Djokovic hefur verið á góðri siglingu að undanförnu en sigurinn í gær var hans 22. í röð. Serbinn mætir því væntanlega fullur sjálfstrausts til leiks á Opna franska meistaramótinu sem hefst eftir viku.
Djokovic var þó ekki jafn laghentur þegar hann reyndi að opna kampavínsflösku eftir sigurinn í gær. Ekki vildi betur til en svo að tappinn skaust í andlitið á Serbanum sem var eðlilega nokkuð brugðið.
Atvikið má sjá í myndbandinu hér að neðan.