, viðhald og umhirða hafa áhrif á aðstæður til myndunar myglusvepps. „En íbúar geta haft mikil áhrif, lifnaðarhættir íbúa skipta máli,” útskýrði Sylgja. „Yfir hundrað þúsundir tegundir eru þekktar af sveppum. Ekki plöntur og ekki dýr. Það sem gerir þá sérstaka er að þeir geta ekki nýtt sólarljósið sem orku.” Sveppir geta sótt orku í byggingarefni og því geta þeir breitt úr sér ansi hratt ef þeir komast í kjöraðstæður.Einkenni hjá fullorðnum. Myndin er fengin af vefsíðu Hús og heilsu. Smelltu á myndina til að stækka hana.Mynd/Hús og heilsa„Þegar myglan er að vaxa setur hún eins og holræsikerfi inn í byggingarefnin. Byggingarefnin þurfa að vera blaut, það þarf þess vegna að skoða byggingarefnin sjálf til að meta hvort myglusveppur getur vaxið. Síðan skýtur myglan rótum.” Sylgja lýsti því síðan hvernig myglan myndar anga og getur þá dreift sér um allt „holræsakerfið”. „Þess vegna getur mygla drefit sér þrátt fyrir að það sé ekki raki þar.“ Sveppir geta einnig sótt orku sína í ryk.Sjá einnig: Myglusveppur tvístraði fjölskyldunniHvernig er hægt að koma í veg fyrir myglusvepp? Sylgja nefndi mikilvægi þess að lofta vel út, fá ferskt loft inn í húsnæði okkar og lagði ríka áherslu á að bregðast strax við leka. „Þegar það verður vatnstjón þá þarf að bregðast strax við. Og það þarf að halda loftraka niðri en hann á að vera vel undir 40 til 50 prósent.” Hún nefndi einnig að það væri mikilvægt að þurrka af ryk þar sem sveppir geta sótt orku sína í rykið. Hverjir fá einkennin? Einkennin af því að búa við myglusvepp eru fjölmörg og lista af þeim má nálgast á vefsíðu félagsins Hús og heilsa. Þar má einnig nálgast upplýsingar um viðbrögð við myglusvepp og svör við algengum spurningum. Einnig er þar að finna stórt safn af myndum af myglusvepp. En ekki allir finna fyrir einkennum. „Það búa kannski fimm einstaklingar í sama húsinu, þar af eru þrír fárveikir og þurfa að flýja húsnæðið en hinir tveir finna ekki neitt. Við vitum ekki af hverju þetta er en einstaklingar eru allir mismunandi.” Einkenni hjá börnum. Myndin er fengin af vefsíðu Hús og heilsu.Mynd/Hús og heilsaEinkennin eru fjölbreytt en eiga það öll sameiginlegt að minnka þegar einstaklingur yfirgefur húsnæði. Einstaklingur nær fullum bata á nokkrum vikum til nokkurra ára, allt eftir því hversu alvarleg veikindin voru og hversu löng dvölin var í húsnæðinu. Eftir viðgerð á húsi finna sumir enn fyrir einkennum. „Það er oft þannig að viðgerðir eru ekki fullnægjandi,” segir Sylgja og leggur áherslu á hversu mikilvægt er að vanda til verka. Hvernig er hægt að finna myglu? Mygla í húsnæði sem er sjáanleg segir ekki endilega alltaf alla söguna. Mygla er oft svartir punktar eða skellur meðfram svæðum þar sem er viðvarandi raki. Hægt er að hreinsa slík svæði eða skera burt mygluna en undir yfirborði gæti reynst mygla í byggingarefnunum. „Það er best að ná í byggingarefnin sjálf til að geta séð hvort það er eitthvað að vaxa í efnunum.” Sylgja segir mikilvægt að hafa samráð við fagaðila þegar grunur er um myglusvepp og áður en ráðist er í framkvæmdir til að hreinsa hann. Sylgja sýndi myndir af byggingarvöruefni á fundinum sem teknar voru í byggingarvöruverslun árið 2011. Þetta byggingarefni var til sölu og ætlað í þök húsa.Vísir/Nanna„Láttu ekki raka eftir liggja” Síðast og alls ekki síst er lyktarskynið einstaklega gott tól til að finna myglu. Raki og mygla mynda vonda lykt sem best er þekkt undir heitinu „fúkkalykt.”