Tískudrósir trylltar í Friðrik Dór Guðrún Ansnes skrifar 16. mars 2015 14:30 Erna Bergmann sveiflaði ljósum í versluninni Suit og dansaði við Frikka Dór ásamt fullri búð af gestum. mynd/SagaSig „Við erum banæstar í Frikka Dór og lagið hans Í síðasta skipti hefur verið „guilty pleasure“ allan undirbúninginn fyrir RFF. Svo þetta lá beinast við,“ segir Erna Bergmann, listrænn stjórnandi hjá íslenska hönnunnarmerkinu Eyland. Friðrik Dór Jónsson mætti sem leynigestur í eftirpartí Eyland og sló rækilega í gegn meðal viðstaddra. „Fólk umturnaðist algjörlega og þegar lagið kláraðist var hann klappaður upp aftur. Hann var meira en til í að endurtaka leikinn en þá klikkaði hljóðkerfið,“ útskýrir Erna. Friðrik brást ekki áhorfendum frekar en fyrri daginn og hóf upp raust sína með þeim afleiðingum að salurinn fylgdi með. „Stemningin var hreint út sagt mögnuð, þetta var fullkominn lokahnykkur á góðri helgi.“ Þema partísins var „anti-fashion“ sem féll greinilega vel í kramið eftir heila helgi af hátísku. „Við fengum Rósu Birgittu til að plötusnúðast og hún spilaði eingöngu geggjuð stuðlög. Það var ekkert „deep house“ í boði,“ segir Erna og skellir upp úr. Partíið var haldið í versluninni Suit við Skólavörðustíg sem var algjörlega umbreytt í skemmtistað fyrir fjörið. „Hér var allt hreinsað út, afgreiðsluborðinu breytt í bar og bláum ljósum komið fyrir. Við dönsuðum svo uppi á borðum og fögnuðum frábærum viðtökum Eyland á RFF.“ Tengdar fréttir RFF: Trylltur töffaraskapur hjá EYLAND EYLAND lokaði RFF með stíl 14. mars 2015 22:00 Jón Gnarr og EYLAND hanna saman bol Allur ágóði af sölunni rennur óskiptur til Krabbameinsfélagsins til forvarna fyrir karlmenn og krabbamein. 9. mars 2015 08:00 Mest lesið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Lífið Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lífið „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Lífið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Fleiri fréttir Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
„Við erum banæstar í Frikka Dór og lagið hans Í síðasta skipti hefur verið „guilty pleasure“ allan undirbúninginn fyrir RFF. Svo þetta lá beinast við,“ segir Erna Bergmann, listrænn stjórnandi hjá íslenska hönnunnarmerkinu Eyland. Friðrik Dór Jónsson mætti sem leynigestur í eftirpartí Eyland og sló rækilega í gegn meðal viðstaddra. „Fólk umturnaðist algjörlega og þegar lagið kláraðist var hann klappaður upp aftur. Hann var meira en til í að endurtaka leikinn en þá klikkaði hljóðkerfið,“ útskýrir Erna. Friðrik brást ekki áhorfendum frekar en fyrri daginn og hóf upp raust sína með þeim afleiðingum að salurinn fylgdi með. „Stemningin var hreint út sagt mögnuð, þetta var fullkominn lokahnykkur á góðri helgi.“ Þema partísins var „anti-fashion“ sem féll greinilega vel í kramið eftir heila helgi af hátísku. „Við fengum Rósu Birgittu til að plötusnúðast og hún spilaði eingöngu geggjuð stuðlög. Það var ekkert „deep house“ í boði,“ segir Erna og skellir upp úr. Partíið var haldið í versluninni Suit við Skólavörðustíg sem var algjörlega umbreytt í skemmtistað fyrir fjörið. „Hér var allt hreinsað út, afgreiðsluborðinu breytt í bar og bláum ljósum komið fyrir. Við dönsuðum svo uppi á borðum og fögnuðum frábærum viðtökum Eyland á RFF.“
Tengdar fréttir RFF: Trylltur töffaraskapur hjá EYLAND EYLAND lokaði RFF með stíl 14. mars 2015 22:00 Jón Gnarr og EYLAND hanna saman bol Allur ágóði af sölunni rennur óskiptur til Krabbameinsfélagsins til forvarna fyrir karlmenn og krabbamein. 9. mars 2015 08:00 Mest lesið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Lífið Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lífið „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Lífið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Fleiri fréttir Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
Jón Gnarr og EYLAND hanna saman bol Allur ágóði af sölunni rennur óskiptur til Krabbameinsfélagsins til forvarna fyrir karlmenn og krabbamein. 9. mars 2015 08:00