Fótbolti

Enginn venjulegur vináttulandsleikur á Wembley í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Wermbley er í frönsku fánalitunum.
Wermbley er í frönsku fánalitunum. Vísir/Getty
Roy Hodgson, þjálfari enska fótboltalandsliðsins, sagði á blaðamannafundi fyrir leikinn á móti Frökkum á Wembley í kvöld að þar væri enginn venjulegur vináttulandsleikur á ferðinni.

Það eru örugglega flestir sammála honum í því en þetta er fyrsti leikur franska landsliðsins eftir voðaverkin í París þar sem þeir og þýska landsliðið lenti í miðju hringiðjunni.

129 manns létust í hryðjuverkaárásunum í París á föstudaginn og sprengjur sprungu fyrir utan Stade de France leikvanginn þar sem leikur Frakka og Þjóðverja fór fram.

Franska landsliðið gat auðveldlega frestað leiknum og allir hefðu skilið það. Frakkarnir voru ekki tilbúnir til þess og leikmenn liðsins hafa talað um það að þeir ætla að sameinast um það að spila fyrir fórnarlömb ársanna á föstudaginn var.

„Það er ekki hægt að neita því að þetta verður miklu meira en fótboltaleikur. Við höfum aldrei séð fótboltaleik eins og þennan áður," sagði Roy Hodgson, þjálfari enska landsliðsins.

Enska sambandið mun styðja við Frakka á táknrænan hátt og þar á meðal verður boginn fyrir ofan Wembley lýstur upp í frönsku fánalitunum. Textanum við franska þjóðasönginn, „La Marseillaise", verður líka dreift meðal áhorfenda svo að þeir geti sungið með.

Ensku blöðin voru með leik kvöldsins á forsíðum sínum og dramatíkin er þar allsráðandi eins og sjá má dæmi um hér fyrir neðan.

Það verður örugglega ekki minni dramatík þegar þjóðsöngur Frakka verður leikinn á Wembley í kvöld.

Enska knattspyrnusambandið býst við nær fullum 90 þúsund manna velli og öll heimspressan mun líka fylgjast náið með öllu því sem fram fer.

Forsíður og baksíður blaðanna munu eflaust líka birta myndir frá Wembley á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×