. „Hins vegar þýðir lyktarleysi ekki að það sé ekki um svepp að ræða. Ef maður finnur lykt þá getur maður verið nokkuð viss. Ef þú ert að sjóða hangikjöt heima hjá þér þá finnst lyktin er það ekki?” Sylgja var með síðasta erindi fundarins fyrir hlé og lauk hún því á orðunum: „Láttu ekki raka eftir liggja.” Facebook-síðu hinna nýstofnuðu samtaka GRÓ má nálgjast hér. Heimasíða samtakanna opnar von bráðar. Stjórn samtakanna samanstendur af reynsluboltum í myglusveppaheiminum. Í henni sitja Ásta Guðjónsdóttir, Sveinlaug Sigurðardóttir, Íris Magnúsdóttir, Halla Guðmundsdóttir og Albrecht Ehmann. Allir geta skráð sig í samtökin, félagsgjöld á stofnári verða 4900 krónur og renna þau í fræðslu fyrir félagsmenn og í uppbyggingu félagsins. Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Íbúar húsa sem veikjast af völdum myglusvepps teljast ekki hagsmunaðilar gagnvart stjórnvöldum. Þess vegna er stofnun GRÓ hagsmunasamtaka um tengsl heilsu við raka og myglu svo mikilvæg. Með þeim orðum setti Jón Þór Ólafsson, pírati, fyrsta opna kynningarfund samtakanna nú í kvöld. Samtökin voru stofnuð nýverið af hópi einstaklinga sem lent hefur í veikindum af völdum myglusvepps; hvort sem er í heimahúsi, á starfstöð eða annars staðar. Einstaklingar sem búa við myglusvepp og raka geta orðið ákaflega veikir en einkennin eru fjölmörg. Þau byrja oft eins og flensueinkenni, stíflað nef, kinn- og ennisholubólgur, hæsi, þreyta og slen. Einkennin geta síðan þróast út í fæðuóþol, útbrot, þurrkur á húð, sjóntruflanir, höfuðþoka, einbeitingarleysi, tíð þvaglát og svo mætti lengi telja.Jón Þór Ólafsson, pírati, setti fundinn og kynnti mælendur til leiks.Vísir/NannaTæplega hundrað á fundinum í kvöld Vitundarvakning hefur verið um skaðleg áhrif myglusvepps síðastliðin ár. Fréttaflutningur um veikindi starfsmanna Landspítalans vakti mikla athygli eftir að Tómas Guðbjartsson steig fram. Hann var einn mælenda á kynningarfundinum í kvöld. Auk hans fluttu erindi Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir, líffræðingur, en ítarlega er fjallað um hennar innlegg varðandi myglusvepp í húsnæði neðst í fréttinni. Sjá einnig: Svartur myglusveppur étur upp heimilið Þá ógnaði myglusveppur velferð starfsmanna velferðarráðuneytisins seint á árinu 2013 og sama ár skrifaði tólf ára stúlka bréf til heilbrigðisráðherra þar sem hún lýsti þeim áhrifum sem myglusveppur hafði á líf og fjölskyldu hennar. Fundurinn í kvöld var haldinn í hringsal Barnaspítala Hringsins og ljóst er að margir hafa þurft að kljást við myglusvepp eða vilja fræðast um málið því tæplega hundrað manns mættu.Gífurlegt áfall að lenda í myglusvepp Jón Þór hefur sjálfur reynslu af því að búa í myglumenguðu húsnæði og hann starfaði þar að auki í húsi sem í fannst myglusveppur. Hann hyggst aðstoða samtökin við að koma sér á fót. „Ég mæti ekki í kaffiboð eða á vöfflukaffi. Mér þykir það ömurlega leiðinlegt,” sagði Jón Þór á fundinum nú í kvöld en bauðst til að koma að framkvæmdaáætlun samtakanna, vekja athygli á þeim og fleira. Sjá einnig: Myglusveppur í ráðuneyti velferðarmála Sveinlaug Sigurðardóttir, leikskólakennari, er ein af stofnendum GRÓ. Hún steig í pontu á fundinum til að kynna samtökin og tilgang þeirra. Sveinlaug bjó í húsnæði sem reyndist mengað af myglusvepp, hún flutti úr því húsi en hefur flutt í tvígang eftir það. Hún hefur þurft að skipta um vinnu af völdum myglusvepps og losa sig við mikið af eigum sínum. „Þeir sem hafa lent í þessu vita hversu mikið áfall það er að fótunum sé kippt undan manni,” sagði Sveinlaug. Hún fann stuðningshóp á Facebook fyrir fólk sem hefur veikst vegna myglusvepps. „Það var ómetanlegt að finna stuðning á Facebook.” Lítill en öflugur hópur af síðunni ákvað að hittast á kaffihúsi og upp frá því voru samtökin stofnuð. „Tilgangur samtakanna er að standa vörð um hagsmuni og réttindi þeirra sem hafa búið við eða starfað við raka og myglu í húsnæði og orðið fyrir heilsutjóni vegna þess,” sagði Sveinlaug. Samtökin vinna nú að því að koma á fót heimasíðu þar sem til stendur að opna gagnabanka með upplýsingum um myglusvepp; orsakir, viðbrögð, einkenni og margt fleira.Sylgja veit gífurlega mikið um myglusvepp og áhrif hans.Vísir/Nanna„Við þurfum að læra að búa í samlífi við myglusveppinn” Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir, líffræðingur, er þeim góðkunnug sem hafa þurft aðstoð við að greina myglusvepp enda þekkti hún marga í salnum í kvöld og hafði orð á því við upphaf erindis síns í kvöld. „Mér líður eins og ég sé mætt á ættarmót,” sagði hún glaðbeitt. „Maður þekkir svo mörg andlit en kann ekki endilega nöfnin á öllum.” Sylgja er sá Íslendingur sem er hvað best að sér í myglusveppafræðunum ef svo má kalla. Hún segir málin flókin af ýmsum ástæðum og alltof lítið rannsökuð. Sjá einnig: Myglusveppur skildi fjölskylduna eftir eignalausa „Við erum háð byggingum. Allar þessar byggingar veita okkur skjól. Við erum alltaf að fara á milli staða til þess að vera inni. En inniloft getur stundum verið margfalt mengaðra en útiloft í stórborgum,” sagði Sylgja. Hún benti á að maðurinn hafi lifað með myglunni í mörg þúsund ár og þannig yrði það áfram. „Við þurfum að læra að búa í samlífi við myglusveppinn. Það er enginn að tala um að útrýma honum alveg enda er hann nauðsynlegur náttúrunni.” En af hverju er myglusveppur í húsnæði? Gró eru það sem myglusveppur framleiðir til að fjölga sér. Þau lifa í loftinu, ferðast með mannfólki og hlutum og eru alls staðar. „Þið getið rétt ímyndað ykkur hvað við bárum mikið af gróum með okkur hingað í kvöld,” sagði Sylgja við salinn sem hló. Gróin eru ekki hættuleg ein og sér en þegar þau komast í kjöraðstæður – raka og hita – þá spíra þau og mynda myglu. „Gróin eru alls staðar, myglan er það sem við viljum ekki fá inn til okkar.” Hönnun húsa, aðferðir við framkvæmdir, val á byggingarefnum, tjón, viðhald og umhirða hafa áhrif á aðstæður til myndunar myglusvepps. „En íbúar geta haft mikil áhrif, lifnaðarhættir íbúa skipta máli,” útskýrði Sylgja. „Yfir hundrað þúsundir tegundir eru þekktar af sveppum. Ekki plöntur og ekki dýr. Það sem gerir þá sérstaka er að þeir geta ekki nýtt sólarljósið sem orku.” Sveppir geta sótt orku í byggingarefni og því geta þeir breitt úr sér ansi hratt ef þeir komast í kjöraðstæður.Einkenni hjá fullorðnum. Myndin er fengin af vefsíðu Hús og heilsu. Smelltu á myndina til að stækka hana.Mynd/Hús og heilsa„Þegar myglan er að vaxa setur hún eins og holræsikerfi inn í byggingarefnin. Byggingarefnin þurfa að vera blaut, það þarf þess vegna að skoða byggingarefnin sjálf til að meta hvort myglusveppur getur vaxið. Síðan skýtur myglan rótum.” Sylgja lýsti því síðan hvernig myglan myndar anga og getur þá dreift sér um allt „holræsakerfið”. „Þess vegna getur mygla drefit sér þrátt fyrir að það sé ekki raki þar.