Fer fram á þunga dóma yfir Kaupþingstoppum: Alvarlegri brot en í Al Thani-málinu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. maí 2015 17:48 Hreiðar Már Sigurðsson, Sigurður Einarsson og Ingólfur Helgason. vísir „Umboðssvik og markaðsmisnotkun ákærðu áttu þátt í því að leiða bankann til glötunar og gera tjón kröfuhafa og íslensks samfélags mun meira en annars hefði verið,” sagði Björn Þorvaldsson, saksóknari í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings, í málflutningsræðu sinni í dag. Lauk Björn ræðu sinni á því að gera grein fyrir kröfum ákæruvaldsins varðandi refsingar þeirra níu fyrrverandi stjórnenda og starfsmanna bankans sem ákærðir eru í málinu. Hann fer fram á óskilorðsbundna dóma yfir þeim öllum nema einum en hámarksrefsing fyrir þau brot sem ákært er fyrir er sex ára fangelsi.Færu mest í níu ára fangelsiÞrír af þeim sem ákærðir eru í málinu hlutu dóm í Al Thani-málinu svokallaða, þeir Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður bankans og Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg. Hegningarauki bætist því við þá refsingu sem þremenningarnir hlutu í Al Thani-málinu, verði þeir sakfelldir á ný. Samkvæmt 72. grein almennra hegningarlaga má bæta við refsinguna allt að helmingi hennar ef menn hafa lagt það í vana sinn að fremja brot og er það því svo að hægt er að dæma Kaupþingstoppana í allt að níu ára fangelsi samtals. Fór saksóknari fram á það að refsiramminn yrði fullnýttur hvað þetta varðar í tilfelli Hreiðars og Sigurðar. Þrátt fyrir að Ingólfur Helgason, fyrrverandi forstjóri Kaupþings á Íslandi, hafi ekki hlotið dóm í Al Thani-málinu fór saksóknari engu að síður fram á að í hans tilfelli nýtti dómurinn sér ákvæði um hegningarauka fyrir endurtekin brot.Alvarleg og stórfelld brotFyrir dómi í dag vísaði Björn til Al Thani-dómsins og sagði ljóst af honum að Hæstiréttur lyti brot af þessu tagi mjög alvarlegum augum. Hann bætti svo við: „Þessi brot sem eru hér eru alvarlegri en þau brot sem sakfellt var fyrir þar og hlýtur dómurinn að taka tillit til þess.” Saksóknari tiltók ekki sérstaklega hversu langa refsingu hann fór fram á yfir neinum ákærðu. Í tilfelli verðbréfasala hjá eigin viðskiptum bankans, þeirra Péturs Kristins Guðmarssonar og Birnis Sæs Björnssonar, sagði saksóknari að taka ætti tillit til þess að þeir hefðu framið brot sín að undirlagi og samkvæmt fyrirmælum yfirmanna sinna, þar á meðal Einars Pálma Sigmundssonar, sem einnig er ákærður í málinu. Engu að síður væru brotin Péturs og Birnis alvarleg og stórfelld, og bæri dómnum að líta til þess.Ekki hægt að sakfella fyrir fullframið brotBjarki Diego var framkvæmdastjóri útlána hjá Kaupþingi og er ákærður fyrir lánveitingar til eignarhaldsfélaga sem keyptu hlutabréf í bankanum. Sagði saksóknari að brot hans væru alvarleg og að refsing hans hlyti því að vera þung. Að lokum fór saksóknari fram á skilorðsbundinn dóm, að hluta eða í heild, yfir Björk Þórarinsdóttir sem sat í lánanefnd Kaupþings á Íslandi. Byggði saksóknari þessa kröfu sína á því að ekki væri hægt að sakfella Björk fyrir fullframið brot heldur aðeins tilraun til brots. Á morgun flytja verjendur Hreiðars Más Sigurðssonar og Sigurðar Einarssonar málflutningsræður sínar. Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Saksóknari líkti Kaupþingi við sjúkling sem þurfti að passa upp á „Og þessi vörn sem kemur þarna fram, að allir bankarnir séu að gera þetta, varð til þess að að skellurinn í þjóðfélaginu varð enn stærri þegar spilaborgin hrundi í október 2008,“ sagði Björn Þorvaldsson saksóknari. 18. maí 2015 11:39 Telur að Sigurður Einarsson hafi játað markaðsmisnotkun fyrir dómi „Þetta er einfaldlega skólabókardæmi um markaðsmisnotkun,“ segir Björn Þorvaldsson saksóknari. 18. maí 2015 12:53 Ákærðu voru með hlutabréfaviðskiptin „í gjörgæslu“ Björn Þorvaldsson, saksóknari í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings, hóf að flytja málflutningsræðu sína klukkan 9 í morgun. 18. maí 2015 10:19 Fara mest í níu ár í fangelsi Nokkur dómsmál bíða Kaupþingstoppanna sem dæmdir voru í Al Thani-málinu í liðinni viku. 16. febrúar 2015 13:50 "Viðskiptin báru öll einkenni blekkinga og sýndarmennsku“ Eignarhaldsfélögin Holt, Desulo og Mata keyptu öll stóra hluti í bankanum fyrir marga milljarða króna en kaupin voru að fullu fjármögnuð af bankanum sjálfum. 18. maí 2015 15:11 Mest lesið Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Hámarkstími fullorðinna í símanum og góð ráð Atvinnulíf Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira
„Umboðssvik og markaðsmisnotkun ákærðu áttu þátt í því að leiða bankann til glötunar og gera tjón kröfuhafa og íslensks samfélags mun meira en annars hefði verið,” sagði Björn Þorvaldsson, saksóknari í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings, í málflutningsræðu sinni í dag. Lauk Björn ræðu sinni á því að gera grein fyrir kröfum ákæruvaldsins varðandi refsingar þeirra níu fyrrverandi stjórnenda og starfsmanna bankans sem ákærðir eru í málinu. Hann fer fram á óskilorðsbundna dóma yfir þeim öllum nema einum en hámarksrefsing fyrir þau brot sem ákært er fyrir er sex ára fangelsi.Færu mest í níu ára fangelsiÞrír af þeim sem ákærðir eru í málinu hlutu dóm í Al Thani-málinu svokallaða, þeir Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður bankans og Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg. Hegningarauki bætist því við þá refsingu sem þremenningarnir hlutu í Al Thani-málinu, verði þeir sakfelldir á ný. Samkvæmt 72. grein almennra hegningarlaga má bæta við refsinguna allt að helmingi hennar ef menn hafa lagt það í vana sinn að fremja brot og er það því svo að hægt er að dæma Kaupþingstoppana í allt að níu ára fangelsi samtals. Fór saksóknari fram á það að refsiramminn yrði fullnýttur hvað þetta varðar í tilfelli Hreiðars og Sigurðar. Þrátt fyrir að Ingólfur Helgason, fyrrverandi forstjóri Kaupþings á Íslandi, hafi ekki hlotið dóm í Al Thani-málinu fór saksóknari engu að síður fram á að í hans tilfelli nýtti dómurinn sér ákvæði um hegningarauka fyrir endurtekin brot.Alvarleg og stórfelld brotFyrir dómi í dag vísaði Björn til Al Thani-dómsins og sagði ljóst af honum að Hæstiréttur lyti brot af þessu tagi mjög alvarlegum augum. Hann bætti svo við: „Þessi brot sem eru hér eru alvarlegri en þau brot sem sakfellt var fyrir þar og hlýtur dómurinn að taka tillit til þess.” Saksóknari tiltók ekki sérstaklega hversu langa refsingu hann fór fram á yfir neinum ákærðu. Í tilfelli verðbréfasala hjá eigin viðskiptum bankans, þeirra Péturs Kristins Guðmarssonar og Birnis Sæs Björnssonar, sagði saksóknari að taka ætti tillit til þess að þeir hefðu framið brot sín að undirlagi og samkvæmt fyrirmælum yfirmanna sinna, þar á meðal Einars Pálma Sigmundssonar, sem einnig er ákærður í málinu. Engu að síður væru brotin Péturs og Birnis alvarleg og stórfelld, og bæri dómnum að líta til þess.Ekki hægt að sakfella fyrir fullframið brotBjarki Diego var framkvæmdastjóri útlána hjá Kaupþingi og er ákærður fyrir lánveitingar til eignarhaldsfélaga sem keyptu hlutabréf í bankanum. Sagði saksóknari að brot hans væru alvarleg og að refsing hans hlyti því að vera þung. Að lokum fór saksóknari fram á skilorðsbundinn dóm, að hluta eða í heild, yfir Björk Þórarinsdóttir sem sat í lánanefnd Kaupþings á Íslandi. Byggði saksóknari þessa kröfu sína á því að ekki væri hægt að sakfella Björk fyrir fullframið brot heldur aðeins tilraun til brots. Á morgun flytja verjendur Hreiðars Más Sigurðssonar og Sigurðar Einarssonar málflutningsræður sínar.
Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Saksóknari líkti Kaupþingi við sjúkling sem þurfti að passa upp á „Og þessi vörn sem kemur þarna fram, að allir bankarnir séu að gera þetta, varð til þess að að skellurinn í þjóðfélaginu varð enn stærri þegar spilaborgin hrundi í október 2008,“ sagði Björn Þorvaldsson saksóknari. 18. maí 2015 11:39 Telur að Sigurður Einarsson hafi játað markaðsmisnotkun fyrir dómi „Þetta er einfaldlega skólabókardæmi um markaðsmisnotkun,“ segir Björn Þorvaldsson saksóknari. 18. maí 2015 12:53 Ákærðu voru með hlutabréfaviðskiptin „í gjörgæslu“ Björn Þorvaldsson, saksóknari í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings, hóf að flytja málflutningsræðu sína klukkan 9 í morgun. 18. maí 2015 10:19 Fara mest í níu ár í fangelsi Nokkur dómsmál bíða Kaupþingstoppanna sem dæmdir voru í Al Thani-málinu í liðinni viku. 16. febrúar 2015 13:50 "Viðskiptin báru öll einkenni blekkinga og sýndarmennsku“ Eignarhaldsfélögin Holt, Desulo og Mata keyptu öll stóra hluti í bankanum fyrir marga milljarða króna en kaupin voru að fullu fjármögnuð af bankanum sjálfum. 18. maí 2015 15:11 Mest lesið Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Hámarkstími fullorðinna í símanum og góð ráð Atvinnulíf Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira
Saksóknari líkti Kaupþingi við sjúkling sem þurfti að passa upp á „Og þessi vörn sem kemur þarna fram, að allir bankarnir séu að gera þetta, varð til þess að að skellurinn í þjóðfélaginu varð enn stærri þegar spilaborgin hrundi í október 2008,“ sagði Björn Þorvaldsson saksóknari. 18. maí 2015 11:39
Telur að Sigurður Einarsson hafi játað markaðsmisnotkun fyrir dómi „Þetta er einfaldlega skólabókardæmi um markaðsmisnotkun,“ segir Björn Þorvaldsson saksóknari. 18. maí 2015 12:53
Ákærðu voru með hlutabréfaviðskiptin „í gjörgæslu“ Björn Þorvaldsson, saksóknari í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings, hóf að flytja málflutningsræðu sína klukkan 9 í morgun. 18. maí 2015 10:19
Fara mest í níu ár í fangelsi Nokkur dómsmál bíða Kaupþingstoppanna sem dæmdir voru í Al Thani-málinu í liðinni viku. 16. febrúar 2015 13:50
"Viðskiptin báru öll einkenni blekkinga og sýndarmennsku“ Eignarhaldsfélögin Holt, Desulo og Mata keyptu öll stóra hluti í bankanum fyrir marga milljarða króna en kaupin voru að fullu fjármögnuð af bankanum sjálfum. 18. maí 2015 15:11