Erlent

Savile misnotaði 63 manns á sjúkrahúsi

Atli Ísleifsson skrifar
Savile lést árið 2011.
Savile lést árið 2011. Vísir/Getty
Breski fjölmiðlamaðurinn Jimmy Savile misnotaði 63 manns á Stoke Mandeville sjúkrahúsinu á 25 ára tímabili. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem unnin er af óháðum aðilum þar sem fjallað er um brot Savile. Meðal fórnarlamba Savile voru alvarlega veik átta ára börn.

Í skýrslunni segir að Savile hafi komist upp með brotin þar sem hann hafi reglulega staðið fyrir fjársöfnunum fyrir spítalann. Á annan tug kvartana barst vegna framferðis Savile, en eina formlega kvörtunin sem barst var hunsuð. Faðir eins fórnarlambsins hafði þá skilað inn formlegri kvörtun árið 1977.

Í frétt Guardian segir að Savile hafi verið álitinn „kynlífsplága“ á meðal starfsmanna, en að kvartanir hafi líklegast ekki borist til yfirmanna á sjúkrahúsinu. Brotin á sjúkrahúsinu voru framin á árinum 1968 til 1992 og voru fórnarlömbin á aldrinum átta til fjörutíu ára.

Þá segir að eitt fórnarlamba Savile hafi verið stúlka á aldrinum átta til níu ára sem hafi verið nauðgað tíu sinnum á þeim tíma er hún sótti sjúkrahúsið heim þar sem ættingjar hennar störfuðu.

Savile lést árið 2011.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×