“ Sveppir geta einnig sótt orku sína í ryk.Sjá einnig: Myglusveppur tvístraði fjölskyldunniHvernig er hægt að koma í veg fyrir myglusvepp? Sylgja nefndi mikilvægi þess að lofta vel út, fá ferskt loft inn í húsnæði okkar og lagði ríka áherslu á að bregðast strax við leka. „Þegar það verður vatnstjón þá þarf að bregðast strax við. Og það þarf að halda loftraka niðri en hann á að vera vel undir 40 til 50 prósent.” Hún nefndi einnig að það væri mikilvægt að þurrka af ryk þar sem sveppir geta sótt orku sína í rykið. Hverjir fá einkennin? Einkennin af því að búa við myglusvepp eru fjölmörg og lista af þeim má nálgast á vefsíðu félagsins Hús og heilsa. Þar má einnig nálgast upplýsingar um viðbrögð við myglusvepp og svör við algengum spurningum. Einnig er þar að finna stórt safn af myndum af myglusvepp. En ekki allir finna fyrir einkennum. „Það búa kannski fimm einstaklingar í sama húsinu, þar af eru þrír fárveikir og þurfa að flýja húsnæðið en hinir tveir finna ekki neitt. Við vitum ekki af hverju þetta er en einstaklingar eru allir mismunandi.” Einkenni hjá börnum. Myndin er fengin af vefsíðu Hús og heilsu.Mynd/Hús og heilsaEinkennin eru fjölbreytt en eiga það öll sameiginlegt að minnka þegar einstaklingur yfirgefur húsnæði. Einstaklingur nær fullum bata á nokkrum vikum til nokkurra ára, allt eftir því hversu alvarleg veikindin voru og hversu löng dvölin var í húsnæðinu. Eftir viðgerð á húsi finna sumir enn fyrir einkennum. „Það er oft þannig að viðgerðir eru ekki fullnægjandi,” segir Sylgja og leggur áherslu á hversu mikilvægt er að vanda til verka. Hvernig er hægt að finna myglu? Mygla í húsnæði sem er sjáanleg segir ekki endilega alltaf alla söguna. Mygla er oft svartir punktar eða skellur meðfram svæðum þar sem er viðvarandi raki. Hægt er að hreinsa slík svæði eða skera burt mygluna en undir yfirborði gæti reynst mygla í byggingarefnunum. „Það er best að ná í byggingarefnin sjálf til að geta séð hvort það er eitthvað að vaxa í efnunum.” Sylgja segir mikilvægt að hafa samráð við fagaðila þegar grunur er um myglusvepp og áður en ráðist er í framkvæmdir til að hreinsa hann. Sylgja sýndi myndir af byggingarvöruefni á fundinum sem teknar voru í byggingarvöruverslun árið 2011. Þetta byggingarefni var til sölu og ætlað í þök húsa.Vísir/Nanna„Láttu ekki raka eftir liggja” Síðast og alls ekki síst er lyktarskynið einstaklega gott tól til að finna myglu. Raki og mygla mynda vonda lykt sem best er þekkt undir heitinu „fúkkalykt.”. „Hins vegar þýðir lyktarleysi ekki að það sé ekki um svepp að ræða. Ef maður finnur lykt þá getur maður verið nokkuð viss. Ef þú ert að sjóða hangikjöt heima hjá þér þá finnst lyktin er það ekki?” Sylgja var með síðasta erindi fundarins fyrir hlé og lauk hún því á orðunum: „Láttu ekki raka eftir liggja.” Facebook-síðu hinna nýstofnuðu samtaka GRÓ má nálgjast hér. Heimasíða samtakanna opnar von bráðar. Stjórn samtakanna samanstendur af reynsluboltum í myglusveppaheiminum. Í henni sitja Ásta Guðjónsdóttir, Sveinlaug Sigurðardóttir, Íris Magnúsdóttir, Halla Guðmundsdóttir og Albrecht Ehmann. Allir geta skráð sig í samtökin, félagsgjöld á stofnári verða 4900 krónur og renna þau í fræðslu fyrir félagsmenn og í uppbyggingu félagsins.
Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira