Myglusveppur í ráðuneyti velferðarmála Óli Kristján Ármannsson skrifar 15. nóvember 2013 07:00 Velferðarráðuneytið Myglusveppur plagar hluta velferðarráðuneytisins, sem er til húsa í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu í Reykjavík. Undir ráðuneytið heyra bæði heilbrigðisráðherra og ráðherra félags- og húsnæðismála. „Framkvæmdir vegna þessa standa yfir,“ segir Margrét Erlendsdóttir, upplýsingafulltrúi ráðuneytisins. Hluti starfsfólks hefur á meðan verið fluttur og fengið aðstöðu í húsnæði Stjórnarráðsins í Skuggasundi. Síðasta vor segir Margrét hafa þurft að taka í gegn skrifstofugang á þriðju hæð ráðuneytisins vegna myglusvepps. Á ganginum eru tólf skrifstofur og hafði hluti starfsfólks fundið fyrir óþægindum. Rannsókn staðfesti svo grun um myglusvepp. Þá tóku framkvæmdir tæpa þrjá mánuði.Margrét Erlendsdóttir„Í haust vaknaði svo grunur um að myglusveppur leyndist víðar í skrifstofuhúsnæði á þriðju hæðinni og var það staðfest með frekari rannsókn,“ segir Margrét. Því hafi verið ráðist í úrbætur að nýju og taki framkvæmdirnar, sem séu i tveimur áföngum, til sextán skrifstofa auk fundaaðstöðu. „Fyrri hluti framkvæmdanna er langt kominn,“ segir Margrét. Faxaflóahafnir eiga húsið og annast framkvæmdir. Að sögn Margétar leiddi könnun í ljós að fjarvistir starfsfólks vegna veikinda séu ekki meiri en þær hafi verið síðustu ár, en bornir voru saman veikindadagar frá hausti 2011 til 2012 og frá hausti 2012 til 2013. „Því er hins vegar vandsvarað hvaða áhrif myglusveppurinn hefur á heilsu fólks og fjöldi veikindadaga veitir ekki skýr svör við því.“ Margrét segir líka ljóst að fólk sé misnæmt fyrir sveppinum, meðan sumir finni fyrir einkennum kenni aðrir sér einskis meins.Myglusveppur í skúmaskotiHvar má búast við myglusveppi í húsum?Myglusveppur getur komið upp í húsnæði þar sem raki kemst inn eða vatn lekur. „Yfirleitt fær þetta ekki að grassera,“ segir Vigfús Halldórsson, forstöðumaður framkvæmda hjá Fasteignum Ríkissjóðs. Svona mál geti þó ávallt komið upp í eldri húsum. „Fyrsta skrefið er að koma í veg fyrir lekann, hvort sem hann er í lögnum eða kemur að utan. Svo þarf að hreinsa upp þann svepp sem kominn er.“ Í slæmum tilfellum segir Vigfús að skipta þurfi um gólfefni þar sem sveppur hefur komist undir og eins sé slæmt ef smit hefur komist í gipsplötur í veggjum. Í heilu timbri sé hins vegar hægt að pússa sig niður úr sýkingunni. Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Myglusveppur plagar hluta velferðarráðuneytisins, sem er til húsa í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu í Reykjavík. Undir ráðuneytið heyra bæði heilbrigðisráðherra og ráðherra félags- og húsnæðismála. „Framkvæmdir vegna þessa standa yfir,“ segir Margrét Erlendsdóttir, upplýsingafulltrúi ráðuneytisins. Hluti starfsfólks hefur á meðan verið fluttur og fengið aðstöðu í húsnæði Stjórnarráðsins í Skuggasundi. Síðasta vor segir Margrét hafa þurft að taka í gegn skrifstofugang á þriðju hæð ráðuneytisins vegna myglusvepps. Á ganginum eru tólf skrifstofur og hafði hluti starfsfólks fundið fyrir óþægindum. Rannsókn staðfesti svo grun um myglusvepp. Þá tóku framkvæmdir tæpa þrjá mánuði.Margrét Erlendsdóttir„Í haust vaknaði svo grunur um að myglusveppur leyndist víðar í skrifstofuhúsnæði á þriðju hæðinni og var það staðfest með frekari rannsókn,“ segir Margrét. Því hafi verið ráðist í úrbætur að nýju og taki framkvæmdirnar, sem séu i tveimur áföngum, til sextán skrifstofa auk fundaaðstöðu. „Fyrri hluti framkvæmdanna er langt kominn,“ segir Margrét. Faxaflóahafnir eiga húsið og annast framkvæmdir. Að sögn Margétar leiddi könnun í ljós að fjarvistir starfsfólks vegna veikinda séu ekki meiri en þær hafi verið síðustu ár, en bornir voru saman veikindadagar frá hausti 2011 til 2012 og frá hausti 2012 til 2013. „Því er hins vegar vandsvarað hvaða áhrif myglusveppurinn hefur á heilsu fólks og fjöldi veikindadaga veitir ekki skýr svör við því.“ Margrét segir líka ljóst að fólk sé misnæmt fyrir sveppinum, meðan sumir finni fyrir einkennum kenni aðrir sér einskis meins.Myglusveppur í skúmaskotiHvar má búast við myglusveppi í húsum?Myglusveppur getur komið upp í húsnæði þar sem raki kemst inn eða vatn lekur. „Yfirleitt fær þetta ekki að grassera,“ segir Vigfús Halldórsson, forstöðumaður framkvæmda hjá Fasteignum Ríkissjóðs. Svona mál geti þó ávallt komið upp í eldri húsum. „Fyrsta skrefið er að koma í veg fyrir lekann, hvort sem hann er í lögnum eða kemur að utan. Svo þarf að hreinsa upp þann svepp sem kominn er.“ Í slæmum tilfellum segir Vigfús að skipta þurfi um gólfefni þar sem sveppur hefur komist undir og eins sé slæmt ef smit hefur komist í gipsplötur í veggjum. Í heilu timbri sé hins vegar hægt að pússa sig niður úr sýkingunni.
Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira