Eins og kom fram á Vísi fyrr í dag er þetta fyrsti sigur Víkinga í Keflavík síðan 1983, eða áður en þriggja stiga reglan var tekin upp.
Ívar er skotmaður góður og ber viðurnefnið Aukaspyrnu-Ívar, en það fékk hann eftir stórleik sinn í átta liða úrslitum bikarsins gegn BÍ/Bolungarvík síðasta sumar.
Ívar Örn skoraði tvö stórglæsileg mörk beint úr aukaspyrnum á Torfnesvelli, en það var þriðja mark hans í bikarnum á síðustu leiktíð.
Þessi bráðefnilegi bakvörður skoraði eitt mark í Pepsi-deildinni á síðustu leiktíð úr vítaspyrnu gegn Breiðabliki, en það var fyrsta mark hans í efstu deild.
Eins og sjá má í spilaranum hér að ofan er góð og gild ástæða fyrir því að bakvörðurinn ungi er kallaður Aukaspyrnu-Ívar. Markvörður Keflavíkur hefði þó klárlega átt að gera betur.
Aukaspyrnumörk Ívars má sjá hér að neðan.