Neville: Leikmenn Chelsea voru sniðugir því Mourinho kann að spila leikinn Tómas Þór Þóraðrson skrifar 12. mars 2015 09:00 José Mourinho gerir allt til að vinna. vísir/getty Jamie Carragher, Graeme Souness og Gary Neville, allt fyrrverandi knattspyrnumenn og núverandi sparkspekingar á Englandi, voru í myndveri Sky Sports í gærkvöldi og fylgdust með leik Chelsea og PSG. Carragher og Souness helltu sér yfir lærisveina Mourino eftir leikinn en Gary Neville kom Chelsea-liðinu til varnar.Sjá einnig:Tíu menn PSG slógu Chelsea út í framlengingu | Sjáið mörkin og rauða spjaldið PSG komst áfram eftir 2-2 jafntefli, en það missti þó Zlatan Ibrahimovic af velli með rautt spjald sem var glórulaus dómur. Leikmenn Chelsea umkringdu dómarann þegar Zlatan fór í tæklingu á móti Oscari og það fannst Carragher verða til þess að Svíinn fauk út af. Zlatan fær rautt: „Viðbrögð leikmanna Chelsea eru skammarleg. Þetta gera lið José Mourinho. Þetta hefur gerst áður,“ sagði Carragher og Souness tók undir orð miðvarðarins. „Þegar Jamie var að spila vildu menn ekkert sýna andstæðingnum að þeir væru meiddir. Í dag hefur þetta snúist á hvolf. Ef einhver rétt kemur við þig hendirðu þér niður til að koma þeim brotlega í vandræði. Þetta er ömurlegt,“ sagði Souness. Carragher bætti svo við: „Lið sem José Mourinho stýrir verða alltaf virt en aldrei elskuð vegna atvika eins og þessa.“ Gary Neville, fyrrverandi fyrirliði Manchester United, var þó ekki alveg sammála Souness og Carragher. Honum fannst Chelsea bara vera að spila leikinn. „Þetta er bara lið sem er sniðugt. Fólk sem er að horfa heima vill kannski ekki heyra þetta en ef PSG hefði gert sama hlut værum við að kalla leikmenn þess sniðuga. Chelsea var bara að spila leikinn. Það er það sem þarf til í Evrópukeppnum,“ sagði Neville. „Ég er ánægður þegar enska liðið er það sniðuga en ekki mótherjinn. Þetta kemur frá Mourinho. Hann kann að spila leikinn,“ sagði Gary Neville. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Dýrasta varnarlína sögunnar á Brúnni í kvöld Franska liðið Paris Saint-Germain mætir Chelsea í kvöld á Stamford Bridge í seinni leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar og menn hafa bent á verðmiðann á þeim fjórum leikmönnum sem skipa vörn liðsins í þessum mikilvæga leik. 11. mars 2015 19:49 David Luiz: Þetta er stórkostlegt fyrir alla í París David Luiz átti mikinn þátt í því að slá út sína gömlu félaga í Chelsea út úr Meistaradeildinni í kvöld en Paris St-Germain fór áfram í átta liða úrslit á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. 11. mars 2015 22:40 Zlatan: Leikmenn Chelsea voru eins og smábörn | Myndband Sænski framherjinn var ranglega rekinn af velli eftir hálftíma leik í Meistaradeildinni í gærkvöldi. 12. mars 2015 08:30 Jose Mourinho: Réðu ekki við pressuna að vera manni fleiri Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, horfði upp á sína menn detta út úr Meistaradeildinni í kvöld þrátt fyrir að vera manni fleiri í 90 mínútur og komast tvisva sinnum yfir á móti PSG. 11. mars 2015 22:59 Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Carlsen selur heimsfrægu gallabuxurnar Sport Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik Fótbolti Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Körfubolti Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Fótbolti Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Fótbolti Fleiri fréttir Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Býst við Grikkjunum betri í kvöld Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Meiðsli hjá Panathinaikos sem endurheimtir þó stjörnuna Dæmdur fyrir kossinn en fer ekki í fangelsi Víkingar kæmust í 960 milljónir „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Sjáðu þrennu Mbappé, markaveislu PSG og dramatíkina hjá Juve og PSV Hafa verið þrettán ár af lygum Laus frá Man. United og vaknar brosandi á hverjum morgni Messi með sigurmarkið í sautján stiga frosti: „Ekki mannlegar aðstæður“ Fékk heilablóðfall stuttu eftir að hún skrifaði undir hjá Barcelona „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ PSV áfram á kostnað Juventus „Fullkomið kvöld“ PSG slátraði Brest á leið sinni í 16-liða úrslit Mbappé magnaður og meistararnir áfram Sjá meira
Jamie Carragher, Graeme Souness og Gary Neville, allt fyrrverandi knattspyrnumenn og núverandi sparkspekingar á Englandi, voru í myndveri Sky Sports í gærkvöldi og fylgdust með leik Chelsea og PSG. Carragher og Souness helltu sér yfir lærisveina Mourino eftir leikinn en Gary Neville kom Chelsea-liðinu til varnar.Sjá einnig:Tíu menn PSG slógu Chelsea út í framlengingu | Sjáið mörkin og rauða spjaldið PSG komst áfram eftir 2-2 jafntefli, en það missti þó Zlatan Ibrahimovic af velli með rautt spjald sem var glórulaus dómur. Leikmenn Chelsea umkringdu dómarann þegar Zlatan fór í tæklingu á móti Oscari og það fannst Carragher verða til þess að Svíinn fauk út af. Zlatan fær rautt: „Viðbrögð leikmanna Chelsea eru skammarleg. Þetta gera lið José Mourinho. Þetta hefur gerst áður,“ sagði Carragher og Souness tók undir orð miðvarðarins. „Þegar Jamie var að spila vildu menn ekkert sýna andstæðingnum að þeir væru meiddir. Í dag hefur þetta snúist á hvolf. Ef einhver rétt kemur við þig hendirðu þér niður til að koma þeim brotlega í vandræði. Þetta er ömurlegt,“ sagði Souness. Carragher bætti svo við: „Lið sem José Mourinho stýrir verða alltaf virt en aldrei elskuð vegna atvika eins og þessa.“ Gary Neville, fyrrverandi fyrirliði Manchester United, var þó ekki alveg sammála Souness og Carragher. Honum fannst Chelsea bara vera að spila leikinn. „Þetta er bara lið sem er sniðugt. Fólk sem er að horfa heima vill kannski ekki heyra þetta en ef PSG hefði gert sama hlut værum við að kalla leikmenn þess sniðuga. Chelsea var bara að spila leikinn. Það er það sem þarf til í Evrópukeppnum,“ sagði Neville. „Ég er ánægður þegar enska liðið er það sniðuga en ekki mótherjinn. Þetta kemur frá Mourinho. Hann kann að spila leikinn,“ sagði Gary Neville.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Dýrasta varnarlína sögunnar á Brúnni í kvöld Franska liðið Paris Saint-Germain mætir Chelsea í kvöld á Stamford Bridge í seinni leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar og menn hafa bent á verðmiðann á þeim fjórum leikmönnum sem skipa vörn liðsins í þessum mikilvæga leik. 11. mars 2015 19:49 David Luiz: Þetta er stórkostlegt fyrir alla í París David Luiz átti mikinn þátt í því að slá út sína gömlu félaga í Chelsea út úr Meistaradeildinni í kvöld en Paris St-Germain fór áfram í átta liða úrslit á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. 11. mars 2015 22:40 Zlatan: Leikmenn Chelsea voru eins og smábörn | Myndband Sænski framherjinn var ranglega rekinn af velli eftir hálftíma leik í Meistaradeildinni í gærkvöldi. 12. mars 2015 08:30 Jose Mourinho: Réðu ekki við pressuna að vera manni fleiri Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, horfði upp á sína menn detta út úr Meistaradeildinni í kvöld þrátt fyrir að vera manni fleiri í 90 mínútur og komast tvisva sinnum yfir á móti PSG. 11. mars 2015 22:59 Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Carlsen selur heimsfrægu gallabuxurnar Sport Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik Fótbolti Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Körfubolti Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Fótbolti Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Fótbolti Fleiri fréttir Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Býst við Grikkjunum betri í kvöld Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Meiðsli hjá Panathinaikos sem endurheimtir þó stjörnuna Dæmdur fyrir kossinn en fer ekki í fangelsi Víkingar kæmust í 960 milljónir „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Sjáðu þrennu Mbappé, markaveislu PSG og dramatíkina hjá Juve og PSV Hafa verið þrettán ár af lygum Laus frá Man. United og vaknar brosandi á hverjum morgni Messi með sigurmarkið í sautján stiga frosti: „Ekki mannlegar aðstæður“ Fékk heilablóðfall stuttu eftir að hún skrifaði undir hjá Barcelona „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ PSV áfram á kostnað Juventus „Fullkomið kvöld“ PSG slátraði Brest á leið sinni í 16-liða úrslit Mbappé magnaður og meistararnir áfram Sjá meira
Dýrasta varnarlína sögunnar á Brúnni í kvöld Franska liðið Paris Saint-Germain mætir Chelsea í kvöld á Stamford Bridge í seinni leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar og menn hafa bent á verðmiðann á þeim fjórum leikmönnum sem skipa vörn liðsins í þessum mikilvæga leik. 11. mars 2015 19:49
David Luiz: Þetta er stórkostlegt fyrir alla í París David Luiz átti mikinn þátt í því að slá út sína gömlu félaga í Chelsea út úr Meistaradeildinni í kvöld en Paris St-Germain fór áfram í átta liða úrslit á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. 11. mars 2015 22:40
Zlatan: Leikmenn Chelsea voru eins og smábörn | Myndband Sænski framherjinn var ranglega rekinn af velli eftir hálftíma leik í Meistaradeildinni í gærkvöldi. 12. mars 2015 08:30
Jose Mourinho: Réðu ekki við pressuna að vera manni fleiri Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, horfði upp á sína menn detta út úr Meistaradeildinni í kvöld þrátt fyrir að vera manni fleiri í 90 mínútur og komast tvisva sinnum yfir á móti PSG. 11. mars 2015 22:59