Boða fjöldaúrsagnir úr Amnesty International vegna samþykktar um vændi Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 11. ágúst 2015 19:53 Amnesty International hefur samþykkt umdeilda tillögu um að leggja til að vændi verði ekki refsivert. Íslandsdeild samtakanna sat hjá við afgreiðsluna. Talskona Stígamóta segir kvennasamtök víða um heim loga vegna niðurstöðunnar og að þegar stefni í fjöldaúrsagnir úr samtökunum. Í tillögunni sem Amnesty International samþykkti á fundinum í Dublin er lagt til að vændi verði ekki gert refsivert enda eigi ríkið ekki að hafa afskipti af kynferðislegu samneyti milli fullorðinna, ef ofbeldi, misnotkun barna eða annað ólögmætt athæfi kemur ekki við sögu.Þetta er sorgardagur Íslandsdeildin var bundin trúnaði um efni tillögunnar og afstöðu sína en samþykkti strax í lok júlí að styðja hana ekki heldur sitja hjá við atkvæðagreiðsluna. „Fyrir okkur er þetta sorgardagur. Það er söguleg stund þegar stærstu og virtustu mannréttindasamtök í heimi snúi baki við vændiskonum sem þurfa á þeim að halda,“ segir Guðrún Jónsdóttir talskona Stígamóta en sjö íslensk kvennasamtök gagnrýndu tillöguna harðlega og hvöttu Íslandsdeildina til að greiða atkvæði gegn henni. Guðrún segist þegar hafa frétt um að fyrir dyrum séu fjöldaúrsagnir úr samtökunum á Norðurlöndum og víðar. „Á sama tíma er ég ansi hrædd um að klámiðnaðurinn muni fagna gríðarlega,“ segir Guðrún. „Það rignir yfir okkur skeytum og upplýsingum frá samstarfsfólki um allan heim og fólk er sammála um að Amnesty International hafi misst trúverðugleika og traust.“Segja utanríkisráðherra fara með rangfærslur Í tilkynningu frá Íslandsdeildinni segir að bagalegt sé að ekki skyldi reynast unnt að koma til félaga athugasemdum við ummæli utanríkisráðherra ríkisstjórnar Íslands, sem meðal annars átaldi samtökin fyrir að leggja fram tillögur um þetta efni á heimsþingi sínu og vísaði í því sambandi til átaksins #heforshe sem samtökin UN Women hafa staðið að, en rétt sé að benda á að þau samtök hafi ítrekað lýst þeirri afstöðu sinni að viðurkenna beri vændisþjónustu sem atvinnugrein og ganga þar með lengra en umræddar tillögur stjórnar Amnesty International um að aflétta refsingum við starfsemi vændisfólks. Hörður Helgi Helgason formaður Íslandsdeildar Amnesty sagði að næstu skref Íslandsdeildarinnar yrðu að kynna tillöguna og forsendur hennar eins og jafnan væri gert þegar um umdeild mál væri að ræða. Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira
Amnesty International hefur samþykkt umdeilda tillögu um að leggja til að vændi verði ekki refsivert. Íslandsdeild samtakanna sat hjá við afgreiðsluna. Talskona Stígamóta segir kvennasamtök víða um heim loga vegna niðurstöðunnar og að þegar stefni í fjöldaúrsagnir úr samtökunum. Í tillögunni sem Amnesty International samþykkti á fundinum í Dublin er lagt til að vændi verði ekki gert refsivert enda eigi ríkið ekki að hafa afskipti af kynferðislegu samneyti milli fullorðinna, ef ofbeldi, misnotkun barna eða annað ólögmætt athæfi kemur ekki við sögu.Þetta er sorgardagur Íslandsdeildin var bundin trúnaði um efni tillögunnar og afstöðu sína en samþykkti strax í lok júlí að styðja hana ekki heldur sitja hjá við atkvæðagreiðsluna. „Fyrir okkur er þetta sorgardagur. Það er söguleg stund þegar stærstu og virtustu mannréttindasamtök í heimi snúi baki við vændiskonum sem þurfa á þeim að halda,“ segir Guðrún Jónsdóttir talskona Stígamóta en sjö íslensk kvennasamtök gagnrýndu tillöguna harðlega og hvöttu Íslandsdeildina til að greiða atkvæði gegn henni. Guðrún segist þegar hafa frétt um að fyrir dyrum séu fjöldaúrsagnir úr samtökunum á Norðurlöndum og víðar. „Á sama tíma er ég ansi hrædd um að klámiðnaðurinn muni fagna gríðarlega,“ segir Guðrún. „Það rignir yfir okkur skeytum og upplýsingum frá samstarfsfólki um allan heim og fólk er sammála um að Amnesty International hafi misst trúverðugleika og traust.“Segja utanríkisráðherra fara með rangfærslur Í tilkynningu frá Íslandsdeildinni segir að bagalegt sé að ekki skyldi reynast unnt að koma til félaga athugasemdum við ummæli utanríkisráðherra ríkisstjórnar Íslands, sem meðal annars átaldi samtökin fyrir að leggja fram tillögur um þetta efni á heimsþingi sínu og vísaði í því sambandi til átaksins #heforshe sem samtökin UN Women hafa staðið að, en rétt sé að benda á að þau samtök hafi ítrekað lýst þeirri afstöðu sinni að viðurkenna beri vændisþjónustu sem atvinnugrein og ganga þar með lengra en umræddar tillögur stjórnar Amnesty International um að aflétta refsingum við starfsemi vændisfólks. Hörður Helgi Helgason formaður Íslandsdeildar Amnesty sagði að næstu skref Íslandsdeildarinnar yrðu að kynna tillöguna og forsendur hennar eins og jafnan væri gert þegar um umdeild mál væri að ræða.
Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira