Erlent

Tólf ára grunaður um hryðjuverk

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Malcolm Turnbull, forsætisráðherra Ástralíu.
Malcolm Turnbull, forsætisráðherra Ástralíu. vísir/eða
Tólf ára drengur sætir nú rannsókn í Ástralíu, grunaður um að tengjast hryðjuverkastarfsemi þar í landi. Drengurinn er einn af átján sem skráðir eru hjá alríkisdómi eftir að lögreglumaður var skotinn til bana af fimmtán ára gömlum pilt. Pilturinn var í kjölfarið skotinn til bana af lögreglu.

Málið var tekið fyrir á fundi sem haldinn var í Canberra, höfuðborginni, í morgun. Forsætisráðherra Ástralíu, Malcolm Turnbull, sagði stjórnvöld verða að finna betri lausn til að berjast gegn hryðjuverkaógn, sem sífellt fari vaxandi. Jafnvel þurfi að breyta löggjöfinni til að takast á við unga hryðjuverkamenn.

Stjórnvöld í Ástralíu greindu frá því nú í vikunni að þau hygðust herða hryðjuverkalöggjöfina, meðal annars til þess að hægt væri að fylgjast með ungmennum allt niður í fjórtán ára aldur sem grunuð eru um að tengjast hryðjuverkastarfsemi.

Frá fundinum í Canberra.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×