Erlent

Kínverjar fjármagna kjarnorkuver í Bretlandi

Vísir/EPA
Bretar og Kínverjar munu síðar í dag skrifa undir samning um byggingu nýs kjarnorkuvers í Bretlandi, en það verður fyrsta kjarnorkuverið sem byggt er í landinu í áratugi. Xi Jinping forseti Kína er nú í opinberri heimsókn til Bretlands og mun hann skrifa undir samninginn ásamt David Cameron forsætisráðherra Breta. Búist er við því að verið hefji starfsemi árið 2025 og að það verði staðsett í Somerset á Englandi. Kínverjar munu fjármagna verið að þriðjungi og koma að smíði þess ásamt frönsku orkufyrirtæki. Þá er búist við því að samið verði einnig um byggingu tveggja annarra vera á næstu árum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×