Henry: Allur heimurinn verður franskur á Wembley Tómas Þór Þórðarson skrifar 17. nóvember 2015 12:00 Thierry Henry verður mættur á Wembley í kvöld. vísir/getty Thierry Henry, fyrrverandi fyrirliði Arsenal og leikmaður franska landsliðsins, býst við mikilli samstöðu leikmanna og stuðningsmanna Englands og Frakklands þegar liðin mætast í vináttuleik á Wembley í kvöld. Aðeins fjórir dagar eru liðnir síðan hryðjuverkamenn myrtu 129 manns í París, en Henry ólst þar upp. Englendingar ætla að syngja franska þjóðsönginn í kvöld og þá verður boginn frægi yfir Wembley-leikvanginum litaður frönsku fánalitunum.Sjá einnig:Enginn venjulegur vináttulandsleikur á Wembley í kvöld „Ég var í Dubai á föstudagskvöldið þegar árásin átti sér stað í minni heimaborg og mér hefur aldrei liðið eins hjálparlausum,“ segir Henry í pistli sínum í The Sun.Wembley verður í frönsku fánalitunum í kvöld.vísir/gettyOft komið á Bataclan „Ég var að horfa á leik Frakklands og Þýskalands á hótelinu mínu klukkan tvö um nótt þegar ég heyrði sprengingarnar. Ég áttaði mig ekki strax á hvað var í gangi.“ Tveir hryðjuverkamenn sprengdu sig í loft upp fyrir utan Stade de France og sá þriðji átti miða inn á völlinn en fór ekki þar inn. Foreldrar Henrys búa í úthverfi Parísar og bróðir hans starfar á járnbrautarstöðu í borginni. Einn vinur hans vinnur á veitingastað nálægt einum árásarstaðnum. „Ég hef komið á Bataclan mörgum sinnum eins og allir Parísarbúar,“ segir Henry sem býst við miklum tilfinningum á Wembley í kvöld. „Þegar ráðist var á tvíburaturnana leið öllum eins og þeir væru Bandaríkjamenn. Þegar sprengingarnar voru í neðanjarðarlestakerfi Breta vorum við öll bresk. Í kvöld, á Wembley, verður allur heimurinn franskur,“ segir Thierry Henry. Fótbolti Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira
Thierry Henry, fyrrverandi fyrirliði Arsenal og leikmaður franska landsliðsins, býst við mikilli samstöðu leikmanna og stuðningsmanna Englands og Frakklands þegar liðin mætast í vináttuleik á Wembley í kvöld. Aðeins fjórir dagar eru liðnir síðan hryðjuverkamenn myrtu 129 manns í París, en Henry ólst þar upp. Englendingar ætla að syngja franska þjóðsönginn í kvöld og þá verður boginn frægi yfir Wembley-leikvanginum litaður frönsku fánalitunum.Sjá einnig:Enginn venjulegur vináttulandsleikur á Wembley í kvöld „Ég var í Dubai á föstudagskvöldið þegar árásin átti sér stað í minni heimaborg og mér hefur aldrei liðið eins hjálparlausum,“ segir Henry í pistli sínum í The Sun.Wembley verður í frönsku fánalitunum í kvöld.vísir/gettyOft komið á Bataclan „Ég var að horfa á leik Frakklands og Þýskalands á hótelinu mínu klukkan tvö um nótt þegar ég heyrði sprengingarnar. Ég áttaði mig ekki strax á hvað var í gangi.“ Tveir hryðjuverkamenn sprengdu sig í loft upp fyrir utan Stade de France og sá þriðji átti miða inn á völlinn en fór ekki þar inn. Foreldrar Henrys búa í úthverfi Parísar og bróðir hans starfar á járnbrautarstöðu í borginni. Einn vinur hans vinnur á veitingastað nálægt einum árásarstaðnum. „Ég hef komið á Bataclan mörgum sinnum eins og allir Parísarbúar,“ segir Henry sem býst við miklum tilfinningum á Wembley í kvöld. „Þegar ráðist var á tvíburaturnana leið öllum eins og þeir væru Bandaríkjamenn. Þegar sprengingarnar voru í neðanjarðarlestakerfi Breta vorum við öll bresk. Í kvöld, á Wembley, verður allur heimurinn franskur,“ segir Thierry Henry.
Fótbolti Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira