Erlent

Assad heimsótti Pútín í Kreml

Assad og Pútín takast í hendur.
Assad og Pútín takast í hendur. Vísir/AFP
Bashar al-Assad Sýrlandsforseti birtist óvænt í Moskvu í gærkvöldi þar sem hann fundaði með Pútín Rússlandsforseta. Talsmaður Pútíns segir að Assad hafi komið til Moskvu í vinnuferð, en Rússar hófu að aðstoða Sýrlendinga í borgarastríðinu sem geisar þar í landi, í síðasta mánuði.

Rússar segjast aðstoða Sýrlendinga í baráttunni við Íslamska ríkið og önnur öfgasamtök en gagnrýnendur segja þá einnig aðstoða stjórnvöld í baráttunni við aðra uppreisnarhópa sem reyna nú að steypa forsetanum af stóli. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem Bashar al-Assad yfirgefur heimaland sitt eftir að borgarastríðið í Sýrlandi braust út árið 2011.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×