Ákærðu voru með hlutabréfaviðskiptin „í gjörgæslu“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. maí 2015 10:19 Björn Þorvaldsson saksóknari, hér lengst til hægri, ásamt aðstoðarmönnum sínum. VÍSIR/GVA Björn Þorvaldsson, saksóknari í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings, hóf að flytja málflutningsræðu sína klukkan 9 í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur. Hann byrjaði á að fara yfir ákæruna og rakti almennt þá háttsemi sem ákærðu er gefið að sök. Alls eru níu fyrrverandi starfsmenn og stjórnendur Kaupþings ákærðir fyrir markaðsminotkun og/eða umboðssvik á tímabilinu 1. nóvember 2007-8. október 2008. Fyrsti og annar kafli ákærunnar snýr að meintri markaðsmisnotkun með hlutabréf í Kaupþingi. Verðbréfasalarnir Pétur Kristinn Guðmarsson og Birnir Sær Björnsson hjá eigin viðskiptum bankans keyptu mikið magn af hlutabréfum í bankanum ákærutímabilinu í sjálfvirkum pörunarviðskiptum. Eiga þeir að hafa gert það að undirlagi stjórnendanna Einars Pálma Sigmundssonar, Ingólfs Helgasonar, Hreiðars Más Sigurðssonar og Sigurðar Einarssonar. Vill ákæruvaldið meina að viðskipti Péturs og Birnis með hlutabréf í Kaupþingi hafi komið í veg fyrir eða hægt á lækkun bréfanna og þannig komið í veg fyrir eðlilega verðmyndun þeirra á markaði, sem er ólöglegt.Áhættusöm viðskipti fyrir bankann Í 2. kafla ákærunnar er einnig ákært fyrir markaðsmisnotkun. Hreiðar Már, Sigurður, Ingólfur og Magnús Guðmundsson eru ákærðir fyrir nokkur stór utanþingsviðskipti þar sem eignarhaldsfélögum voru seld hlutabréf í Kaupþingi með fullri fjármögnun bankans. Telur saksóknari að þessi viðskipti hafi verið til þess fallin að gefa eftirspurn eftir hlutabréfum í bankanum ranglega og misvísandi til kynna, auk þess sem þau voru mjög áhættusöm fyrir bankann, en um fyrstu tvo kafla ákærunnar sagði saksóknari: „Háttsemin í 1. og 2. kafla fól í sér í heild sinni langvarandi, stórfellda og ólögmæta íhlutun í gangverk verðbréfamarkaðarins. Hlutabréf í Kaupþingi lutu ekki þeim markaðslögmálum sem lög um verðbréfaviðskipti [kveða á um].”Deilt um eðli utanþingsviðskipta Saksóknari rakti svo þann mun sem sjálfvirk pörunarviðskipti og utanþingsviðskipti hafa á verðmyndun hlutabréfa. Hélt hann því fram að sjálfvirk pörunarviðskipti hefðu meiri áhrif á verðmyndun en utanþingsviðskipti, sem í raun hefðu takmörkuð áhrif á verð hlutabréfa. Vísaði hann meðal annars í framburð vitna máli sínu til stuðnings og álit fræðimanna en ákæruvaldið og verjendur hafa deilt mikið um hvort þetta sé rétt túlkun á eðli utanþingsviðskipta og áhrifum þeirra á hlutabréfaverð. „Raunveruleg verðmyndun á sér stað í sjálfvirkum pörunarviðskiptum,” sagði saksóknari og hélt áfram: „Af hverju þá að kaupa svona mikið í sjálvirkum pörunarviðskiptum? Svarið liggur í augum uppi: Kaupþing var í raun að handstýra verðmyndun á eigin bréfum.”Símtöl og tölvupóstar varpi ljósi á misnotkun Ákæruvaldið telur samtímagögn frá ákærutímabilinu, til dæmis símtöl og tölvupósta, varpa ljósi þá markaðsmisnotkun sem fjallað er um í 1. kafla ákærunnar. „Þegar gögn málsins eru skoðuð kemur í ljós með skýrum hætti hvernig ákærðu höfðu viðskipti með bréf Kaupþings í gjörgæslu. Markmið ákærðu var að halda uppi og styðja við gengi hlutabréfanna hvað sem það kostaði.” Saksóknari fer nú yfir gögn málsins, símtöl, tölvupósta og gögn úr Kauphallarherminum svokallaða sem sýnir viðskipti Péturs og Birnis með hlutabréf í Kaupþingi. Reynir hann að sýna fram á að samhengi sé á milli samskipta ákærðu um viðskipti með bréf í Kaupþingi og svo hegðunar verðbréfasalanna á markaði. Markaðsmisnotkun Kaupþings Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Björn Þorvaldsson, saksóknari í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings, hóf að flytja málflutningsræðu sína klukkan 9 í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur. Hann byrjaði á að fara yfir ákæruna og rakti almennt þá háttsemi sem ákærðu er gefið að sök. Alls eru níu fyrrverandi starfsmenn og stjórnendur Kaupþings ákærðir fyrir markaðsminotkun og/eða umboðssvik á tímabilinu 1. nóvember 2007-8. október 2008. Fyrsti og annar kafli ákærunnar snýr að meintri markaðsmisnotkun með hlutabréf í Kaupþingi. Verðbréfasalarnir Pétur Kristinn Guðmarsson og Birnir Sær Björnsson hjá eigin viðskiptum bankans keyptu mikið magn af hlutabréfum í bankanum ákærutímabilinu í sjálfvirkum pörunarviðskiptum. Eiga þeir að hafa gert það að undirlagi stjórnendanna Einars Pálma Sigmundssonar, Ingólfs Helgasonar, Hreiðars Más Sigurðssonar og Sigurðar Einarssonar. Vill ákæruvaldið meina að viðskipti Péturs og Birnis með hlutabréf í Kaupþingi hafi komið í veg fyrir eða hægt á lækkun bréfanna og þannig komið í veg fyrir eðlilega verðmyndun þeirra á markaði, sem er ólöglegt.Áhættusöm viðskipti fyrir bankann Í 2. kafla ákærunnar er einnig ákært fyrir markaðsmisnotkun. Hreiðar Már, Sigurður, Ingólfur og Magnús Guðmundsson eru ákærðir fyrir nokkur stór utanþingsviðskipti þar sem eignarhaldsfélögum voru seld hlutabréf í Kaupþingi með fullri fjármögnun bankans. Telur saksóknari að þessi viðskipti hafi verið til þess fallin að gefa eftirspurn eftir hlutabréfum í bankanum ranglega og misvísandi til kynna, auk þess sem þau voru mjög áhættusöm fyrir bankann, en um fyrstu tvo kafla ákærunnar sagði saksóknari: „Háttsemin í 1. og 2. kafla fól í sér í heild sinni langvarandi, stórfellda og ólögmæta íhlutun í gangverk verðbréfamarkaðarins. Hlutabréf í Kaupþingi lutu ekki þeim markaðslögmálum sem lög um verðbréfaviðskipti [kveða á um].”Deilt um eðli utanþingsviðskipta Saksóknari rakti svo þann mun sem sjálfvirk pörunarviðskipti og utanþingsviðskipti hafa á verðmyndun hlutabréfa. Hélt hann því fram að sjálfvirk pörunarviðskipti hefðu meiri áhrif á verðmyndun en utanþingsviðskipti, sem í raun hefðu takmörkuð áhrif á verð hlutabréfa. Vísaði hann meðal annars í framburð vitna máli sínu til stuðnings og álit fræðimanna en ákæruvaldið og verjendur hafa deilt mikið um hvort þetta sé rétt túlkun á eðli utanþingsviðskipta og áhrifum þeirra á hlutabréfaverð. „Raunveruleg verðmyndun á sér stað í sjálfvirkum pörunarviðskiptum,” sagði saksóknari og hélt áfram: „Af hverju þá að kaupa svona mikið í sjálvirkum pörunarviðskiptum? Svarið liggur í augum uppi: Kaupþing var í raun að handstýra verðmyndun á eigin bréfum.”Símtöl og tölvupóstar varpi ljósi á misnotkun Ákæruvaldið telur samtímagögn frá ákærutímabilinu, til dæmis símtöl og tölvupósta, varpa ljósi þá markaðsmisnotkun sem fjallað er um í 1. kafla ákærunnar. „Þegar gögn málsins eru skoðuð kemur í ljós með skýrum hætti hvernig ákærðu höfðu viðskipti með bréf Kaupþings í gjörgæslu. Markmið ákærðu var að halda uppi og styðja við gengi hlutabréfanna hvað sem það kostaði.” Saksóknari fer nú yfir gögn málsins, símtöl, tölvupósta og gögn úr Kauphallarherminum svokallaða sem sýnir viðskipti Péturs og Birnis með hlutabréf í Kaupþingi. Reynir hann að sýna fram á að samhengi sé á milli samskipta ákærðu um viðskipti með bréf í Kaupþingi og svo hegðunar verðbréfasalanna á markaði.
Markaðsmisnotkun Kaupþings Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira