Fjölbreyttari hlutabréfamarkaður með First North Sigurður Óli Hákonarson skrifar 18. nóvember 2015 07:00 Skráning á hlutabréfamarkað hefur margs konar ávinning í för með sér. Félög öðlast beint aðgengi að fjárfestum sem auðveldar fjármögnun og ytri vöxt. Verðmyndun verður skilvirkari og seljanleiki hlutabréfa eykst sem getur liðkað fyrir eigendabreytingum. Félög verða sýnilegri og skráningu fylgir gæðastimpill gagnvart þeim aðilum sem þau eiga í samskiptum við. Skráð félög eiga auðveldara með að gera starfsmenn að hluthöfum sem styrkir stöðu þeirra í samkeppni um hæft starfsfólk. Að öðru óbreyttu ætti skráning einnig að draga úr áhættu félaga í augum fjárfesta og getur þannig stuðlað að hærra markaðsvirði þeirra. First North markaður hentar vel fyrir minni og meðalstór fyrirtæki sem telja skráningu á Aðalmarkað of íþyngjandi og kostnaðarsama. Mengi þeirra félaga sem First North skráning gæti hentað er mun stærra en í tilviki Aðalmarkaðar. Kröfur um upplýsingagjöf og dreifingu eignarhalds eru vægari en á Aðalmarkaði, ekki eru gerðar sömu kröfur varðandi skráningarlýsingu og yfirtökureglur eiga ekki við svo nokkrir þættir séu nefndir. Markaðurinn getur þannig gegnt mikilvægu hlutverki í áframhaldandi uppbyggingu hlutabréfamarkaðar á Íslandi og aukið flóru skráðra fyrirtækja. Uppbygging First North markaðar í Svíþjóð hefur gengið vel og markaðurinn verið mjög virkur. Á fundi Íslandsbanka og Kauphallarinnar um First North á mánudaginn kom meðal annars fram að nýskráningar félaga á markaðinn það sem af er ári í Svíþjóð séu 50. Minni fyrirtæki hafa nýtt sér kosti skráningar, en yfir helmingur félaga er með markaðsvirði undir þremur milljörðum króna. Í sumar var samþykkt lagabreyting sem veitti lífeyrissjóðum aukna heimild til fjárfestinga í fyrirtækjum skráðum á First North markaði. Heimildin nam 5% af hreinni eign lífeyrissjóðanna sem samsvarar um 157 milljörðum króna miðað við stöðu þeirra í dag. Sú fjárhæð jafngildir um áttföldu markaðsvirði skráðra hlutabréfa á First North markaði á Íslandi. Það er því ljóst að lífeyrissjóðir hafa burði til að styðja við uppbyggingu markaðarins og fjölgun félaga á íslenskum hlutabréfamarkaði. Það er óskandi að First North markaðurinn hér á landi stækki á næstu misserum og geti gefið minni og meðalstórum fyrirtækjum tækifæri til að njóta kosta skráningar eins hann gerir í Svíþjóð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 02.11.24 Halldór Baldursson Halldór Að græða 33.400 fótboltavelli Jóna Bjarnadóttir Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Hvenær nær Bitcoin $1,000,000? Víkingur Hauksson Skoðun „Hækkar bara og hækkar“ Hjalti Þórisson Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson Skoðun Kveðja, nýútskrifaði kennarinn Hugrún Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að græða 33.400 fótboltavelli Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvenær nær Bitcoin $1,000,000? Víkingur Hauksson skrifar Skoðun „Hækkar bara og hækkar“ Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Kveðja, nýútskrifaði kennarinn Hugrún Stefánsdóttir skrifar Skoðun Veljum stöðugleika og fyrirsjáanleika Ester Straumberg Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ábending um dagskrárefni til RUV ohf. Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Á að skipta máli hverra manna þú ert? Logi Einarsson skrifar Skoðun Hvers virði er líf kvenna? Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að mæta ástandinu Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera svín 2024 Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Þriðji orkupakkinn: Almannahagsmunir á krossgötum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir í húsnæðismálum strax! Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun xD frelsi til að halda ungu fólki niðri Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Afstöðuleysi Íslands óþolandi – Stöndum með vistkerfum sjávar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar Skoðun Gleðilega töfrandi kosningabaráttu Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Samfylkingin óspjallaða Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Árás á fátækasta fólkið í borginni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Fjármögnum háskólana til jafns við hin Norðurlöndin Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Mennska eða harka í málefnum hælisleitenda Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun „Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Börnin okkar á biðlistunum Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Leiðtogar í grænum umskiptum Nótt Thorberg skrifar Skoðun „Samningana í gildi“ Pjetur St. Arason skrifar Sjá meira
Skráning á hlutabréfamarkað hefur margs konar ávinning í för með sér. Félög öðlast beint aðgengi að fjárfestum sem auðveldar fjármögnun og ytri vöxt. Verðmyndun verður skilvirkari og seljanleiki hlutabréfa eykst sem getur liðkað fyrir eigendabreytingum. Félög verða sýnilegri og skráningu fylgir gæðastimpill gagnvart þeim aðilum sem þau eiga í samskiptum við. Skráð félög eiga auðveldara með að gera starfsmenn að hluthöfum sem styrkir stöðu þeirra í samkeppni um hæft starfsfólk. Að öðru óbreyttu ætti skráning einnig að draga úr áhættu félaga í augum fjárfesta og getur þannig stuðlað að hærra markaðsvirði þeirra. First North markaður hentar vel fyrir minni og meðalstór fyrirtæki sem telja skráningu á Aðalmarkað of íþyngjandi og kostnaðarsama. Mengi þeirra félaga sem First North skráning gæti hentað er mun stærra en í tilviki Aðalmarkaðar. Kröfur um upplýsingagjöf og dreifingu eignarhalds eru vægari en á Aðalmarkaði, ekki eru gerðar sömu kröfur varðandi skráningarlýsingu og yfirtökureglur eiga ekki við svo nokkrir þættir séu nefndir. Markaðurinn getur þannig gegnt mikilvægu hlutverki í áframhaldandi uppbyggingu hlutabréfamarkaðar á Íslandi og aukið flóru skráðra fyrirtækja. Uppbygging First North markaðar í Svíþjóð hefur gengið vel og markaðurinn verið mjög virkur. Á fundi Íslandsbanka og Kauphallarinnar um First North á mánudaginn kom meðal annars fram að nýskráningar félaga á markaðinn það sem af er ári í Svíþjóð séu 50. Minni fyrirtæki hafa nýtt sér kosti skráningar, en yfir helmingur félaga er með markaðsvirði undir þremur milljörðum króna. Í sumar var samþykkt lagabreyting sem veitti lífeyrissjóðum aukna heimild til fjárfestinga í fyrirtækjum skráðum á First North markaði. Heimildin nam 5% af hreinni eign lífeyrissjóðanna sem samsvarar um 157 milljörðum króna miðað við stöðu þeirra í dag. Sú fjárhæð jafngildir um áttföldu markaðsvirði skráðra hlutabréfa á First North markaði á Íslandi. Það er því ljóst að lífeyrissjóðir hafa burði til að styðja við uppbyggingu markaðarins og fjölgun félaga á íslenskum hlutabréfamarkaði. Það er óskandi að First North markaðurinn hér á landi stækki á næstu misserum og geti gefið minni og meðalstórum fyrirtækjum tækifæri til að njóta kosta skráningar eins hann gerir í Svíþjóð.
Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar
Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar