Fjöldi viðburða enn í boði á Listahátíð í Reykjavík Jóhann Óli Eiðsson skrifar 1. júní 2015 16:00 Einn meðlima Guerilla Girls. mynd/vefur listahátíðar Listahátíð í Reykjavík rennur sitt skeið í vikunni. Þrátt fyrir að farið sé að síga á síðari hluta hátíðarinnar er það langt í frá svo að það sísta sé eftir. Fjöldi myndlistasýninga er í gangi en hægt er að smella hér til að sjá hvar þær er að finna. Að auki eru eftir viðburðir sem nauðsynlegt er að kaupa miða á til að geta séð þá. Á morgun sýnir Shantala Shivalingappa klassískan indverskan dans en sýningin hefst klukkan 20 og fer fram í Borgarleikhúsinu. Á miðvikudag verður frumflutt ný norræn ópera sem fjallar um lífshlaup Mariu Johansdotter. Mann- og kvenréttindi eru ofarlega á baugi í óperunni auk réttindi samkynhneigðra og transfólks. Sýningin hefst klukkan 20 í Þjóðleikhúsinu. Á fimmtudag verður hópurinn Guerilla Girls en liðsmenn hópsins koma ekki fram undir nafni og hylja andlit sín með górillugrímum. Hópurinn berst gegn sexisma og rasisma í pólitík, listum, menningu og daglegu tali. Baráttan fer til að mynda fram með plakötum, límmiðum og bókum. Fyrirlesturinn hefst kl 17 í Bíó Paradís. Sama dag fara fram djasstónleikar á heimsmælikvarða í Silfurbergi þegar tríó Jans Lundgren stígur á stokk. Að auki má nefna að á laugardag kemur tónlistarkonan Gyða Valtýsdóttir fram á tónleikum í Mengi og á sunnudag verður listamannaspjall um sýninguma GEYMA/CONTAINERS í Listasafni Árnesinga. Nánari upplýsingar um viðburði Listahátíðar má finna með því að smella hér. Listahátíð í Reykjavík Menning Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Tíska og hönnun Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Listahátíð í Reykjavík rennur sitt skeið í vikunni. Þrátt fyrir að farið sé að síga á síðari hluta hátíðarinnar er það langt í frá svo að það sísta sé eftir. Fjöldi myndlistasýninga er í gangi en hægt er að smella hér til að sjá hvar þær er að finna. Að auki eru eftir viðburðir sem nauðsynlegt er að kaupa miða á til að geta séð þá. Á morgun sýnir Shantala Shivalingappa klassískan indverskan dans en sýningin hefst klukkan 20 og fer fram í Borgarleikhúsinu. Á miðvikudag verður frumflutt ný norræn ópera sem fjallar um lífshlaup Mariu Johansdotter. Mann- og kvenréttindi eru ofarlega á baugi í óperunni auk réttindi samkynhneigðra og transfólks. Sýningin hefst klukkan 20 í Þjóðleikhúsinu. Á fimmtudag verður hópurinn Guerilla Girls en liðsmenn hópsins koma ekki fram undir nafni og hylja andlit sín með górillugrímum. Hópurinn berst gegn sexisma og rasisma í pólitík, listum, menningu og daglegu tali. Baráttan fer til að mynda fram með plakötum, límmiðum og bókum. Fyrirlesturinn hefst kl 17 í Bíó Paradís. Sama dag fara fram djasstónleikar á heimsmælikvarða í Silfurbergi þegar tríó Jans Lundgren stígur á stokk. Að auki má nefna að á laugardag kemur tónlistarkonan Gyða Valtýsdóttir fram á tónleikum í Mengi og á sunnudag verður listamannaspjall um sýninguma GEYMA/CONTAINERS í Listasafni Árnesinga. Nánari upplýsingar um viðburði Listahátíðar má finna með því að smella hér.
Listahátíð í Reykjavík Menning Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Tíska og hönnun Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira