Nei, þú ert ekki sjálfur GuðJón Valgarður Guðjónsson skrifar 26. febrúar 2015 07:00 Það hefur óneitanlega verið hjákátlegt að fylgjast með viðbrögðum við grein sem Jón Gnarr skrifaði í Fréttblaðið þar sem hann segist ekki trúa á guð. Það hefur vart mátt opna dagblað eða detta inn á vefsíðu án þess að rekast á greinar frá prestum og/eða öðrum talsmönnum kirkjunnar sem hafa mikla þörf fyrir að segja Jóni að hann sé nú bara samt trúaður. Kannski er þetta ný tegund af trúboði, ef ekki er hægt að fá fólk til að trúa, þá er bara að endurskilgreina hvað það er að vera trúaður. En þetta yfirlæti og virðingarleysi fyrir skoðunum annarra er svo sem ekkert nýtt fyrir okkur sem höfum vogað okkar að lýsa yfir trúleysi. En það er skondið að sjá viðbrögðin dregin saman í einhvers konar „pilluformi“. Það eru nokkrir rauðir þræðir í þessari umræðu.Þú trúir nú bara samt á GuðJón. Þetta er svona hálf (eða reyndar alveg) galin fullyrðing við mann sem er nýbúinn að segja að hann geri það ekki. Ekki dettur mér í hug að segja við trúaða vini mína að þeir séu nú bara víst trúlausir.Þú verður bara að finna þinn eigin GuðJón. Þetta er viðkvæði þeirra sem segja að ekki megi túlka trú á guð eins þröngt og trúarbrögðin gera, guðinn sé nú bara eitthvað óáþreifanlegt, óljóst, óskilgreint, þokukennt fyrirbæri sem hver geti haft eins og hann eða hún kýs. Kannski er þetta einhvers konar flótti þeirra sem eru þó nægilega skynsamir til að sjá hversu illa mörg trúarritanna standast nokkra skoðun en geta ómögulega sætt sig við að afgreiða málið einfaldlega þannig. Fyrir mörg okkar sem erum trúlaus þá er auðvitað enginn tilgangur í óskilgreindu og óljósu fyrirbæri. Kannski er þetta ekki bara eins og að kaupa köttinn í sekknum heldur frekar líkt því að kaupa sekk og hafa ekki einu sinni hugmynd um hvað á að vera í honum – eða ætla sér að skilgreina eftir hentugleikum.Þú ert nú auðvitað fylginn við KristJón. Svo eru þeir sem halda því fram að vegna þess að margir trúlausir reyni nú (eftir bestu getu) að fylgja siðferðilegu viðmiðunum sem kristnir hafa flestir tileinkað sér þá séu þeir þar af leiðandi kristnir. Gallinn við þetta er að flestar þessara kenninga eru miklu eldri en kristnin og það er vel hægt að tileinka sér þær án trúar á yfirnáttúruleg öfl. Það er vissulega rétt að margir kristnir hafa tekið jákvæðan siðferðisboðskap og gert að sínum, en það er ekki sérkenni kristninnar og greinir hana á engan hátt frá mörgum öðrum lífsskoðunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Það hefur óneitanlega verið hjákátlegt að fylgjast með viðbrögðum við grein sem Jón Gnarr skrifaði í Fréttblaðið þar sem hann segist ekki trúa á guð. Það hefur vart mátt opna dagblað eða detta inn á vefsíðu án þess að rekast á greinar frá prestum og/eða öðrum talsmönnum kirkjunnar sem hafa mikla þörf fyrir að segja Jóni að hann sé nú bara samt trúaður. Kannski er þetta ný tegund af trúboði, ef ekki er hægt að fá fólk til að trúa, þá er bara að endurskilgreina hvað það er að vera trúaður. En þetta yfirlæti og virðingarleysi fyrir skoðunum annarra er svo sem ekkert nýtt fyrir okkur sem höfum vogað okkar að lýsa yfir trúleysi. En það er skondið að sjá viðbrögðin dregin saman í einhvers konar „pilluformi“. Það eru nokkrir rauðir þræðir í þessari umræðu.Þú trúir nú bara samt á GuðJón. Þetta er svona hálf (eða reyndar alveg) galin fullyrðing við mann sem er nýbúinn að segja að hann geri það ekki. Ekki dettur mér í hug að segja við trúaða vini mína að þeir séu nú bara víst trúlausir.Þú verður bara að finna þinn eigin GuðJón. Þetta er viðkvæði þeirra sem segja að ekki megi túlka trú á guð eins þröngt og trúarbrögðin gera, guðinn sé nú bara eitthvað óáþreifanlegt, óljóst, óskilgreint, þokukennt fyrirbæri sem hver geti haft eins og hann eða hún kýs. Kannski er þetta einhvers konar flótti þeirra sem eru þó nægilega skynsamir til að sjá hversu illa mörg trúarritanna standast nokkra skoðun en geta ómögulega sætt sig við að afgreiða málið einfaldlega þannig. Fyrir mörg okkar sem erum trúlaus þá er auðvitað enginn tilgangur í óskilgreindu og óljósu fyrirbæri. Kannski er þetta ekki bara eins og að kaupa köttinn í sekknum heldur frekar líkt því að kaupa sekk og hafa ekki einu sinni hugmynd um hvað á að vera í honum – eða ætla sér að skilgreina eftir hentugleikum.Þú ert nú auðvitað fylginn við KristJón. Svo eru þeir sem halda því fram að vegna þess að margir trúlausir reyni nú (eftir bestu getu) að fylgja siðferðilegu viðmiðunum sem kristnir hafa flestir tileinkað sér þá séu þeir þar af leiðandi kristnir. Gallinn við þetta er að flestar þessara kenninga eru miklu eldri en kristnin og það er vel hægt að tileinka sér þær án trúar á yfirnáttúruleg öfl. Það er vissulega rétt að margir kristnir hafa tekið jákvæðan siðferðisboðskap og gert að sínum, en það er ekki sérkenni kristninnar og greinir hana á engan hátt frá mörgum öðrum lífsskoðunum.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun