Alnæmisbörn safna fyrir verkmenntaskóla Samúel Karl Ólason skrifar 16. mars 2015 13:10 Rosette Nabuuma, framkvæmdastjóra Candle Light Foundation og Sigríður Baldursdóttir, formaður Alnæmiabarna fyrir framan nýju bygginguna. Verið er að leggja lokahönd á verkmenntaskóla fyrir bágstaddar stúlkur í Úganda. Félagið Alnæmisbörn á Íslandi stendur að byggingu skólans fyrir systursamtök sín Candle Light Foundation. Aðilar á svæðinu, sem og nemendur eru ánægðir með framtakið. Sigríður Baldursdóttir, formaður Alnæmisbarna, fór til Úganda í febrúar til þess að fylgjast með framvindu verkefnisins. Alnæmisbörn og CLF nýttu ferð Sigríðar til þess að útbúa fimm ára vinnuplan fyrir skólann sem byggir á reynslu fyrrverandi nemenda skólans. Einnig var haldinn fundur með mikilvægum aðilum á svæðinu þar sem skólinn rís til þess að geta hlýtt á og tekið tillit til skoðana þeirra við skipulag skólans. Í tilkynningu frá Alnæmisbörnum kemur fram að úttekt á verkefninu sýni að nemendur séu almennt ánægðir með námið. Þá séu aðilar á svæðinu spenntir fyrir skólanum. Áætlað er að námskeið munu hefjast í skólanum í maí næstkomandi og mun þá vera boðið upp á námskeið í hárgreiðslu, fatasaumi, bakstri og matargerð ásamt námskeiði þar sem stúlkum er kennt að búa til ýmsar vörur sem eru söluvænlegar, svo sem hálsmen og annað handverk. Stúlkunum verður auk þess boðið uppá hagnýt námskeið í lífsleikni, fyrirtækjarekstri, tölvunotkun og ensku. Starf Alnæmisbarna og CLF er liður í því að stuðla að auknu kynjajafnrétti í Úganda þar sem konur hafa staðið höllum fæti í samfélaginu miðað við karlmenn, sérstaklega þegar kemur að menntun. Í tilkynningunni segir stúlkur þar í landi flosni oft ungar úr námi af mismunandi ástæðum. Sem dæmi er nefnd fátækt, foreldramissir, barneignir, óviðeigandi aðstæður í skólum og ríkjandi viðhorf um að menntun drengja sé mikilvægari en menntun stúlkna. Fjáröflun Alnæmisbarna til þess að kaupa tæki og tól fyrir verkmenntaskólann mun halda áfram um helgina. Sala verður haldin á ýmsum munum frá Úganda svo sem hálsfestum, armböndum, eyrnalokkum, töskum og svuntum í Kolaportinu laugardaginn 28. mars. Frekari upplýsingar verður að finna á heimasíðu Alnæmisbarna. Einnig er hægt að millifæra á bankareikning félagsins: 0301-13-302043, kennitala: 560404-3360.Nemendur hjá CLF sem eru að læra fatasaum. Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Innlent Fleiri fréttir Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Sjá meira
Verið er að leggja lokahönd á verkmenntaskóla fyrir bágstaddar stúlkur í Úganda. Félagið Alnæmisbörn á Íslandi stendur að byggingu skólans fyrir systursamtök sín Candle Light Foundation. Aðilar á svæðinu, sem og nemendur eru ánægðir með framtakið. Sigríður Baldursdóttir, formaður Alnæmisbarna, fór til Úganda í febrúar til þess að fylgjast með framvindu verkefnisins. Alnæmisbörn og CLF nýttu ferð Sigríðar til þess að útbúa fimm ára vinnuplan fyrir skólann sem byggir á reynslu fyrrverandi nemenda skólans. Einnig var haldinn fundur með mikilvægum aðilum á svæðinu þar sem skólinn rís til þess að geta hlýtt á og tekið tillit til skoðana þeirra við skipulag skólans. Í tilkynningu frá Alnæmisbörnum kemur fram að úttekt á verkefninu sýni að nemendur séu almennt ánægðir með námið. Þá séu aðilar á svæðinu spenntir fyrir skólanum. Áætlað er að námskeið munu hefjast í skólanum í maí næstkomandi og mun þá vera boðið upp á námskeið í hárgreiðslu, fatasaumi, bakstri og matargerð ásamt námskeiði þar sem stúlkum er kennt að búa til ýmsar vörur sem eru söluvænlegar, svo sem hálsmen og annað handverk. Stúlkunum verður auk þess boðið uppá hagnýt námskeið í lífsleikni, fyrirtækjarekstri, tölvunotkun og ensku. Starf Alnæmisbarna og CLF er liður í því að stuðla að auknu kynjajafnrétti í Úganda þar sem konur hafa staðið höllum fæti í samfélaginu miðað við karlmenn, sérstaklega þegar kemur að menntun. Í tilkynningunni segir stúlkur þar í landi flosni oft ungar úr námi af mismunandi ástæðum. Sem dæmi er nefnd fátækt, foreldramissir, barneignir, óviðeigandi aðstæður í skólum og ríkjandi viðhorf um að menntun drengja sé mikilvægari en menntun stúlkna. Fjáröflun Alnæmisbarna til þess að kaupa tæki og tól fyrir verkmenntaskólann mun halda áfram um helgina. Sala verður haldin á ýmsum munum frá Úganda svo sem hálsfestum, armböndum, eyrnalokkum, töskum og svuntum í Kolaportinu laugardaginn 28. mars. Frekari upplýsingar verður að finna á heimasíðu Alnæmisbarna. Einnig er hægt að millifæra á bankareikning félagsins: 0301-13-302043, kennitala: 560404-3360.Nemendur hjá CLF sem eru að læra fatasaum.
Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Innlent Fleiri fréttir Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Sjá meira