Myglusveppur skildi fjölskyldu eftir eignalausa 25. mars 2008 18:39 Hjón í Hvalfjarðarsveit standa uppi slipp og snauð eftir að myglusveppur herjaði á hús þeirra og innbú. Tjónið nemur tæpum tuttugu milljónum króna en þau fá það ekki bætt þrátt fyrir að hafa talið sig vera tryggð. Bylgja Hafþórsdóttir hefur búið ásamt sambýlismanni sínum og þremur börnum í 120 fermetra einbýlishúsi í Melahverfi í Hvalfjarðarsveit síðast liðin sjö ár. Fyrir tveimur árum fór hún að kenna sér meins, var sífellt slöpp og með kvef og missti mikið úr vinnu. Bylgja þurfti að hætta að vinna vegna veikindanna og þrátt fyrir að hafa gengið lækna á milli var hún engu nær um hvað hrjáði hana. Fyrr en einn daginn að hún sat á biðstofu hjá tannlækni að hún gluggaði þar í vikublað og fann þar grein um myglusvepp. Bylgja hafði samband við matsmenn og sýni voru tekin úr húsinu. Í ljós kom að í það minnsta fjórar tegundir af myglusveppum voru í húsinu sem höfðu hreiðrar um sig í skriðkjallara hússins. Byggingafræðingur tók húsið út og í ljós kom að húsbyggjandinn hafði ekki gengið rétt frá honum. Fjölskyldunni var ráðlagt að rífa húsið og henda nánast öllu innbúi þess á haugana. Eftir stendur fjölskyldan slipp og snauð en á húsinu hvíldu 10 milljóna króna húsnæðislán sem þau þurfa að borga af. Þau eru í raun á götunni en bóndinn á Fellsenda í Hvalfjarðarsveit hefur leyft þeim að búa þar síðustu daga. Þeirra eini kostur er að reyna að byggja nýtt hús frá grunni. Brot húsbyggjandans er fyrnt og því engar líkur á að hjónin fái tjónið nokkurn tímann bætt. Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Hjón í Hvalfjarðarsveit standa uppi slipp og snauð eftir að myglusveppur herjaði á hús þeirra og innbú. Tjónið nemur tæpum tuttugu milljónum króna en þau fá það ekki bætt þrátt fyrir að hafa talið sig vera tryggð. Bylgja Hafþórsdóttir hefur búið ásamt sambýlismanni sínum og þremur börnum í 120 fermetra einbýlishúsi í Melahverfi í Hvalfjarðarsveit síðast liðin sjö ár. Fyrir tveimur árum fór hún að kenna sér meins, var sífellt slöpp og með kvef og missti mikið úr vinnu. Bylgja þurfti að hætta að vinna vegna veikindanna og þrátt fyrir að hafa gengið lækna á milli var hún engu nær um hvað hrjáði hana. Fyrr en einn daginn að hún sat á biðstofu hjá tannlækni að hún gluggaði þar í vikublað og fann þar grein um myglusvepp. Bylgja hafði samband við matsmenn og sýni voru tekin úr húsinu. Í ljós kom að í það minnsta fjórar tegundir af myglusveppum voru í húsinu sem höfðu hreiðrar um sig í skriðkjallara hússins. Byggingafræðingur tók húsið út og í ljós kom að húsbyggjandinn hafði ekki gengið rétt frá honum. Fjölskyldunni var ráðlagt að rífa húsið og henda nánast öllu innbúi þess á haugana. Eftir stendur fjölskyldan slipp og snauð en á húsinu hvíldu 10 milljóna króna húsnæðislán sem þau þurfa að borga af. Þau eru í raun á götunni en bóndinn á Fellsenda í Hvalfjarðarsveit hefur leyft þeim að búa þar síðustu daga. Þeirra eini kostur er að reyna að byggja nýtt hús frá grunni. Brot húsbyggjandans er fyrnt og því engar líkur á að hjónin fái tjónið nokkurn tímann bætt.
Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira