Erlent

Búið að opna flugstöð 3 á Kastrup á nýjan leik

Atli Ísleifsson skrifar
Frá Kastrup-flugvelli í Kaupmannahöfn.
Frá Kastrup-flugvelli í Kaupmannahöfn. Vísir/Pjetur
Búið er að rýma flugstöð 3 á Kastrup-flugvelli í Kaupmannahöfn eftir tilkynning barst um grunsamlega tösku.

Upplýsingafulltrúi flugvallarins segir í samtali við DR að verið sé að flytja sem flestar innskráningar í flugstöð 2.

Á heimasíðu Københavns Metro kemur fram að lestir geti ekki stansað á flugvellinum vegna starfa lögreglu á flugvellinum.

Í frétt RÚV kemur fram að flugvél Icelandair hafi komið til flugvallarins um svipað leyti og hafi farþegar þar ekki fengið að sækja töskurnar sínar.

Uppfært 13:15

Danska stöðin TV2 greinir frá því að lögregla sé búinn að opna flugstöðina á ný.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×