Blóðbaðið í Waco: Átökin hófust eftir deilur um bílastæði Atli Ísleifsson skrifar 18. maí 2015 13:53 Níu manns voru drepnir og átján særðust í skotbardaganum sem varð á bílastæði í verslunarhverfi í borginni. Vísir/AFP Lögregla í Texas hefur handtekið 192 manns í kjölfar átaka fimm mótorhjólagengja í Waco í Texas í gær. Níu manns voru drepnir og átján særðust í skotbardaganum sem varð á bílastæði í verslunarhverfi í borginni. Bardaginn átti sér stað í og fyrir utan veitingastaðinn Twin Peaks í verslunarhverfi í Waco. Samkvæmt lögreglunni hófust átökin með slagsmálum, en fljótlega voru dregnir upp hnífar, keðjur og byssur.Í frétt KWTX segir að bílar og önnur farartæki viðskiptavina og starfsfólks veitingastaðarins hafi verið þaktir ummerkjum eftir skothríðina og hafi þau verið flutt af vettvangi vegna rannsóknar málsins.Liðsmenn gengjanna halda til WacoLögreglan vissi af því að meðlimir gengjanna væru að safnast saman í veitingahúsinu og voru fjöldi lögreglumanna viðstaddir þegar skothríðin hófst. Deilurnar hófust inni á veitingahúsinu en fluttust síðar út á bílastæði. Talsmaður lögreglu segir að liðsmenn gengjanna hafi að endingu hafið skothríð og að lögreglumenn hafi einnig skotið úr vopnum sínum. Allir hinir handteknu hafa verið ákærðir fyrir aðild að skipulagðri glæpastarfsemi, en búist er við að fleiri ákæruliðir bætist við í tilviki sumra eftir því sem rannsókn lögreglu miðar áfram. Að minnsta kosti tveir meðlimir mótorhjólagengja voru handteknir í morgun þegar þeir reyndu að komast inn í borgina en lögregla í Waco óttast að liðsmenn gengjanna muni sækja inn í borgina til að hefna félaga sinna.Földu sig í frysti inni á Twin PeaksLögregla taldi upphaflega að meðlimir þriggja gengja hefðu tekið þátt í skotbardaganum, en nú er ljóst að liðsmenn að minnsta kosti fimm gengja tóku þátt. Patrick Swanton, talsmaður lögreglunnar í Waco, segir að algert ófremdarástand hafi skapast á lóðinni. Segist hann aldrei hafa upplifað annað eins á 34 ára starfsferli innan lögreglunnar. Viðskiptavinir Twin Peaks og starfsmenn földu sig margir í frysti veitingastaðarins á meðan á skothríðinni stóð.Um hundrað skotvopn gerð upptækSwanton segir að lögregla hafi gert rúmlega hundrað skotvopn upptæk á vettvangi og að skotsár hafi fundist á fjölda nærstaddra farartækja. Hann segir að einungis meðlimir gengjanna hafi látist eða slasast og að lögreglumenn og almennir borgarar hafi sloppið ómeiddir. Lögreglumaðurinn segir að starfsmenn lögreglu hafi unnið með forsvarsmönnum Twin Peaks vikum saman til að reyna að koma í veg fyrir atvik sem þetta en lítið gengið. Segir hann að líklegast hefði verið hægt að koma í veg fyrir slíkt ef starfsfólk hefði sýnt meiri samstarfsvilja. Tengdar fréttir 192 handteknir eftir átök glæpagengja í Texas Níu manns voru drepnir og átján særðust í bardaganum sem varð á bílstæði í verslunarhverfi í Waco. 18. maí 2015 12:50 Níu létust í átökum mótorhjólagengja Meðlimir gengjanna fóru að slást á veitingastað í Texas en fljótlega voru dregnir upp hnífar og svo byssur. 17. maí 2015 22:28 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Lögregla í Texas hefur handtekið 192 manns í kjölfar átaka fimm mótorhjólagengja í Waco í Texas í gær. Níu manns voru drepnir og átján særðust í skotbardaganum sem varð á bílastæði í verslunarhverfi í borginni. Bardaginn átti sér stað í og fyrir utan veitingastaðinn Twin Peaks í verslunarhverfi í Waco. Samkvæmt lögreglunni hófust átökin með slagsmálum, en fljótlega voru dregnir upp hnífar, keðjur og byssur.Í frétt KWTX segir að bílar og önnur farartæki viðskiptavina og starfsfólks veitingastaðarins hafi verið þaktir ummerkjum eftir skothríðina og hafi þau verið flutt af vettvangi vegna rannsóknar málsins.Liðsmenn gengjanna halda til WacoLögreglan vissi af því að meðlimir gengjanna væru að safnast saman í veitingahúsinu og voru fjöldi lögreglumanna viðstaddir þegar skothríðin hófst. Deilurnar hófust inni á veitingahúsinu en fluttust síðar út á bílastæði. Talsmaður lögreglu segir að liðsmenn gengjanna hafi að endingu hafið skothríð og að lögreglumenn hafi einnig skotið úr vopnum sínum. Allir hinir handteknu hafa verið ákærðir fyrir aðild að skipulagðri glæpastarfsemi, en búist er við að fleiri ákæruliðir bætist við í tilviki sumra eftir því sem rannsókn lögreglu miðar áfram. Að minnsta kosti tveir meðlimir mótorhjólagengja voru handteknir í morgun þegar þeir reyndu að komast inn í borgina en lögregla í Waco óttast að liðsmenn gengjanna muni sækja inn í borgina til að hefna félaga sinna.Földu sig í frysti inni á Twin PeaksLögregla taldi upphaflega að meðlimir þriggja gengja hefðu tekið þátt í skotbardaganum, en nú er ljóst að liðsmenn að minnsta kosti fimm gengja tóku þátt. Patrick Swanton, talsmaður lögreglunnar í Waco, segir að algert ófremdarástand hafi skapast á lóðinni. Segist hann aldrei hafa upplifað annað eins á 34 ára starfsferli innan lögreglunnar. Viðskiptavinir Twin Peaks og starfsmenn földu sig margir í frysti veitingastaðarins á meðan á skothríðinni stóð.Um hundrað skotvopn gerð upptækSwanton segir að lögregla hafi gert rúmlega hundrað skotvopn upptæk á vettvangi og að skotsár hafi fundist á fjölda nærstaddra farartækja. Hann segir að einungis meðlimir gengjanna hafi látist eða slasast og að lögreglumenn og almennir borgarar hafi sloppið ómeiddir. Lögreglumaðurinn segir að starfsmenn lögreglu hafi unnið með forsvarsmönnum Twin Peaks vikum saman til að reyna að koma í veg fyrir atvik sem þetta en lítið gengið. Segir hann að líklegast hefði verið hægt að koma í veg fyrir slíkt ef starfsfólk hefði sýnt meiri samstarfsvilja.
Tengdar fréttir 192 handteknir eftir átök glæpagengja í Texas Níu manns voru drepnir og átján særðust í bardaganum sem varð á bílstæði í verslunarhverfi í Waco. 18. maí 2015 12:50 Níu létust í átökum mótorhjólagengja Meðlimir gengjanna fóru að slást á veitingastað í Texas en fljótlega voru dregnir upp hnífar og svo byssur. 17. maí 2015 22:28 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
192 handteknir eftir átök glæpagengja í Texas Níu manns voru drepnir og átján særðust í bardaganum sem varð á bílstæði í verslunarhverfi í Waco. 18. maí 2015 12:50
Níu létust í átökum mótorhjólagengja Meðlimir gengjanna fóru að slást á veitingastað í Texas en fljótlega voru dregnir upp hnífar og svo byssur. 17. maí 2015 22:28