Neville: Ef Chelsea fær Bale eru hin liðin í vandræðum Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. maí 2015 08:30 Gareth Bale er talinn snúa aftur til Englands í sumar. vísir/getty Gary Neville, sparkspekingur Sky Sports, telur að Manchester United eða Manchester City verði að hafa betur gegn Chelsea í baráttunni um Gareth Bale í sumar, annars horfa upp á Englandsmeistarabikarinn standa í skápnum á Stamford Bridge næstu árin. Bale hefur átt erfitt uppdráttar á annarri leiktíð sinni á Spáni og eru háværir orðrómar í gangi þess efnis að Walesverjinn snúi aftur í ensku úrvalsdeildina í sumar. Chelsea er talið líklegasti lendingarstaðurinn. Manchester-liðin og Chelsea eru talin þau einu sem geta í raun barist um Bale miðað við verðmiðann sem Real setur væntanlega á hann, en þegar spænski risinn keypti hann frá Tottenham varð hann að dýrasta leikmanni sögunnar. „Ef Chelsea vinnur baráttuna og selur á móti kannski leikmann eins og Oscar eða Ramires á 50-60 milljónir punda þannig kostnaðurinn við kaupin á Bale verða um 25 milljónir tel ég að restin af liðunum verði í vandræðum næstu árin,“ sagði Neville í Monday Night Football á Sky Sports í gærkvöldi.José Mourinho vill fara að nota eitthvað af ungu strákunum hjá Chelsea.vísir/gettyChelsea hefur einnig byggt upp unglingaakademíu sína markvisst undanfarin ár og var Roman Abramovic, eigandi félagsins, mættur á U21 árs leik Chelsea gegn Fulham í gær. Mourinho hefur áður talað um að hann vilji fara nota stráka sem koma í gegnum unglingastarfið hjá Chelsea, en Neville segir það vera það besta á Englandi. „Chelsea hefur unnið ungmennabikarinn fjórum sinnum á síðustu sex árum. Það sem José Mourinho vill núna eru gæði í Chelsea-liðinu til lengri tíma með því að leyfa þessum ungu strákum að spila,“ sagði Neville. „Ef Chelsea fær Bale og nær að spila á eitthvað af þessum bestu ungu leikmönnum landsins verður restin af deildinni í vandræðum næstu þrjú til fjögur árin. Hin liðin verða að gera eitthvað í þessu,“ sagði Gary Neville. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjá meira
Gary Neville, sparkspekingur Sky Sports, telur að Manchester United eða Manchester City verði að hafa betur gegn Chelsea í baráttunni um Gareth Bale í sumar, annars horfa upp á Englandsmeistarabikarinn standa í skápnum á Stamford Bridge næstu árin. Bale hefur átt erfitt uppdráttar á annarri leiktíð sinni á Spáni og eru háværir orðrómar í gangi þess efnis að Walesverjinn snúi aftur í ensku úrvalsdeildina í sumar. Chelsea er talið líklegasti lendingarstaðurinn. Manchester-liðin og Chelsea eru talin þau einu sem geta í raun barist um Bale miðað við verðmiðann sem Real setur væntanlega á hann, en þegar spænski risinn keypti hann frá Tottenham varð hann að dýrasta leikmanni sögunnar. „Ef Chelsea vinnur baráttuna og selur á móti kannski leikmann eins og Oscar eða Ramires á 50-60 milljónir punda þannig kostnaðurinn við kaupin á Bale verða um 25 milljónir tel ég að restin af liðunum verði í vandræðum næstu árin,“ sagði Neville í Monday Night Football á Sky Sports í gærkvöldi.José Mourinho vill fara að nota eitthvað af ungu strákunum hjá Chelsea.vísir/gettyChelsea hefur einnig byggt upp unglingaakademíu sína markvisst undanfarin ár og var Roman Abramovic, eigandi félagsins, mættur á U21 árs leik Chelsea gegn Fulham í gær. Mourinho hefur áður talað um að hann vilji fara nota stráka sem koma í gegnum unglingastarfið hjá Chelsea, en Neville segir það vera það besta á Englandi. „Chelsea hefur unnið ungmennabikarinn fjórum sinnum á síðustu sex árum. Það sem José Mourinho vill núna eru gæði í Chelsea-liðinu til lengri tíma með því að leyfa þessum ungu strákum að spila,“ sagði Neville. „Ef Chelsea fær Bale og nær að spila á eitthvað af þessum bestu ungu leikmönnum landsins verður restin af deildinni í vandræðum næstu þrjú til fjögur árin. Hin liðin verða að gera eitthvað í þessu,“ sagði Gary Neville.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjá meira