Innlent

Erla Hlynsdóttir vann sitt þriðja mál fyrir Mannréttindadómstólnum

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið hafi brotið gegn 10. grein Mannréttindasáttmála Evrópu, þar sem fjallað er um tjáningarfrelsi.
Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið hafi brotið gegn 10. grein Mannréttindasáttmála Evrópu, þar sem fjallað er um tjáningarfrelsi. vísir/anton brink
Erla Hlynsdóttir blaðakona vann í dag sitt þriðja mál gegn íslenska ríkinu fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu. Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið hafi brotið gegn 10. grein Mannréttindasáttmála Evrópu, þar sem fjallað er um tjáningarfrelsi. Henni voru dæmdar 4.500 evrur í bætur, eða tæpar 670 þúsund íslenskra króna.

Hún var dæmd í mars 2010 fyrir að setja ekki fyrirvara við lýsingu atburða sem fengnir voru úr ákæru í frétt sem hún birti í DV árið 2007 með fyrirsögninni „Hræddir kókaínsmyglarar". Hún var sömuleiðis dæmd ábyrg fyrir fyrirsögninni eftir að mennirnir voru sýknaðir af ákærunni. Rúnar Þór Róbertsson, sem höfðaði meiðyrðamálið á hendur Erlu, var síðar dæmdur í tíu ára fangelsi í Hæstarétti í svokölluðu Papeyjarsmyglmáli.

Erla ákvað að vísa málinu út eftir velgengni í fyrsta málinu sem hún rak. Hún segir í Fréttablaðinu í dag að henni hafi þótt sá dómur hvorki sanngjarn né réttlátur. Íslenska réttarkerfið hafi brugðist henni.

Íslenska ríkið hafði í hinum málunum dæmt hana ábyrga fyrir ummælum viðmælenda sinna í fréttum um kampavínsklúbbinn Strawberrys og Byrgismálið.


Tengdar fréttir

„Sigur fyrir tjáningarfrelsi“

„Það er mikið gleðiefni að Mannréttindadómstóll Evrópu skuli hafa tekið undir sjónarmið blaðamanna og dæmt Erlu í vil,“ segir Hjálmar Jónsson formaður Blaðamannafélags Íslands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×